Heima er bezt - 01.03.1957, Side 16
HÁKON GUÐMUNDSSON, hœstciréttarritari:
Blahah í DÓMSMÁLUM
tæst verður þá fyrir hendi mál, er deilt var um,
hvort Rafmagnsveita Reykjavíkur væri skaða-
bótaskyld vegna meiðsla og tjóns, er kona ein
varð fyrir og hún taldi eiga rætur að rekja til
vanrækslu starfsmanna í þjónustu Rafmagnsveitunnar.
Málsatvik voru þessi:
Að kvöldi dags hinn 1. október 1953 var reykvísk
húsfreyja á leið niður Hverfisgötu ásamt eiginmanni
sínum. Þau gengu eftir nyrðri gangstétt götunnar.
Veður var þungbúið og myrkt. Er þau hjón komu á
móts við Þjóðleikhúsið, féll konan í götuna. Hafði hún
stigið í holu, sem var í gangstéttinni. Hola þessi var við
ljósastaur. Höfðu hellur verið teknar upp úr gang-
stéttinni og þeim staflað við hlið holunnar. Mun dýpt
holunnar hafa svarað til þykktar gangstéttar hellu, en
laus sandur var í botni hennar. Er konan féll, mun hún
hafa fallið með brjóstið á hellustaflann og síðan á gang-
stéttina, og hægri hönd hennar þá orðið undir í fall-
inu.
Konan, sem hlaut nokkur meiðsli við atburð þenna
og skemmdi klæði sín, krafðist nú 'bóta úr hendi Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Kvað hún ástæðuna til slyss
þess hafa verið þá, að starfsmenn Rarfmagnsveitunnar,
sem rifið höfðu upp hellurnar vegna viðgerðar á raf-
leiðslum, hefðu vanrækt að setja þær á sinn stað. Þeir
hefðu ekki heldur sett upp hættumerki við holuna,
vegfarendum til viðvörunar, og loks hefði ekki logað
á ljóskeri Ijósastaurs þess, er holan var við. Taldi kon-
an, að starfsmenn Rafmagnsveitunnar ætti sök á þessari
vanrækslu og væri hún því skaðabótaskyld fyrir það
tjón, sem af hefði hlotizt.
Rafmagnsveitan krafðist hins vegar algerrar sýknu.
Kvaðst hún enga ábyrgð bera á þessu óhappi. Starfs-
menn hennar hefðu að vísu verið að gera við luktar-
staur þann, er holan var við, en lokið við það og gengið
frá verki sínu undir hellulagningu, en það starf heyrði
hins vegar undir gatnagerð Reykjavíkur. Þá kvað Raf-
magnsveitan, að hér hefði ekki verið um neina holu
að ræða, heldur lítilf jörlega mishæð, er numið hefði
nálægt gangstéttar-helluþykkt, en hellunum hins vegar
verið staflað upp til viðvörunar. Enn kvað Rafmagns-
veitan, að ljós hefði verið komið á ljóskerið, er starfs-
menn hennar yfirgáfu staðinn. Taldi fyrirsvarsmaður
Rafmagnsveitunnar, að slysið yrði af þessum sökum
aðeins rakið til ógætni konunnar, og ef til vill ein-
hverrar óheppni hennar.
Það kom fram í máli þessu, að götugerðinni hefði ekki
borizt nein tilkynning frá Rafmagnsveitunni um þessar
mundir um það, að rifnar hefðu verið upp gangstéttar-
hellur við Þjóðleikhúsið, er ættu að leggjast þar aftur.
Ekki var heldur talið sannað, að logað hefði á ljóskeri
staursins, þá er slysið varð. Hins vegar þótti Ijóst, eins
og áður er rakið, að starfsmenn Rafmagnsveitunnar
hefðu skilið þannig við verk sitt, að hola var í gang-
stéttinni, en engin hættumerki þó sett upp. Héraðs-
dómurinn taldi, að starfsmönnum Rafmagnsveitunnar
hefði einmitt borið að vara vegfarendur við hættu
þeirri, sem af holunni gat stafað, og það því fremur,
sem myrkt var orðið og því erfiðara að varast hana.
Var samkvæmt þessu dæmt, að Rafmagnsyeitan væri
bótaskyld fyrir tjón, er af þessari vanrækslu hlauzt.
En héraðsdómurinn leit einnig svo á, að konan hefði
ekki heldur sýnt þá varkárni, sem krefjast yrði af veg-
farendum, og þótti hún einnig eiga nokkra sök á því,
hvernig fór. Varð niðurstaða héraðsdóms sú, að Raf-
magnsveitan skyldi bera 3/4 hluta tjónsins, en konan
sjálf 1/4 hluta. Fébótakrafa konunnar nam alls kr.
20.000.00, 'og sundurliðaðist hún þannig:
Fataskemmdir 1910 krónur. Bætur fyrir sársauka og
óþægindi 2600 krónur og vinnutjón og heimilishjálp
krónur 15.490.00.
Fatatjón sitt sundurliðaði konan þannig: Dragt 1500
krónur, sokkar 50 kr., hanzkar 75 kr., taska 250 kr. og
hreinsun á kápu 35 kr. Ómótmælt var, að sokkar og
hanzkar konunnar hefðu orðið gagnslausir og hreins-
unarkostnaði á kápu var ekki mótmælt. Hins vegar
taldi Rafmagnsveitan 1500 kr. allt of háar bætur fyrir
skemmdirnir á dragtinni og bætur fyrir tösku taldi
hún sér óviðkomandi.
Það kom fram, að dragtin hefði verið ársgömul og
að pilsið hefði rifnað svo, að ekki væri hægt að gera
við það. Hins vegar var jakkinn óskemmdur. Þá var
upplýst, að lásinn á tösku konunnar hefði dottið af
og ekki hægt að fá annan. Að málavöxtum athuguðum
þótti héraðsdómaranum skemmdir á dragtinni hæfilega
metnar á 800 kr., en skemmdir á tösku 100 kr. Bætur
fyrir sársauka og óþægindi þóttu hæfilega metnar kr.
2000.00, enda lá fyrir í málinu læknisvottorð um það,
að konan hefði ekki enn náð sér til fulls tæpu ári eftir
slysið.
Hvað vinnutjónið snerti, þá kvaðst konan hafa verið
rúmliggjandi í 2 eða 3 daga, og lengi vel ekki getað
unnið nema hin léttari heimilisstörf, t. d. alls ekki
Framhald d bls. 117.
100 Heima er bezt