Heima er bezt - 01.03.1957, Qupperneq 17
GAMLIR KUNNINGJAR
Eftir JÓH. ÁSGEIRSSON
Ci hefur það legið í landi hér, að réttirnar hafi
verið nokkurs konar hátíðir, að minnsta kosti
fyrir þá yngri og einnig þá, sem voru búnir að
slíta barnsskónum. Og svo er enn, þótt það sé
á nokkuð annan hátt en áður var.
Oft var róstugt í réttum hér áður fyrr, og þótti
skorta á skemmtun, ef svo var eigi. Enda kannske ekki
tiltöku mál á þeim tímum, þegar slíkt var talið henta
kirkjufólki. Að minnsta kosti er það haft eftir einni
kerlingu, að nú væri orðið tilkomulítið að fara til kirkju,
hjá því sem áður var, þegar menn komu með bólgið
nef og blátt auga frá kirkju sinni.
Það þótti ekld lítill vegsauld og upphefð hér áður
fyrr að vera fjallkóngur. En nú er hætt að tala um
fjallkónga, þeir eru kallaðir gangnastjórar. Og er það
heiti sjálfsagt skyldara nútímanum.
Fjallkóngur í fimmtán ár
flaugst oft á við seggi.
Myndugur og mektarhár
mölvaði réttarveggi.
Þessa vísu lærði ég þannig, en í Göngum og rétt-
um, 3. bindi er svo frá sagt: „Eitt sinn hafði gangna-
foringi kært gangnamann fyrir lélega frammistöðu og
þótt fylgja kærunni fast fram. Þá kvað réttarstjórinn,
séra Árni Jónsson á Skutustöðum, þessa vísu:
Fjallkóngur í fjórtán ár
flaugst ég á við seggi.
Mikilsvirtur, mektarhár
mölvaði réttarveggi.
*
í 4. bindi af Göngum og réttum kemur vísan aftur
til skjalanna. Þar er sagt, að hún hafi verið gerð um
Jón Sæmundsson hreppstjóra að Elamri í Þverárhlíð, og
hafi hann verið hörku- og hávaða-maður mikill.
Og er hún þar, eins og ég lærði hana í Dölum.
Gömul vísa:
Rannveig fór í réttirnar,
ríðandi á honum Sokka.
Yfir hálsa og hæðirnar
hún lét klárinn brokka.
Þessi vísa er ein af þeim, sem lærist, hvort sem maður
ætlar sér að læra hana eða ekki. Og hér er önnur gömul:
Ríður senn í réttirnar
rjóður kvenna skarinn.
Yfir fennur eggsléttar,
alinn rennur gjarðarnar.1)
Ég heyrði eitt sinn frá því sagt, að stúlka nokkur,
er átti heima norður í Skagafirði, hefði átt reiðhest
rauðan að lit, er hún reið ávallt í réttirnar. Hafi hún
þá stundum brugðið sér á milli rétta, ef svo stóð á,
til þess að sjá mann nokkurn, sem sagt var, að henni
litist vel á. Og þá hafi þessi vísa átt að verða til, sem
eignuð er séra Tryggva Kvaran:
Rauður minn fær sprett á sprett,
sprettinn þola má hann.
Ég fer svona rétt úr rétt,'
rétt til þess að sjá hann.
En úr því, að ég fór að minnast á réttir og réttar-
vísur, þá get ég ekki stillt mig um það að láta nokkrar
vngri vísur fljóta með. Hún ætti að mega verða sam-
ferða þessi:
Þegar halda að hausti fer,
heiðin kallar löngum.
Hugurinn allur unir sér
inn til fjalla í göngum.
Sögð eftir Ásgrím frá Ásbrekku í Vatnsdal.
Þórður Kárason gerði vísu þá, sem hér fer á eftir,
eitt sinn, er hann var staddur á Hveravöllum í eftirleit.
Og var hann þá að drekka kaffi:
Þessi bolli lífsins laun
ljúf og holl mun bera.
En elta rollur út um hraun
einn má skollinn gera.
(Göngur og réttir.)
1) í septemberhefti „Heima er bezt" 1954 hefur Margrét Jóns-
clóttir þriðja vísuorð þannig: Yfir lautir algrænar.
Heima er bezt 101