Heima er bezt - 01.03.1957, Side 20
á íslandi, þá er hún þó ekki gersneydd allri íhaldssemi.
Nákvæm rannsókn mundi efalaust leiða í ljós, að meiri
líkur eru fyrir þurrki næstu daga eftir þurrkdag, en
eftir rigningardaga, og á sama hátt meiri líkur fyrir
kuldum næstu daga eftir kaldan dag en eftir hlýinda-
dag. Með því að reikna út þessar líkur í mismunandi
löndum má meira að segja sýna með tölum, hvað veð-
urfarið er stöðugt á hverjum stað. En þessi íhaldssemi
veðursins er auðvitað ekki bundin við einn dag al-
manaksins fremur. en annan, þó að hún breytist að
vísu nokkuð eftir árstíðum.
Þessi trú manna á merkisdaga er efalaust sprottin af
guðstrú. Enginn vafi er á því, að menn álitu, að skap-
arinn réði daglegri veðráttu. Þannig töldu kirkjunnar
menn, að harðindin á fyrri hluta 17. aldar væru makleg
málagjöld fyrir guðlaust líferni þjóðarinnar. En þótt
það væri fjarri mönnum að vanmeta nokkra þá ákvörð-
un um veðrið, sem himnafaðirinn tók á rúmhelgum
dögum, þá var ekki óeðlilegt að álíta, að það, sem
hann ákvað á stórhátíðum kirkjunnar, væri þó sýnu
áhrifameira og stæði lengur en hinar daglegu veður-
skipanir hans. Þess vegna mun það hafa verið, að menn
gáðu vandlega til veðurs, þegar komið var út frá messu-
gerð. Mjög er trúlegt, að mest af þessari dagatrú sé
komið aftan úr pápisku. Til þess bendir, að flestir
merkisdagarnir eru messur dýrlinga, Máríu meyjar og
postulanna. Og nú bið ég fólk að taka á þolinmæðinni,
meðan ég tel upp helztu merkisdagana, en þeir eru
þessir:
Nýársdagur, Knútsdagur, Vincentiusmessa, Páls-
messa, Kyndilmessa, Matthíasmessa, Pétursmessa, ösku-
dagur, riddaradagur, boðunardagur Maríu, pálma-
sunnudagur, föstudagurinn langi, páskar, sumardagur-
inn fyrsti, tveggjapostulamessa, Urbansmessa, upp-
stigningardagur, hvítasunna, Jónsmessa, Þingmaríu-
messa, Margrétarmessa, Jakobsmessa, Lárentíusmessa,
krossmessa á hausti, allraheilagramessa, Mikjálsmessa,
Maríumessa fyrri, Bartolomeusmessa, höfuðdagur, Egi-
díusmessa, Gallusmessa, Marteinsmessa, Tómasmessa
og jóladagar.
Alls eru þetta milli 30 og 40 dagar, sem mjög þótti
mark á takandi um veður, og munu þó nokkrir ótaldir.
En oflangt yrði að telja þau sérkenni, sem hverjum
þeirra fylgdu. Til að festa sér þær reglur í minni ortu
menn vísur, t. d. þessa fornlegu, stirðkveðnu stöku:
Ef heiðríkt er úti veður
á Pálsmessudegi,
ársins gróða og gæða meður
get ég að vænta megi.
Af öðrum toga voru þær veðurspár, sem byggðust
á teiknum og merkjum í náttúrunni. Ástæða er til að.
halda, að flestar séu þær byggðar á nokkurri reynslu.
Ef sú reynsla er nógu staðfest, má ætla, að töluverður
sannleikur sé í veðurspánum, og skal ég nú reyna að
finna þessa nokkur dæmi.
Það þótti góðs viti, ef þoku lagði lágt, þegar hún
kom af hafi síðara hluta dags á sumrin. Þetta má vel
skýra. Háttalag þokunnar bendir til þess, að loftið sé
aðeins rakaþrungið í þunnu lagi niður við jörð, og
standi fjöllin hrein upp úr þokunni, má telja, að hið
efra sé loftið þurrt. Nú er það vitað, að úrkomuhætta
er því meiri sem loftið er rakara í allþykku lagi næst
jörðu, a. m. k. upp í 1—2 km hæð. Ef bólstrakollarnir
ná ekki þeirri hæð, er sennilegt, að veðrið verði úr-
komulaust á meðan. Þokan, sem leiðist lágt og megnar
ekki að lyfta sér upp í fjallahlíðar, er þess vegna merki
þess, að ennþá a. m. k. sé ekki komið í byggðarlagið
það loft, sem skíirahætta fylgir. Þessi regla hygg ég
því að sé athyglisverð, og væri gaman að vita, hvort
reynsla annarra bendir ekki til hins sama.
Svipað má segja um þá veðurspá, að það boði úr-
komu, þegar þokan leggst eins og ábreiða yfir fjalla-
axlir seinni hluta dags á sumrin. Þá er sennilegt, að
loftið sé rakaþrungið einmitt í því lagi, þar sem er
heimkynni skúrabólstranna, í nokkurri bæð frá jörðu,
jafnvel upp í 1—2 km hæð. í Skagafirði þykir það
ills viti, þegar Mælifellshnjúkur setur upp hattinn, en
svo hef ég heyrt það nefnt, þegar skýjakúfur hylur
tind fjallsins, þótt engin ský séu neðar. Aftur á móti
þykir það vita á þurrk, ef þokubelti sjást í hlíðum
Mælifellshnjúks, en tindurinn stendur upp úr heiður.
I efra borði þokunnar má þá ætla, að séu takmörk
hins rakamettaða loftlags, og á meðan svo er, er óþarfi
að óttast úrkomu. Mig minnir ég hafi heyrt, að Snæ-
fell sé notað á líkan hátt sem veðurviti á Austurlandi.
Víst er, að ýmis önnur fjöll eru höfð sem veður-
boðar. T. d. veit ég að á Austfjörðum sjá menn oft
áttarbreytingar fyrst á því, að þokubólstrar taka að
myndast í tilteknum fjallahlíðum. Er þá innan skamms
að vænta þeirrar vindáttar, sem stendur upp á þá hlið
fjallsins. Hið sama mun einnig kunnugt á Suðurlands-
undirlendi.
Um allt land mun það hafa þótt vita á rigningu, ef
mikið rauk úr laugum og hverum. Má vel hugsa sér,
að þetta sé rétt. Mikill reykur bendir til þess, að loftið
sé rakara og svalara en ella. En svalt loft og rakt er
einmitt einkenni hafáttar í öllum landshlutum, og flest-
um er kunnugt, að hún er einmitt úrkomusælust, sunn-
anátt á Suðurlandi og norðanátt á Norðurlandi. Ekki
er þó ótrúlegt, að undantekningar séu nokkrar frá þess-
ari reglu, t. d. þegar rakinn er aðeins í þunnu lagi næst
jörðu, eins og í þoku, sem læðist á láglendi og boðar
þurrk eins og áður segir.
í sambandi við þetta er gaman að hugleiða hið gamla
orðtæki: „trúðu aldrei vetrarþokunni, þótt ekki sé nema
ein nótt til sumars“. Af þessu má skilja, að á sumardegi
sé einmitt ástæða til að trúa þokunni, og kemur það
a. m. k. að nolckru leyti heim við það, sem áður getur.
En er þá noklcur eðlismunur á vetrarþoku og sumar-
þoku? Hann er sá, að sumarþokan, a. m. k. í innsveit-
um, er að mestu bundin nóttinni. Þá er hitamunur dags
og nætur mestur, og á daginn er gjarnan sól og breyskju-
hiti, þótt áfall og dögg sé að nóttu. En á vetrum er
sólskinið dauft, og þoku, sem einu sinni myndast, er
104 Heima er bezt