Heima er bezt - 01.03.1957, Síða 24
Þegar Árni kemur inn á þingið, er spurt í þriðja og
síðasta sinn, hvort nokkur sé til andsvara í málum Odds
biskups.
„Þá gengur fram maður einn mikill og hár,
og mannfjöldinn kennir hann strax.
Hann yrðir á Herluf og alvara ströng
á enninu hvelfda er skráð:
„Já, eg er hér víst fyrir alföður váð,
en ei þína, Herleg-dáð.“
Málum biskups er bjargað. Höfuðsmaður fellur í ó-
náð hjá konungi, en Árni Oddsson verður lögmaður
mikils metinn. Og það er hann, sem hnipinn og sorg-
mæddur neyðist til að skrifa undir „einvaldsskuldbind-
inguna“ í Kópavogi árið 1662. — Þremur árum síðar,
árið 1665, er hann látinn.
En þá víkur sögunni að Jökuldal og Jökulsá á Dal.
Hinn 7. marz 1944 var ég staddur á bæ þeim, er heitir
Hallfreðarstaðahjáleiga í Hróarstungu og er á leið upp
á Jökuldal. Veður er ágætt. Suðvestan gola og sólskin.
Hlýr fjallaþeyrinn leikur Ijúft um vanga.
Undanfarna daga hafði verið hörkufrost og harð-
viðri um allt Hérað. Stórfljót öll, ár og lækir eru á
hellugaddi og glampandi hjarnið ginnandi reiðfæri. í
nótt hefur hlýviðrið valdið leysingu. Lækurinn hjá
Hallfreðarstöðum flóir ofan á ísnum, en ísinn er traust-
ur. — Ferðinni er heitið upp á Jökuldal. En nú þarf
ekki að krækja reiðgötur eða þjóðvegi. Nú má stytta
sér leið og fara beint af augum, því að Jökulsá er öll á
ágætu haldi, frá upptökum til ósa. Þessi mikli vatna-
vargur er nú bundinn klakadróma og læðist hljóðlega
til sjávar, blátær undir íshellunni.
Jökulsá á Dal er eitt merkasta vatnsfall landsins. Hún
er löng og venjulega vatnsmikil, en mikið af leið sinni
fellur hún í þröngu gljúfragili. í vorleysingum er flug-
hraður straumur í gljúfrinu, og áin fer hamförum, þar
sem farvegurinn rýmist lítið eitt. Vatnasvæðið er mikil
víðátta allt vestur til jökla, og margar þverár falla í
hana beggja megin frá, en allt þetta feikna vatn á að-
eins eina leið til sjávar, um hið þrönga gljúfragil. Um
aldaraðir hefur áin farið hamförum niður gilið, en það
rýmist lítið. Hinn tröllaukni kraftur vinnur seint á
berginu. Aldirnar líða, en gljúfrið breytist lítið.
Meðfram þessu gljúfragili liggur ein sérkennilegasta
byggð á íslandi. Bæirnir standa strjált sitt hvorum
megin árinnar, og upp á heiðinni, norðvestan árinnar,
voru áður mörg býli, en veturinn 1944 er aðeins eitt
þeirra byggt. Það er Heiðarsel. Tvö býlin, Ármótasel
og Sænautasel, eru nýfarin í eyði, en önnur býli miklu
fyrr. Býlin í heiðinni byggðu allt sitt líf á sauðfjárrækt.
Túnin voru lítil, en heyskapur á engjum sæmilegur og
fjárbeit góð. Víða í dalnum eru túnin slétt og falleg.
Jarðvegurinn niðri í dalnurn er að mestu myndaður úr
gamalli eldfjallaösku og áfold.
Frá Brú, sem er efsti bær á Jökuldal, og út til sjávar
í Jökulsárhlíð eru réttir 100 km, en í suðaustur frá Brú
handan Jökulsár er Hrafnkelsdalur, en í honum eru að-
eins tveir bæir í byggð, Aðalból og Vaðbrekka. Frá
Brú eru nær 15 km að Aðalbóli, sem er lengra inn í
dalnum.
Ég gat þess fyrr, að byggðin væri strjál, og það er
rétt. Víða eru 5—10 km milli bæja, en þegar hald er á
ánni — þ. e. áin ísi lögð — er byggðin ekki strjál. Þá er
Jökuldalurinn að vísu löng sveit, en þó víða stutt milli
bæja. Þá bætast nýir nágrannar.
Óvíða eru vöð á Jökulsá á Dal, og mjög sjaldan er
áin reið, bæði vegna gljúfra og vatnsmagns. En á þessu
stórfljóti hafa um undanfama áratugi verið aðeins tvær
brýr. Önnur er á þjóðveginum hjá Fossvöllum, en hin
hjá Hákonarstöðum. Á liðnum 10 ámm hafa verið
gerðar aðrar tvær brýr. Önnur hjá efsta bænum, Brú,
en hin neðan við miðjan dal, hjá Hjarðarhaga. Auk
þess voru á ánni 1944 6 eða 7 drættir. Það eru kláfar,
sem dregnir eru á stálstrengjum yfir gljúfrin. Kláfar
þekktust áður víðar á landinu, en hvergi hafa verið
eins margir drættir á einu stórfljóti og á Jökulsá á Dal.
Þessir drættir eru sæmileg tæki, ef allt er traust, en ef
eitthvað bilar, er dauðinn vís. Nokkrum sinnum hafa
orðið slys við drætti á Jökulsá, en þær harmsögur skulu
ekki raktar hér. Væntanlega útrýma brýr, bæði göngu-
brýr og bílfærar brýr, þessum frumstæðu farartækjum
á næstu árum og áratugum. — Kláfunum fylgir alltaf
slysahætta, hversu vel sem að er gætt. Flutningur á
þungavöru yfir ána í ldáfum er svo erfitt verk, að það
fá naumast skilið nema þeir, sem reyna. Verður að bera
vörusekkina um torleiði fram á gljúfurbarminn og rétta
út í kláfinn. Reynir þetta mjög á strengina, þótt aðeins
sé fluttur einn sekkur í einu. — Fyrir nokkrum árum
lá við dauðaslysi í slíkum flutningum við kláfinn á Brú,
en hreysti, harðfengi og hamingja björguðu í samein-
ingu.
Ungur bóndi, Páll Gíslason, var þá nýlega fluttur að
Aðalbóli. Hann er þrekmenni mikið og flugsyndur.
Þetta haust, er sagan gerðist, höfðu bændumir á Vað-
brekku og Aðalbóli fengið allmikið af fóðurbæti í bif-
reið upp að Brú, en þá var eftir að koma sekkjunum
yfir Jökulsá. Allt var þetta í 200 punda sekkjum. Það
þótti því vissara að athuga allan aðbúnað vel, áður en
byrjað var á flutningnum, því að fara þurfti margar
ferðir, og ekki mátti flytja nema einn sekk í einu. —
Strengirnir voru orðnir dálítið slakir og þurfti því að
strekkja á þeim eða herða þá upp. Til þess var notuð
lítil talía, og gekk það ágætlega. — Slakinn hvarf af
strengjunum og þeir virtust traustir. Var þá næst að
prófa þol þeirra.
Við þessa flutninga var bóndinn frá Aðalbóli og pilt-
ur frá Vaðbrekku, 16 eða 17 ára. — Drengurinn vildi
fyrst fara yfir á kláfnum, en bóndinn, Páll Gíslason,
vildi þá heldur fara sjálfur. — Gljúfrið þrengir þarna
mjög að ánni, og er því straumþunginn mikill. Talið
hafði verið, að enginn gæti bjargað sér á sundi úr Jök-
ulsá, en þó mun Páll hafa hugleitt það áður, eftir að
hann kom að Aðalbóli, að ef til vill tækist hraustum
sundmanni að bjargast þarna, ef lánið væri með. Byggði
hann það á því, að straumkastið undir kláfnum virtist
108 Heima er bezt