Heima er bezt - 01.03.1957, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.03.1957, Qupperneq 26
Á 18. og 19. öld var brúin oft endurbyggð, en stein- steypubrúin, sem nú brúar gljúfragilið, er byggð árið 1931. — Vissa er fyrir því, að í nær 300 ár hefur verið brú á Jökuisá á Dal hjá Fossvöllum. Munnmæli herma, að á fyrstu árum íslandsbyggðar hafi verið steinbogi eða klettabrú yfir gljúfrið hjá bæn- um Brú. Bæjarnafnið bendir til þess, að sú saga sé sönn. Sagnir um steinboga eða klettabrýr á stórvötnum eru margar í íslenzkum þjóðsögum, og talið er víst, að steinbogi hafi verið á Hvítá í Árnessýslu hjá Brúar- hlöðum, og á Hvítá í Borgarfirði, þar sem nú heitir Barnafoss. Greina þjóðsögur frá þessu, og örnefnin benda í sömu átt. Yfir tuttugu forn býli eru á Jökuldal og nokkur ný- býli hafa verið reist þar hin síðari ár. Þar er heimavistar- barnaskóli að Skjöldólfsstöðum. Sauðfjárrækt er þar aðalatvinnuvegur, og eru Jökul- dælingar fjármargir. Sími er á flestum bæjum, og á næstu áratugum koma vafalaust rafmagnsþræðir um endilangan dalinn. Lífsskilyrðin batna, og fólkinu mun fjölga. Margt fallegt hafa skáldin sagt um dalabyggðir og dalafólk. — Dalameyjar og hraustir drengir dalanna eru eftirlæti íslenzkra skálda. Æskumenn úr dalabyggð- um Islands eru hlutgengir, hvar sem þeir koma, og átt- hagatryggð þeirra, sem þar hafa átt sín æskuár, er traust og heit. Fólkið í dölum landsins á sína framtíðardrauma og gleðistundir. „Þótt kuldinn næði um daladætur, þær dreymir allar um sól og vor,“ segir þjóðskáldið Davíð Stefánsson um dætur dalanna. Stefán Jónsson. Iþróttaþáttur eft ir Vilhjál m Einarsson Kæru lesendur! Með þessu hefti byrjar hér í blaðinu nokkurs konar íþróttaþáttur, sem ég hef verið beðinn um að skrifa. Það er ósk mín og von, að með þessu geti ég veitt gagn og gaman þeim, sem áhuga hafa á íþróttum. Nú á tímum er svo komið, að margir hyggnir menn telja almenna velmegun og frístundir svo miklar meðal almennings, að hætta getur hlotizt af, ef áhugi manna til notkunar á frístundunum beinist inn á óheillavæn- legar brautir. Vaxandi vélamenning veldur styttum vinnutíma og auk þess minnkandi áreynslu á vöðva líkamans. Þetta tvennt leggst á eitt og veldur því, að aldrei fyrr höfum við haft jafn mikla þörf fyrir íþrótt- ir í einhverri mynd, en einmitt nú. Aukin auraráð meðal unglinga gerir ýmsar aðrar skemmtanir fýsi- legri í augum þeirra, og veldur því miður oft leti og óreglu. Máli mínu til sönnunar vil ég geta um reynzlu mína frá Bandaríkjunum, en þar var ég tvö ár í skóla. Ur Suðurríkjunum, þar sem mikill aðstöðumunur er meðal hvítra manna og svartra, koma margir beztu íþróttamenn landsins. Þeir eru ekki hvítir, heldur svart- ir! Negrarnir hafa lítil auraráð, og hafa ekki efni á dýrari skemmtunum en körfubolta og öðrum íþrótt- um. Hinir hvítu lifa í of mikilli vellíðan, til þess að mikilla afreka sé af þeim að vænta. Auðvitað eru marg- ar undantekningar frá þessari reglu, en hún er samt mjög áberandi. Við höfum á stuttum tíma tekið risa-stökk í fram- faraátt í flestum sviðum. Sagt er að ísland hafi í einu vetfangi stokkið úr fornöld og inn í nútímann, og alveg hafi verið hlaupið yfir miðöldina. Það tekur auðvitað langan tíma að venjast breyttum kjörum, og kunna að velja og hafna í fjölbreytni nútíma lífs. Þess vegna er íslenzkri æsku meiri vandi búinn í dag, en nokkru sinni fyrr. Áður var ekki um svo margt að velja. Allir urðu að ganga troðnar slóðir. Hestagöt- urnar tróðust niður í jörðina, þangað til ístöðin fóru að rekast óþægilega oft niður. Þá voru nýjar slóðir lagðar, samsíða þeim fyrri. Eg er fæddur 1934, og alinn upp á hinum miklu umhleypingatímum seinna stríðsins. Mér var sami vandi á höndum um val tómstundaiðju og öðrum íslenzkum börnum. Ég var svo heppinn, að eldri frænd- ur mínir, sem ég hafði miklar mætur á, lögðu stund á íþróttir. Þess vegna hændist ég snemma að íþrótta- mótum, og fór svolítið að bagsa sjálfur, gróf mér smá sand-gryfju að húsabaki og byrjaði að stökkva. Ég hafði fljótt milda unun af ferðalögum og útivist. íþróttirnar gátu veitt mér þetta hvoru tveggja. Eftir því sem árin liðu, sá ég að ef ég yrði nógu góður, gæti ég fengið að fara til Reykjavíkur í keppni. Þvílík til- hugsun! Aldrei datt mér þó í hug, að ég kæmist á þrístökk í kring um jörðina, sem nú hefur þó eigin- lega skeð. Setjum nú svo, að ég hefði komið í heiminn 50 árum fyrr. Ég hefði þá, að öllum líkindum, lært að glíma, ef til vill að synda, og þar með upp talið. Ég vil ekki kasta neinni rýrð á þessar íþróttagreinar, en harma það mjög, hve fáir leggja nú stund á hina þjóðlegu íþrótt, glímuna, heldur vil ég benda á fjölbreytileik- ann í nútímanum, og hvað möguleikarnir eru miklir. í næstu blöðum mun ég skrifa um eftirminnilegustu og skemmtilegustu keppnirnar og keppnisferðalögin, sem ég hef tekið þátt í, þar á meðal U. M. F. I, Lands- keppnir.við Dani og Hollendinga, og Olympíuförina. Ég mun leitast við að blanda inn í einhverjum ráðum, sem mér hafa reynzt vel og ég vona, að geti komið öðrum að haldi. Með íþróttakveðju Ráðningar á Heilabrotum bíða næsfa blaðs. 110 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.