Heima er bezt - 01.03.1957, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.03.1957, Blaðsíða 27
Höfundur: TOP NAEFF . Þýðandi STEFÁN JÓNSSON, námsstjóri etvhJj SKOLASAGA FRA HOLLANDI OG VINSTÚLKUR HENNAR „Jenný!“ sagði hún og það var niðurbældur ofsi í röddinni. — Þetta er alveg svívirðilegt af þér. — Það lýsir fádæma lélegum „harakter" að stela úrlausnum skólasystur þinnar og afhenda kennara þínum, sem þína eigin vinnu. — En verst er þó, að þú tekur þetta frá vinstúlku þinni, sem aldrei hefur brotið reglur skólans og aldrei haft rangt við. — Þú máttir þó vita það, að ekkert særði Jóhönnu eins og það, að flækjast inn í svona mál. — Hún, sem er svo heiðarleg og háttprúð. Þetta var lúalegt af þér, Jenný — mjög lúalegt. — Þú hlýtur að sldlja það, að aldrei framar get ég treyst þér.“ Jenný steinþagði, meðan þessi ræða dundi á henni, og starði sljó á röð af dökkum hnöppum á kjól forstöðu- konunnar. — Hún byrjaði að telja hnappana í hugan- um, þegar ungfrú Prior tók sér málhvíld og var komin upp í 28, þegar hún byrjaði aftur. „Ég ætla að skrifa frænda þínum bréf, sem þú tekur nú með þér hcim og færir mér það aftur eftir hádegið með áritun hans. — Á miðvikudaginn eftir hádegið skalt þú hér í skólanum reikna þetta dæmi 25 sinnum, og því næst skalt þú í áheyrn allra bekkjarsystra þinna biðja Jó- hönnu fyrirgefningar.“ Forstöðukonan settist síðan við borðið og skrifaði í flýti bréf til frænda Jennýjar. — Enn hafði Jenný ekki fellt eitt einasta tár, og jafnvel virtist votta fyrir bros- viprum í öðru munnvikinu. — Þegar ungfrú Prior sá þetta, taldi hún að þetta benti á taugaveiklun. Hún fékk Jennýju bréfið og sagði síðan: „Hér eftir situr þú ein við þitt borð. — Ég þori ekki að hætta á það, að láta nokkra af stúlkunum sitja hjá þér. — Og farðu nú heim.“ „Verið þér sælar, ungfrú,“ sagði Jeoný, og opnaði dyrnar, en forstöðukonan tók ekki undir kveðjuna, en leit með lítilsvirðingu á hinn brotlega nemanda. — Jenný þaut út á ganginn, og rakst þar á Jóhönnu, sem beið þar útgrátin. „Guð hálpi mér. — Bíður þú hér enn? Klukkan er nærri orðin eitt.“ „Já, Jenný. Ég gat ekki annað en beðið. En hvað þetta var fallegt af þér, að taka alla sökina á þig, svona drengilega. — Hvernig þorðirðu þetta? — Var hún mjög vond?“ „Nei, nei. — Þetta gekk ágætlega,“ svaraði Jenný ró- lega. „Á að hegna þér?“ „Já, smávegis. — Ég á að biðja þig fyrirgefningar í skólanum á morgun.“ „Mig?“ spurði Jóhanna dauðskelkuð. „Já, engillinn minn,“ sagði Jenný og gerði sér upp hlátur, „fyrir það að stela dæminu þínu og afrita það.“ „Ó, Guð! — Sagði ungfrú Prior þetta?“ „Nei, ekki alveg þessum orðum, en merkingin var sú sama. — Hvað heldur þú að séu margir hnappar á kjólnum hennar? Þeir eru 48. Ég taldi þá. Vertu sæl. — Þetta verður regluleg leiksýning. — Ég vonast eftir að fá fyrirgefningu þína.“ Þar með þaut Jenný út á götuna, með bréfið í hend- inni, og varla var utanáskriftin fullþurr. Eftir hádegið, þegar Jenný kom aftur í skólann, held- ur fyrr en venjulega, af því að heima hjá henni var eng- inn friður, eftir að frændi hennar hafði lesið bréfið frá forstöðukonunni, þá stóðu allar stúlkurnar úr bekknum, sem Jenný var í, í þyrpingu við dyrnar í háværum sam- ræðum. — Ástæðan var sú, að þær Lilja og Nanna höfðu spurt Jóhönnu, hvernig þetta hefði farið með dæmið, og Jóhanna hafði sagt frá öllu eins og var, án þess að hugsa út í það, að hennar hlutur í þessu máli væri lítt henni til þægðar. — Skoðanir stúlknanna voru líka allmjög skiptar í þessu máli. Allar töldu að Jenný hefði sýnt hetjudáð og komið mjög drengilega fram, en mörgum fannst Jóhanna hafa sloppið furðu Iétt út úr þessu og ekki lofsverð hennar framkoma. — Nanna og nokkrar fleiri hugsuðu sem svo, að aldrei hefðu þær sætt sig við þetta í sporum Jóhönnu, miklu heldur hefðu þær viljað taka á sig réttláta refsingu, en þær sögðu þetta ekki upphátt. Én þá var það, að „nýja stúlkan“, Alaud van Eyghen, gekk til Jóhönnu eldrauð í framan og augu hennar skutu gneistum. „Svívirðilega, vesæla stelpa,“ þrumaði hún reiðilega, Heima er bezt 111

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.