Heima er bezt - 01.03.1957, Page 34

Heima er bezt - 01.03.1957, Page 34
100) „Nú hef ég þó náð ykkur,“ segir 101) Ef ég segi'allt eins og er, að ég hann sigri hrósandi. „Það er enginn hafi skilað teikningunum, mun karlinn barnaleikur að sleppa frá mér, skal ég áreiðanlega ekki trúa mér. Hann slepp- segja ykkur.“ Hann þrífur nú í öxlina ir ekki takinu á mér, og því sparka ég á mér og hvæsir: „Svaraðu mér! Varst af öllu afli í tærnar á honum. Áhrifin það þú, sem tókst teikningarnar?" eru með ágætum. 102) Karlinn sleppir mér samstundis og veinar af sársauka. Við Stína notum tækifærið til þess að hlaupast á brott. Þegar óvinur okkar er orðinn ferðafær á nýjan leik, höfum við hlaupið drjúgan spöl. 103) Við hlaupum sem fætur toga og stefnum skemmstu leið að skógarjaðr- inum. Við gerum ráð fyrir að geta falið okkur í skóginum. Okkur er greinilega veitt eftirför, því að við heyrum greini- lega fótatak að baki okkar. 104) Allt í einu rekur Stína upp óp mikið og dettur fram yfir sig. Hvað er þetta? Stína hefur fest fótinn í grenirót, sem stendur upp úr jarðveginum. Ég lýt niður til að losa Stínu, en það er hægra sagt en gert. 105) Fótur Stínu er illilega fastur í rótinni, og ég er góða stund að bisa við að losa um hann. Á meðan heyri ég fótatak eftirleitarmannsins nálgast okkur óðfluga. 106) Það stenzt á, að þegar ég hef losað. Stínu, hefur karlinn náð okkur. Hann er óður af bræði og þrífur nú í handlegg Stínu og segir: „Nú skaltu ekki komast undan, það máttu bóka!“ 107) „Komdu með mér,“ skipar hann. „Þið komið nú bæði með mér! Og nú skuluð þið velja um. Annað hvort fáið þið mér teikningarnar, eða ég fæ ykkur í hendur fögreglunni og jjið farið i fangelsi." 108) Það stoðar ekkert, þó að Stína neiti. Fangavörður hennar er þess full- viss, að við höfum stolið teikningunum. Og hann virðist ætla að gera sitt ýtrasta til þess að komast yfir þær. 118 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.