Heima er bezt - 01.06.1957, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.06.1957, Blaðsíða 14
GAMLIR KUNNINGJAR Eftir JÓH. ÁSGEIRSSON (Framhald) C^j uðmundur einarsson var fæddur á Starrastöð- um í Skagafirði 27. des. 1823, dáinn 5. jan. r 1865. Faðir hans var hinn alkunni fræðimaður Einar Bjarnason, lengst á Mælifelli og Starra- stöðum, fæddur 4. júlí 1782, dáinn 7. júlí 1856. Hann ritaði Fræðimannatal. Bvrjaði að læra að lesa á tuttug- asta árinu. Hann var vel skáldmæltur, hafði ort þrenn- ar rímur fyrir fermingu. Þessa vísu gerði hann um gamlan reiðhest, er hann átti: Hans er vinnan eftir ein, út um breiða velli, mín á hann að bera bein burt frá Mælifelli. Guðmundur Einarsson kom eitt sinn á kotbæ og bað um vatn að drekka. Hafði hann þá áður neitt víns. En bóndi kvað hann mundi hressast af því. Þá kvað Guð- mundur: Kalda vatnið kemur mér upp, Idppir doða úr taugum, verkir sjatna um hrygg og hupp, hverfur roði af augum. Þessa gerði hann um Odd: Vara skaltu þig æ á Oddi, ekki er hann neitt gamanspil, hann getur orðið að banabroddi, þó bíti lítið framan til. Og þessi um húðarklárinn: Það er ei kyn um þennan klár, þó hann verði latur, hann er kominn á elliár — orðinn hrafna matur. Úr mansöng: En þó menn fái ör af ör inn að hjartarótum, ef þá kmur vör við vör verður að heilsubótum. Við stúlku, er hélt við karl: Einhvernveginn ertu núna ýrð á svipinn, af því þig vantar gamla gripinn. Spor á gólfi: „Grísarspor á gólfi mínu,“ Grímur sagði, þá klerkurinn þangað leiðir lagði. Úr sveitavísum: Gleður lýði gróin hlíð, grass í víða salnum. Veðurblíðan varir þíð Vatns í fríða dalnum. Norðlenzkur hagyrðingur kvað, er hann sá húsmóð- ur sína kasta út á pottinn: Eykur böl í sérhvert sinn, situr föl við reikninginn, meður kvölum kerlingin kastar tölu á hálfgrjónin. ------ (Gamall húsg.) Séra Búi Jónsson á Prestsbakka í Hrútafirði var flug- gáfaður, fjörugur og orðheppinn, en skrítinn í lát- bragði. Hann var lærður vel og lipurt skáld. Hann dó á Prestsbakka 26. des. 1848, aðeins 44 ára gamall. Eitt laugardagskvöld kom Búi prófastur utan úr kirkju og kvað: Gæðaspar mér þursinn þótti þils á bjórnum, sá ég hvar hinn Sólheimótti sat í kórnum. Daginn eftir hafði fólk komið frá Sólheimum og verið við kirkju. Vísa þessi er alþekkt í Dölum, enda um þann landskunna draug Sólheima-Móra. Katrín, vinnukona prófasts, var eitt sinn að búa sig í ferð inn í Hrútafjörð; þá kvað hann: Silkiklúta lystug lín linar súta byrði, vefur strút um vanga sín vænst í Hrútafirði. Sigurður bróðir Þorvaldar í Hrappsey og Matthíasar, tengdaföður Finns á Kjörseyri, var f. 1762. Hann reisti bú að Núpi í Haukadal vorið 1789. En flutti 1804 að Melum í Hrútafirði. Móðir Sigurðar var Þórunn dóttir Egils ríka á Vatni í Haukadal. Sigurður var bókhneigður, en þó starfsmaður mikill. 206 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.