Heima er bezt - 01.06.1957, Blaðsíða 17
Smith, var drepinn í múgæsingum, og margir fleiri létu
lífið í þessum ofsóknum. Á eftir Joseph Smith gerðist
Brigham Young forystumaður og æðsti prestur Mor-
móna. Hann er tvímælalaust eitt af stórmennum sög-
unnar. Undir forystu hans tóku Mormónar að leita
landa í vesturátt. Segir sagan, að þegar hann kom með
föruneyti sínu vestur yfir Klettafjöllin og sá yfir há-
sléttuna með Saltvatninu mikla, hafi hann sagt: „Þetta
er staðurinn.“ Þar með var ákveðið landnám Mormóna
í Utah, og stæði höfuðborgar þeirrar ákveðið, út frá
miðdepli þeim, sem Brigham Young markaði í upp-
hafi. Með óhemjuerfiðleikum fluttust Mormónar síðan
með allt sitt vestur um óbyggðirnar og settust að og
stofnuðu ríki í Utah 1847. Varð það síðar eitt af Banda-
ríkjunum og tók upp stjórnarfar alríksins. Var þá m. a.
fjölkvæni afnumið, en það hafði verið eitt af því, sem
hneykslun olli meðal manna, en var þó aldrei útbreitt
meðal Mormóna, þótt leyft væri. En jafnframt er þar
mikil og rík kirkjustjórn, sem mjög grípur inn í dag-
legt líf manna, einkum í félags- og menningarmálum.
Er hún um margt hin merkilegasta.
Þegar Mormónar komu til Utah, var landið að mestu
eyðimörk. Hásléttan sjálf liggur um 1000 metrum yfir
sjávarmál, en umkringd háum fjöllum á alla vegu. Uppi
í fjöllunum er allmikil úrkoma, þótt þurrt sé á slétt-
unni, og falla þaðan ár og lækir, sem hurfu í sapd-
inn, þegar niður á jafnsléttuna kom. Undir forystu
Brigham Youngs hófu Mormónar ræktun með áveitum
frá fjallalækjunum. Hefir þar verið unnið fullkomið
kraftaverk, sem fáa á sína líka. Auðninni hefir verið
breytt í akra og aldingarða, og má kalla, að hver blett-
ur'sléttlendisins sé ræktaður, nema saltauðnin við vatnið
milda. En fjallsrætumar og neðanverðar hlíðar bera
enn vitni þess, hversu landið var í öndverðu. Utah er
gagnauðugt land af málmum, og frjósemi jarðar er
hvarvetna mikil, þar sem vatni verður við komið. Svo
var mér sagt, að í engu landi Bandaríkjanna væri al-
mennari velmegun en þar, og í menningar- og skóla-
málum væri Utah í fremstu röð. Talið er nú, að um
70% af ca. 700 þúsund íbúum Iandsins séu Mormónar.
Fátt hefir verið skráð um Mormóna á íslenzku, og
margt af því villandi og lítt vinsamlegt. Mun jafnvel
enn víða litið svo á, að trú þeirra sé viðurstyggileg
villutrú, og játendur hennar hálfgerðir villimenn. Ekki
er ég bær að dæma um sértrúarskoðanir þeirra, en hitt
er víst, að flestum taka þeir fram í hófsemi og iðjusemi,
og staðreynd er það, að vandfundið mun elskulegra
og ljúfara fólk en Mormónar eru, og hef ég það fyrir
satt, að það séu einltum áhrif kirkju þeirra, er þar
koma fram, en hún kennir þeim að bera hvor annars
byrðar, ekki einungis í orði, heldur einnig í verki.
Tvennt var það einkum, sem laðaði mig til Utah:
Annars vegar fýsti mig að sjá þess verksummerki,
hvernig sandauðnum væri breytt í frjósamt land, og þó
einkum hitt, að þar er elzta íslenzka nýlendan í Ame-
ríku. Ferðin þangað varð mér ekki vonbrigði, því að
fátt sá ég, er mér þótti meira til koma, en framkvæmd-
irnar þar í Utah, og hvergi var fólkið alúðlegra en þar.
Temple Square.
Jafnskjótt og ég vaknaði sunnudagsmorguninn 21.
okt. fór ég að skoða mig um í Saltvatnsborginni. Svo
vel vildi til, að hótelið, sem ég gisti á, lá við hjarta-
stað borgarinnar, Temple Square eða Musteristorgið,
sem girt er háum múrum, en á því eru reist tvö höfuð-
hús Mormónakirkjunnar, musterið sjálft og tjaldbúðin
(Tabernacle). Oll hlið voru opin, og hverjum manni
heimill aðgangur að torginu og húsum þess, nema
musterinu. Þangað fá engir að koma nema útvaldir
menn kirkjunnar. Það er stórkostleg bygging, með sex
turnum, og stendur líknesltja engilsins Moroni gulli
roðin, á hinum hæsta, og blæs hann í básúnu. Bygging
musterins hófst 1853, og stóð í 40 ár. Er það fagurt
tákn hæfileika og fórnfýsi brautryðjendanna, sem þá
voru enn fátækir og fáir. Tjaldbúðin er einnig merki-
leg bygging. Meginhluti hennar er salur undir hvolf-
þaki, 70 feta hár. Þar er sagt, að sé stærsta orgel heims-
ins. Hljómleikar miklir eru haldnir þar á sunnudög-
um. Geta 8000 manns hlýtt þeim, en auk þess er þeim
útvarpað. Ekki gat ég þó notið þeirra, því að þeir
voru í öðrum tíma dagsins, en ég dvaldist þar. Eg
labbaði þarna fram og aftur, virti fyrir mér bygging-
arnar hið ytra og dáðist að blómskrúði og trjágróðri.
Trén höfðu að vísu ltlæðst haustskrúði sínu, en ann-
ars virtist alt enn vera í fullum blóma. í einu horni
garðsins var bjálkahús lítið og æði fornfálegt. Stakk
það mjög í stúf við hinar glæstu skrautbyggingar. Er
þetta einn af kofum landnemanna og geymdur til minja.
Dyr stóðu opnar, svo að gerla mátti sjá húsbúnað
alían, var hann svo fátæklegur, að jafnvel hefði oss
þótt hann lélegur í hinum aumustu kotbæjum vorum
í gamla daga. Við húsvegginn voru reist hjól af hand-
vagni, en margir landnemanna óku farangri sínum á
handvögnum yfir þvera álfuna, þar á meðal sumir af
löndum okkar, sem til Utah fluttust. Meðan ég var
að virða þessa muni fyrir mér, bar þar að tvo menn.
Annar þeirra víkur sér þegar að mér, heilsar og spyr,
hvort ég sé ekki aðkomumaður. Ég kvað svo vera.
„Mér datt þetta í hug,“ segir hann, „og þar sem ég er
að sýna erlendum vini mínum Temple Square, hugsaði
ég, að þú hefðir ef til vill gaman af að fylgjast með,“
Ég þakkaði honum vinsemd hans og fylgdist síðan
með þeim félögum. En því get ég þessa atviks, að það
er táknrænt fyrir þá alúð og greiðasemi, sem svo mjög
einkennir almenning í Bandaríkjunum, en þó hvergi
fremur en meðal Mormóna í Utah. í fylgd með þess-
um ókunna vini mínum skoðaði ég síðan allt musteris-
svæðið, og minjasafn kndnemanna, sem þar er. Skýrði
hann allt fyrir oltkur ferðamönnunum, en hinn var
Þjóðverji, ef ég man rétt. Eitt það, sem mjög vekur
athygli manna þarna, er máfastyttan, en það er geysi-
mikil súla úr steini, en uppi á henni er gullinn hnöttur,
og sitja í honum tveir gullnir máfar, sem hefja vængi
sína til flugs. En máfurinn er friðhelgur fugl í Utah,
og liggur eftirfarandi saga til þess og minnismerkis
þessa: Sumarið 1848, hið fyrsta eftir að Mormónar
komu til Utah, höfðu þeir sáð korni. Dafnaði það vel,
Heima er bezt 209