Heima er bezt - 01.06.1957, Blaðsíða 27
Höfundur: TOP NAEFF . Þýðandi STEFAN JONSSON, námsstjóri
ehJyJJ
SKÓLASAGA FRÁ HOLLANDI
OG
VIN STÚLKUR
HENNAR
ÁTTUNDI HLUTI
„Þú segir nokkuð,“ sagði Jenný, sem varla vissi,
hvemig bezt færi á því að taka undir þessar fréttir. —
Hún tók blómvöndinn varlega upp og skoðaði hann. —
Þá ýtti Jóhanna öðrum fætinum út undan skósíðum
kjólfaldinum, til þess að Jenný fengi að dást að skón-
um, enda heppnaðist það ágætlega.
„En hvað þetta eru yndislegir dansskór,“ hrópaði
Jenny í hrifningu, og vottaði ekki fyrir öfundarhreimi
í röddinni.
„Viltu gjöra svo vel, Jenný mín,“ sagði frúin vin-
gjamlega, „að ná í öryggisnælur í veskinu mínu niðri
á stofuborðinu.“ — Þegar Jenný var farin niður, sagði
hún við Jóhönnu:
„En hvað það var fallegt af Jennýju að koma og
heilsa uppá þig.“
„Já, hana langaði til að sjá kjólinn minn,“ sagði
Jóhanna, um leið og hún strauk niður hjólinu.
Niðri í stofunni sat læknirinn, pabbi Jóhönnu, Sesselja
systir hennar, í gulum, síðum silkikjól, og Karl, bróðir
Jóhönnu, stóð fyrir framan spegilinn og var að festa
hárauða nelliku í jakkahornið.
„Komdu sæl, Jenný,“ sagði húsbóndinn glaðlega.
„Það var fallega gert af þér að heimsækja okkur.“
„Ég kom nú bara til að sjá Jóhönnu, og nú er ég að
leita að öryggisnælu í beltið hennar.“ Sesselja rétti
henni öryggisnælu. „Þakka þér fyrir,“ sagði Jenný.
„Ég verð svo að flýta mér upp. — Þær bíða eftir mér.“
í sama bili var hún þotin upp stigann.
„Það getur enginn séð, að hún sé stúrin út af dans-
leiknum,“ sagði Sesselja.
„Nei, það getur enginn séð það á henni,“ sagði lækn-
irinn, en Karl, sonur hans, tautaði: „Hún vill ekki láta
sjá á sér, þótt hún sé sárhrygg.“
Vagn stanzaði við dyrnar. Sesselja hafði nokkrum
sinnum kallað upp til Jóhönnu, að ef hún færi ekki að
verða tilbúin, þá yrði dansleikurinn langt kominn, er
þær kæmu.
Loksins opnaði Jenný stofudyrnar upp á gátt og
tilkynnti hátíðlega: „Hennar konunglega hátign, Jó-
hanna María Geirþrúður, ásamt fylgdarliði.“ En Jó-
hanna leit brosandi og hýrleg inn í stofuna.
Á svip allra viðstaddra mátti lesa: „Hvílík fegurð.“
Læknirinn kyssti dóttur sína innilega en varlega, svo
að greiðslan haggaðist ekki.
„Hvernig lízt þér á hana, vinur?“ sagði frúin.
„Ágætlega, ágætlega," svaraði læknirinn brosandi.
Á bak við Jóhönnu stóð Jenný í fátæklega, dökkbláa
kjólnum sínum, með gráleita vettlinga og í slitinni kápu.
Hún var eins og lítil öskubuska, hjá þessum prúðbúnu
stúlkum.
Karl gekk til hennar og sagði hlýlega: „Auðvitað hef-
ur þig langað til að vera með.“
Jenný svaraði í einlægni og brosandi, þótt varir henn-
ar titruðu, af því að Karl ávarpaði hana svo vingjam-
lega: „Jú, víst langar mig með á dansleikinn, en að ég
fékk ekki að fara er mín eigin sök. — Annars er
þetta ekki mjög alvarlegt. Mér verður áreiðanlega boð-
ið einhvern tíma aftur á dansleik, ef ég lifi lengi. — En
nú verð ég að flýta mér heim. — Vertu sæl, Jóhanna.
— góða skemmtun, Sesselja. — Gættu þín, Jóhanna, að
verða ekki um of hrifin af þessum fallega liðsforingja.
— Verið þér sælir, læknir og frú. — Skemmtu þér
vel, Karl.“ — Og þar með var Jenný þotin út á göt-
una á leið heim.
„Ég skal senda álfasveina til þín, „öskubuska“,“ kall-
aði læknirinn hlæjandi á eftir henni, en hún var þá kom-
in svo langt, að hún heyrði ekki gamanyrði læknisins.
Og heim á leið hélt hún um myrkar, þokufullar, kaldar
göturnar. Hún gekk hratt, en sneri sér þó við og leit
til baka, er hún kom á næsta götuhom. Hún sá, hvar
þær Sesselja og Jóhanna stigu inn í vagninn og kvöddu
foreldra sína með ástúð og kærleika. — Jenný hljóp
við fót á leið heim og tautaði í barm sinn: „Allt er
þetta mér óviðkomandi.“
Heimili Berents kaupmanns var allt Ijósum prýtt. —
Vagnarnir stóðu í röðum framan við húsið. — Vagn
Lilju og Nönnu var sá fjórði í röðinni, og Iitlu eftir
var vagn Jóhönnu.
„Eg er hálf smeyk,“ hvíslaði Nanna. „Ég er hissa
hvað þú ert róleg.“
Heima er bezt 219