Heima er bezt - 01.06.1957, Blaðsíða 34
hafði verið stinningshvass síðustu tvo dagana. Hann
varð að hætta á viðbrögð mannanna, er þeir heyrðu
hljóðið og rökrétta skýringu þeirra síðar, og hættan
var raunar til þess að gera lítil.
Hann lét skammbyssuna í vasann og hagræddi henni
vel. Því næst tók hann upp lykilinn með vinstri hendi
og tók síðan upp greinina, sem athygli hans hafði beinzt
að upp á síðkastið. Hún var á að gizka 75 cm á lengd,
feyskin og sennilega stökkt í henni, því ástæða til að
ætla, að hún mundi ekki valda nógu miklum hávaða.
Og svo var hún líka léttari en hann hefði kosið, mátti
því vel svo fara, að hún mundi ekld fljúga yfir þakið
og lenda á skúrþakinu yfir útidyrunum eða annars
staðar þar, sem hún gæti valdið svo miklum hávaða,
að maðurinn rynni á hljóðið sem snöggvast. En ef hann
gerði það, var auðvelt að koma með skýringu, því að
greinar féllu oft niður á þakið af stóru, gömlu eikinni
fyrir vestan húsið. Kalli minntist þess, að hann hafði
kvöld eitt setið ásamt Cindýju í dagstofunni, og þá
hafði slíkt komið fyrir og hann hafði hrokkið í kút,
en Cindý velzt um af hlátri langa lengi. Með endur-
minningu um þennan hlátur í hug, spyrnti hann fótum
í jörðina, slöngvaði handleggnum aftur og kastaði grein-
inni.
Hún snarsnerist og myndaði lykkju hátt upp yfir
þakinu, barst yfir risið og hvarf honum sýn. Karl
fleygði sér flötum og beið átekta og hleraði eftir
hljóði. Og þama heyrði hann það — fyrst þunga dmnu,
því næst hratt fall, skrjáf og brak, er hún valt niður
þakið hinum megin. Karl hafði ekld augun af gluggan-
um. Þunnum, gagnsæjum gluggatjöldum var svipt til
hliðar, en hann gat ekki hreyft sig. Hann sá stórt,
kinnbeinamikið, órakað andlit koma í ljós, sá manninn
hvima fram og aftur. Svo féllu gluggatjöldin í samt lag,
og höfuð mannsins hvarf alveg.
Nú var tækifærið. Hann varð að grípa það, enda-
þótt hann gerði sér Ijóst, meðan hann hljóp, að kúla
gæti auðveldlega stöðvað hann, þar sem hann geklt upp-
réttur og allir máttu sjá hann. Hann komst að dymn-
um, hnipraði sig saman og varpaði mæðinni.
Hann stakk lyldinum í skrána, í fjarlægð, einhvers
staðar langt inni í húsinu, heyrði hann tvær karlmanna-
raddir og eina konurödd. Hann sneri lyklinum, allmik-
ill smellur heyrðist. Hann lokaði dyranum á eftir sér
og fullvissaði sig um, að hurðin væri aflæst.
Myrkt var í forstofukytrunni. Hann nam staðar og
hleraði enn. Andardráttur hans var hraðari, er hann
heyrði þungt fótatak inni fyrir og berast í áttina. Karl
þreifaði sig með varfæmi að kjallarastiganum og renndi
sér svo niður skref fyrir skref. Loftið í kjallara Hilli-
ards vakti hjá honum hungur. Hann leit hvatlega í
kringum sig, en þarna var talsverð skíma.
Fótatakið uppi yfir hljóðnaði við skonsu Hilliards,
og svo heyrði hann, að sagt var djúpri röddu: „Hér er
allt í lagi, Griffin.“
Lengra hurtu var kallað bjartri og furðulega hárri
röddu: „Gott. Við treystum því, sem konan segir. í
þetta skipti.“
„Hver er taugaveiklaður?“ kallaði nú sá ,sem fyrr
hafði talað og klykkti út með kraumandi hlátri.
Karl tók sér stöðu beint fyrir neðan stigann, svo
að hann gæti fylgzt sem bezt með öllum mannaferð-
um. Hann hallaði sér upp að saggasömum veggnum og
reyndi að anda eðlilega. Hann var farinn að kunna vel
við japönsku skammbyssuna í hægri hendinni.
VII.
Dan Hilliard var fljótur — ef til vill aðeins fimm
mínútur — að gefa Jessa Webb þær upplýsingar, sem
þurfti. Stundum bandaði hann að vísu frá sér til merkis
um, að hann vissi eitthvað fyrir, og stundum laut hann
áfram og hlustaði með stakri eftirtekt. Hann greip að-
eins eina sinni fram í fyrir Dan til þess að spyrja hann
nánar um dóttur hans, Cindýju, hvert hún hefði farið
og hvað byggi á bak við för hennar.
Þegar upplýsingar höfðu verið gefnar, sagði Dan:
„Þessi Flick vill drepa yður. Hann fær að launum 3000
dali, sem dóttir mín færir honum.“
„Já, einmitt,“ sagði Jessi Webb og strauk lófanum
yfir órakað andlitið og leit í kringum sig í skrifstof-
unni án sýnilegrar ástæðu. „Svo þannig hefur honum
þá hugkvæmst að hafa það.“
„Við áttum engra kosta völ, Webb.“
„Hver var að segja það?“ Svo var sem lögreglu-
stjóri væri reiður. „Engin hætta á öðru, en við sjáum
um Flick, herra Hilliard. Það er hægt að fara með
ræfla á ýmsan veg.“ Hann bægði svo öllum þessum
hugsunum frá sér með því að banda hendinni og hlust-
aði á það, sem HiIIiard hafði að segja.
„Ég skrifaði þetta bréf fyrir skemmstu, — annað nafn-
Iaust bréf, en þér hefðuð þá vitað hið sanna um bréf-
ritarann, fyrst....“ Hann lauk ekki við setninguna, en
ýtti bréfinu yfir borðið.
Jessi Webb las það í flýti og horfði svo á tært og
þreytulegt andlit Hilliards. „Þakka yður fyrir, herra
Hilliard. Þegar við höfðum þessi tvö' nöfn — mitt og
Flicks — býst ég við, að okkur hefði tekizt að koma í
veg fyrir allt saman. Það er geðslegt að tama. Jafnvel
þegar svona stendrn: á.“ Hann vöðlaði bréfinu saman.
Nú var það Dans Hilliards að gerast óþolinmóður.
„Hvað annað gat ég gert? Láta þenna launmorðingja
skjóta yður í hrygginn einhverja nóttina? Koma
sprengju fyrir í bifreið yðar?“
Reiðin, sem bryddi á í rödd Dans Hilliards, kom
Jessa til að brosa, en brosið var dauft. „Ef dóttir yðar
hefur farið til fundar við Flick, þá verður hann tekinn
höndum. Leynilögreglumaður fylgist nú með öllum
ferðum dóttur yðar.“
Er Dan heyrði þetta, reis hann upp skjálfandi í hnjá-
liðunum. „Heimskingjamir!“ hrópaði hann. „Bölvaðir
asnamir!“
Framhald.
226 Heima er bezt