Heima er bezt - 01.06.1957, Blaðsíða 20
HÁKON GUÐMUNDSSON, hœstaréttarritari:
Bíaðað í DÓMSMÁLUM
í kvæði sínu Hrafnistumenn segir skáldið Örn
Arnarson svo:
íslands Hrafnistumenn
eru hafsæknir enn
ganga hiklaust á orustuvöll,
út í stormviðrin höst
móti straumþungri röst
yfir stórsjó og holskefluföll.
Þessar ljóðlínur komu í hug mér, þegar ég hlustaði
á málaflutning í Hæstarétti, er flutt var mál, sem reis
út af því, hversu mikil björgunarlaun skyldu goldin
fyrir hjálp þá, er vélskipið Snæfell veitti vélskipinu
Súlunni á Breiðafirði í nóvember 1953. En sú saga er
á þá leið, sem nú skal greint.
Föstudaginn 13. nóvember 1953 var vélskipið Súlan
á leið suður með Vestfjörðum, og var skipið komið
þvert af Látrabjargi síðdegis þann dag. Ekki varð þó
annað séð en ferðin mundi ganga að óskum og Súlan
verða komin til Grundarfjarðar síðla kvölds, en þangað
var ferðinni heitið til herpinótaveiða. Örlaganornimar
höfðu þó annað í huga, því kl. hálf sjö um kvöldið
stöðvaðist vél skipsins allt í einu. Kom í Ijós við athug-
un, „að gangskiptihúsið við niðurfærslugírinn“, eins og
það er orðað í skjölum málsins, hafði brotnað. Er séð
varð, að Súlan mundi ekki komast hjálparlaust til hafn-
ar, var gerð athugun á því, frá hvaða skipum hjálpar
mundi helzt að vænta. Fyrir valinu varð vélskipið Akra-
borg, sem var á síldveiðum þar syðra. Dró Akraborgin
því næst Súluna til Grundarfjarðar, og komu skipin
þangað kl. 10 árdegis næsta dag, eftir rúmlega 8 stunda
ferðalag. Lagðist Súlan við akkeri þar á firðinum og
var þar með úr umsjá Akraborgar, sem síðar fékk 90
þús. krónur fyrir starf sitt, senrtalið var björgun, þar
sem Súlan mundi ekki af eigin ramleik hafa komizt
til hafnar í þetta sinn. Er Akraborgin þar með úr sögu
þessari.
En saga Súlunnar var ekki þar með öll. Eftir var
að koma henni til Reykjavíkur, en þar skyldi gert við
vél hennar. Nú stóð svo á, að skipið Snæfell var þama
að síldveiðum með herpinót og tveimur herpinótabát-
um. Hafði skipið þenna dag, sem Súlan var dregin inn
á Gmndarfjörð, fengið næstum því fullfermi, og var
ætlunin að losa farminn í Reykjavík. Það varð því að
samningum, að Snæfellið tæki Súluna í eftirdrag til
Reykjavíkur, og var svo um samið, að Snæfellið fengi
12 þús. krónur fyrir dráttinn. Vátryggingarfélag það,
sem Súlan var vátryggð hjá, samdi við eiganda Snæ-
fells um dráttinn, og samkvæmt tilvísan félagsins var
fengið 6 þumlunga grastóg í Grafarnesi í dráttartaug.
Liðið var nær óttu aðfaranótt sunnudagsins 15. nóvem-
ber, er öllum undirbúningi var lokið, og héldu skipin
þá strax af stað. Dráttartaugin, sem m. a. var 50 faðma
löng grastrossa, var útbúin af skipverjum Súlunnar og
allt efni til hennar lagt fram frá því skipi. Fyrst í stað
gekk ferðalagið vel. En er skipin vora við Malarrif
kl. 9 um morguninn, slitnaði dráttartaugin (grastógið).
Hafizt var strax handa um það, að lagfæra taugina.
Vom til þess notaðir vírar, sem Snæfellið átti, og tók
þetta rúma tvo tíma. Töluverðir erfiðleikar reyndust á
því, að láta skipin nálgast það mikið, að hægt væri að
koma taug á milli þeirra. Lágu til þess þær orsakir, að
bæði skipin voru með herpinótabáta sína í bátsuglun-
um, enda þá og kominn suðaustan stormur. Vegna veð-
ursins var nú tekinn sá kostur, að fara upp að landi,
og var lónað þar um stund. En þar sem stormurinn
fór vaxandi, var ákveðið að snúa við norður fyrir, og
komu skipin á Beruvík kl. 3 síðdegis. Eftir tveggja
tíma dvöl þar, var vindur orðinn svo sunnanstæður,
að óverandi var þar í Víldnni. Héldu skipin því aftur
af stað og fóru á hægri ferð norður fyrir nesið. Var
þá skollið á sunnan ofsarok. Siglt var grunnt með-
fram landi, unz komið var til Olafsvíkur. Þar lagðist
Snæfellið fyrir tveimur akkemm á 7 faðma dýpi. Var
annað akkerið 400 kg. en hitt 35Ó kg. á þyngd. Úti
voru hafðir 9 liðir af keðju. Súlan lagðist líka fyrir
akkeri, en dráttartaugin var höfð milli skipanna, enda
var akkeri Súlunnar aðeins tæp 300 kg., en annað akkeri
sitt, 400 kg. að stærð, hafði skipið misst, er það lagð-
ist við Strandir fyrr í ferð þessari. Liðið var að mið-
nætti, er skipin höfðu komið legufærum sínum fyrir.
Veðurofsinn telzt hinn sami, og í mestu stormrokunum
þurfti Snæfellið að beita vél sinni til andófs gegn veðr-
inu. Leitað var eftir aðstoð hjá varðskipinu Ægi og
björgunarsldpinu Maríu Júlíu, en hvorugt þeirra gat
veitt nokkra hjálp. Ekki slotaði veðrinu, og klukkan
hálf fjögur um nóttína skeði það, að dráttartaugin slitn-
aði. Súluna tók þá strax að reka með miklum hraða,
og kom ekld að neinu haldi, þótt 250 punda akkeri,
sem var um borð, væri sett út til viðbótar hinu. Snæ-
212 Heima er bezt