Heima er bezt - 01.09.1957, Page 6
MAGNÚS BJÖRNSSON Á SYÐRA-HÓLI:
i.
l'ð.muxdur hét maður og var Magnússon. Hann
var Snæfellingur að ætterni, fæddur í Hörgs-
holti í Miklaholtshreppi 1783. Foreldrar hans
^ voru Magnús Magnússon, f. um 1744, og Þór-
dís Ásgrímsdóttir kona hans, f. um 1754. Magnús er
talinn skýr og skikkanlegur, en Þórdís skýr, vinnusöm,
sæmilega kunnandi. Þessi hjón hafa því notið álits í betra
lagi. Um uppvöxt Guðmundar er fátt kunnugt eða
ævi hans, fyrr en hann er fullorðinn og fluttur að vestan
norður í Húnavatnssýslu. Þar var hann vinnumaður í
Langadal og víðar. Árið 1816 var hann kominn að
Breiðavaði og vinnumaður hjá Jóhannesi Jónssyni, nafn-
kenndum manni. Guðmundur var þá kvæntur og átti
Ingibjörgu dóttur Þorleifs Þorleifssonar í Mjóadal. Þau
fluttu síðar út Skagaströnd og bjuggu í Harrastaðakoti,
Hofsseli, Bakka, Króki og jafnvel enn víðar. Guðmund-
ur var hörzlumenni og hrotti, karlmenni mikið, skap-
harður og ekki vinsæll. í meðallagi að vitsmunum.
Ingibjörg kona hans var kölluð góðkvendi, hæglát og
mjúkíynd. Þau voru fátæk, en björguðust sæmilega, því
ómegð var lítil. Syni áttu þau tvo, og hétu Jónas og
Guðmundur.
Það var meðan þau bjuggu á Bakka, Guðmundur og
Ingibjörg, að vetur gerði harðan. Er kom fram á út-
mánuði sá Guðmundur fram á heyleysi. Hann hafði
14 lömb, sumir segja 18 í lambhúsi, en í hesthúskofa
nærri bænum fóðraði hann rauðan hest, er Ingibjörg
kona hans átti eða eignaði sér. Þótti henni mjög vænt
um hestinn og lét sér títt um hann.
Nú kom svo, að eydd voru hey úr lambhústóftinni
hjá Guðmundi og mjög á þrotum í hesthústóft, en
ótíðin hélzt linnulaus. Þá var það að Guðmundur fór
ofan snemma morguns og gekk til húsa. Hann tók
með sér beittan hníf og fór fyrst í lambhúsið. Hann
tók lömbin hvert af öðru og skar þau öll ofan í króna.
Er því var lokið, hlóð hann skrokkunum í bunka inn
við króarstafninn. Að því búnu tók hann lambshöfuðin
og fleygði þeim af hendi, einu í senn, inn í tóma tóft-
ina. Er hið síðasta fór sagði hann:
„Og sjáið þið nú, hvað þið hafið etið, helvítin ykk-
U
ar.
Síðan gekk hann til hestsins.
Er hann kom inn um morguninn, yrti hann á Ingi-
björgu konu sína:
„Það gengur víst eitthvað að honum Rauð þínum.
Hann etur ekki. Hann er þó vanur að hvoma það, sem
fyrir hann er borið.“
Ingibjörgu varð bilt við og gekk út í hesthúsið. Sá
hún þá verks um merki. Guðmundur hafði borið töðu
í stallinn fyrir Rauð, fjötrað hann síðan niður og skorið
á háls, en skorðað svo með spýtum, að hann gat ekki
BUNKA
ÞÁTTUR
fallið. Stóð hann var við stallinn, hálsskorinn og dauður.
Ingibjörgu lá við ómegini við svo hroðalega sýn.
Eftir þessi afrek var Guðmundi gefið kenningarnafn,
og kölluðu menn hann „bunka“. Loddi það nafn við
hann síðan.
Guðmundur var ómannblendinn, og oftast var heldur
fátt með honum og nágrönnum hans. Ekki var hann
áleitinn að fyrra bragði, en óvæginn og illskiptinn, ef
í deilur sló. Það er mælt, að þeir hittust eitt -sinn á
fömum vegi, Guðmundur og Álagnús Jónsson, bóndi
á Finnsstöðum. Bar þeim á milli út af viðskiptum.
Deildu þeir fyrst, en síðan tókust þeir á allsterklega.
Varð þeirra atgangur langur og harður, en enginn var
til frásagnar um viðureign þeirra. Af þeim ftmdi komu
þeir bláir og marðir, en rifin fötin. Magnús var nafn-
togað hraustmenni, spakur að jafnaði, en ógjamt að
láta hlut sinn. Hann hafði þau orð síðar, að sá væri
enginn liðleskja, er færi illa með Guðmund bunka. Það
hugðu menn, að þar hefði hvor etið sitt, er þeir áttust
við.
Guðmundur varð maður gamall, komst á níræðis-
aldur. Hann lézt á Keldulandi hjá Jónasi syni sínum
6. júlí 1865. Hann var heilsuhraustur og aldrei meyr
eða mjúkur í skaplyndi til hins síðasta. Ingibjörg, kona
hans, dó sex árum fyrr, 28. janúar 1859.
II.
Jónas Guðmundsson var talinn meðalmaður til hvers
er var, og ekki þar framyfir. Hann giftist Álfheiði
Ólafsdóttur, ekkju Sigurðar Benediktssonar á Keldu-
landi, og settist þar í gott bú. Álfheiður var dóttir
séra Ólafs Tómassonar í Blöndudalshólum. Hún var
vinsæl kona og gustukagjöm, og var Jónas henni góð-
ur. Börn áttu þau ekki. Dóttir hennar, er hún átti ung
heimasæta með Ólafi Tómassyni á Eyvindarstöðum,
var Ingiríður, er ólst upp með móður sinni. Hún
giftist Þorleifi Sigurðssyni lyfsalasveini, og var sonur
þeirra Bertel skáld, er drukknaði í síki í Kaupmanna-
höfn haustið 1890, þrjátíu og þriggja ára. Var sá aldur-
tili ekki haldinn ósjálfráður. — Benedikt hét sonur Álf-
heiðar og Sigurðar, fyrra manns hennar. Hann fórst
294 Heima er bezt