Heima er bezt - 01.09.1957, Síða 10
lítt eru kunnugir staðháttum, kalla allar hlíðarnar frá
Sjöundá inn undir Siglunes á Barðaströnd einu nafni
Skorarhlíðar. Það er alrangt. Heimamenn vita betur.
Sjöundárhlíðar heita hlíðarnar frá Sjöundá út í Skor,
Skorarhlíðar þaðan að Stálfjalli, þá taka við Siglunes-
hlíðar og enda við Siglunes á Barðaströnd. — Þetta eru
þær hlíðar, sem í Landnámabók eru nefndar Berghlíðar,
og er réttnefni.
° .
— Dagur var að kvöldi kominn, þegar við Ivar kom-
um heim úr þessum leiðangri. Eg hafði svikið af
honum verk allan daginn. Þó gerðum við það litla
gagn, að taka heim með okkur kýrnar, sem við mættum
fram á Sjöundárdal og spöruðum með því litlum drengj-
um nokkur spor um kvöldið. í dalnum voru líka hestar
Ivars. Þeir höfðu ekki verið beizlaðir í tvö ár. Jeppar
og dráttarvélar vinna öll þau verk á mörgum heimil-
um, sem hestum voru ætluð áður — og þó mikið meira.
Jarðræktinni hefur fleygt áfram, síðan þau verkfæri
komu til sögunnar, en hún var hesttinum lengstaf ofur-
efli og gekk því lítið. Þessi tæki eru því hin mestu
þarfaþing, sem enginn bóndi getur með góðu móti án
verið.
Daginn eftir (29. júlí) hélst sama veðurblíðan, sól
og birta um allar jarðir, svo langt sem séð varð. Að
afloknum hádegisverði, og eftir að hafa þakkað fyrir
mig að góðum sveitasið, lagði ég af stað frá Melanesi.
ívar fylgdi mér fram fyrir túnið og leiðbeindi mér
um götur í Skógadal, og hvar halda skyldi á heiðina.
Ferðinni var heitið yfir Sandsheiði til Barðastrandar.
Skógadalur er alllangur, vel gróinn og í honum
skógarkjarr hér og þar. Neðst í honum er eyðibýlið
Skógur. Þar bjó síðastur manna Magnús skáld Jónsson
frá Kirkjuhvammi. Um dalinn falla nokkrar ár og gil.
Mest er Suðurfossaá. Einhverntíma mun hafa komið til
orða að virkia hana, og veita Rauðsendingum þaðan
birtu og yl. I henni kvað vera nóg vatn til þess. Gott
er að eiga slíkan orkugjafa við bæjarvegginn, þegar
tækifæri gefst til að nýta hann.
Sandheiði er stytzti fjallvegur milli Rauðasands og
Barðastrandar. Hún var áður fjölfarin, en um hana
fækkar nú ferðum með hverju árinu, sem líður. Götu-
slóðar eru óreglulegir og vörðum illa við haldið. Hún
er því ekki hentug vetrarleið í misjöfnum veðrum,
eftir að snjóað hefur í fjöll. — Auk þess kvað vera
óvenju villugjarnt á þessari heiði, og liggja til þess þær
orsakir, sem nú skal greina.
Endur fyrir löngu, létu Barðstrendingar smíða fyrir
sig skip vestur á Rauðasandi. Þegar það var fullsmíðað,
fóru þeir vestur, 18 saman, til að sækja skipið, og ætl-
uðu að setja það yfir Sandsheiði. Þeir hrepptu vont
veður á heiðinni, fóru villir vegarins og komu aldrei
fram. En í vordögum fannst sltipið í vatni einu, ekki
alllangt frá veginum, til hægri handar, þegar gengið
er upp úr Skógadal austur heiðina. Haldið var að menn-
imir hefðu allir dmkknað í vatninu, eða máske hrapað
fyrir hamra í Skápadalsgljúfrum eða annarsstaðar á
leiðinni til byggða, eftir að hafa misst skipið í vatnið.
Vatnið heitir Dauðsmannsvam.
Síðan þetta gerðist, þykir vera villugjarnt á heið-
inni í meira lagi, og ekki laust við að hafðar séu i
frammi við ferðamenn ýmiskonar glettingar.
Ekki eru meira en einn eða tveir mannsaldrar síðan,
að kona nokkur af Barðaströnd skrapp vestur í Víkur
eftir steinbítsbagga. Það var um Jónsmessuleitið, þegar
sól sezt ekki á fjöllum og konan þaulkunnug, á þess-
um slóðum. — Henni gekk vel vestur. En á heimleið-
inni hreppti hún þoku og ráfaði í villu 10 daga á þess-
um fjallvegi með baggann á bakinu. Jafnan borðaði
hún einn steinbít á dag og drakk vatn úr lækjum, sér
til viðurværis. En þegar hún loks kom heim, vora allir
steinbítarnir í bagganum — og allir heilir.
Svona fjallvegir geta verið stórhættulegir nútíma-
mönnum, sem ekkert kunna fyrir sér. Og ekki veit ég,
hvort ég hefði árætt einn á heiðina, hefði mér verið
kunnugt um þetta, áður en ég lagði á stað frá Melanesi.
En sem betur fór, frétti ég ekkert um þessi ósköp,
fyrr en hjá greinagóðum mönnum á Barðaströnd.
En hvað sem öllum göldrum og gemingum líður,
þá er gaman að labba Sandsheiði í góðu veðri. Útsýn
þaðan er ein hin fegursta, sem ég hef séð af fjöllum
vestra. Á aðra hönd eru há og hrikaleg fjöll, sem
Skörð eða Skarðabrúnir heita. í norðurhlíðum þeirra
vora enn stórir snjóskaflar, og skörtuðu óvenjuvel við
dökka hamrana. Þykir mér ósennilegt, að þeir þiðni
sumarlangt. Hæsti tindurinn heitir Napi. Af honum
segja Rauðsendingar, að sjáist til Grænlands í góðu
skyggni. Ég geri hvorki að neita því eða játa. — Mig
hefur lengi langað til að sjá land Éiríks rauða, en ekki
gerði ég mér ferð á tindinn til að sjá það. Mín sjón
er líka tekin að bila. — Á hina hönd er Dauðsmanns-
vatn og fleiri tjarnir, og allmiklu fjær Hrólfsvirki,
hátt fjall uppi af Skápadal í Patreksfirði. Efst á því er
allmyndarlegur bergkastali. Máske hefur einhver Hrólf-
ur varizt þaðan óvinum sínum, meðan tíðkaðir vora
bardagar í óbyggðum á íslandi.
Segir nú ekki meir af þessari heiði, nema hvað veg-
urinn liggur ofan að Holti á Barðaströnd. — Ég beygði
út af veginum skammt fyrir ofan byggðina, gekk yfir
skógivaxinn dal og heim að Skriðnafelli. — Þaðan hélt
ég út að Siglunesi, og gisti þar næstu nótt.
Þrjú era höfuðból á Barðaströnd, öll kunn og hin
fegurstu frá náttúrunnar hendi: Siglunes, Hagi og
Brjánslækur.
Siglunes er yzt, og útvörður byggðarinnar við norð-
anverðan Breiðafjörð. Þar brotnar útsynningshryðjan
og bylgjan úr hafinu, áður en hún sogast inn í vaðla
og víkur hinnar sólríku strandar.
Fyrir mörgum árum hafði ég komið þar upp undir
lendinguna, á litlum báti, hlöðnum salti, með Óskari
bónda Nílssyni í Svefneyjum. Á var sunnan kaldi og
vaxandi brim við ströndina. Leizt okkur þá ekki á blik-
una, og varð ekkert af lendingu, enda báðir ókunn-
ugir.
Nú stóð ég þar á hlaðinu í bezta og blíðasta sumar-
veðri, litaðist um og sýndist jörðin í flokki þeirra
298 Heima er bezt