Heima er bezt - 01.09.1957, Side 12

Heima er bezt - 01.09.1957, Side 12
Brjánslœkur I. frá liðnum dögum. Fyrir löngu hafði mér verið sagt, að hann hefði verið allra manna harðskeyttastur og fengsælastur í vetrarorustum við útselsbrimla á Haga- drápsskerjum. Af slíkum orustum fýsti mig að frétta, því þær eru löngu úr móð. En hvorttveggja er, að þurrkdagar sumarsins eru ekki heppilegir til að spyrja sveitamenn um gamla tímann, því þá er hugur þeirra bundinn framtíðinni, og ekki hafði ég heldur staðið lengi við, þegar grár bíll rann að hliðinu, og þurfti að fá ábót af bensíni. Var þar kominn Gísli Skúlason, bróðir minn. Hann kom að vestan og bauð mér með sér austur í sveitir. Ekki gat ég neitað svo góðu boði, því eitt sumarfrí er ekki lengi að líða. Hákon slapp því við allar mínar spurningar að sinni, og verður hér ekkert eftir honum haft. En þó viðstaðan í Haga væri ekki löng að þessu sinni, þykir mér hlýða, að minnast staðarins með nokk'r- um orðum, úr því ég er að pára um Barðaströndina. Hagi ber af öðrum býlum í sveitinni um staðarlegt yfirbragð. Veldur því lega jarðarinnar og fagurt um- hverfi. Byggðin umhverfis Hagavaðal er kjarni sveitar- innar. Þar sldpar Hagi öndvegið. Sérstaklega er fallegt í Haga, þegar stórstraumsflóð er í vaðlinum, og hinar gráu leirur og sandar hyljast söltum sjó. Þá er frítt útsýnið þaðan, ofan til vaðalsins, fram til fjarðarins, inn til skógvaxinna dala og fríðra fjalla, og margra bæja, sem standa við rætur fjallanna í skeifumynduð- um boga upp frá vaðlinum. — Auk fegurðarinnar er Hagi kostajörð, enda höfuðból, frá því land byggðist. Þar er mikið tún og slétt, engjar nærtækar og búfjár- hagar góðir, fram til fjalla og við sjó. Auk þess ein- hver hlunnindi af selveiði og fuglatekju í skerjum. Á söguöld og eitthvað fram eftir öldum, var haf- færum skipum siglt í Hagavaðal, og sennilega fyndust þar enn merki um skipakomur og kaupstefnur, ef vel væri eftir leitað. Nú er engu haffæru skipi fært í Vaðalinn sökum grynninga. Svo er um margar víkur og voga vestra, sem örnefni benda til, og sagnir herma, að verzlunarskipum hafi verið siglt í á fyrri öldum. Má vera, að sjór hafi þá staðið hærra við Vestfirði, en nú er, en líka hafa ár og lækir, sem nær allsstaðar falla í þessar gömlu hafnir, mörgu morinu vellt fram í fjörur á 8—10 öldum. í Haga hafa löngum búið ráðríkir héraðshöfðingjar og fyrirsvarsmenn sýslunnar á ýmsum sviðum, allt frá Gesti spaka Oddleifssyni til Hákonar hreppstjóra Kristóferssonar, sem þar býr nú nokkuð við aldur. Og ekki má gleyma því, að eitt sinn var Hagi amtmanns- setur. Guðmundur Scheving sat þar, þegar hann hlaut sína amtmannstign af Jörundi sáluga hundadagakon- ungi. Hann fluttist frá Haga til Flateyjar, og gerðist þar athafnamaður mikill og auðugur. Um hann var kveðin þessi vísa, er telur titla hans og embætti: Sigldi stúdent sélegur, sýslumaður kallaður, átta daga amtmaður, agent, bóndi og kaupmaður. Annars veit ég lítil sldl á öllu því stórmenni, sem í Haga hefur búið, enda ekki ætlunin að tíunda það hér. En lengst mun lifa minning Jóns Thoroddsens. Hann var Barðstrendingur að ætt og sýslumaður Barðstrend- inga um nokkur ár og bjó í Haga. En það er ekki fyrir embættisreksturinn, sem minning hans lifir. Mun og annað hafa verið honum hugstæðara, en að rukka fá- tæklinga um gjöld, og ýmiskonar önnur óhrjáleg skít- verk, sem lögfræðingar og sýslumenn mega löngum standa í. Jón var skáld og rithöfundur svo slingur, að fáir eða engir landar hans hafa farið fram úr honum á sprettinum. Og hann seildist ekki um hurð til lokunnar. Sjór örlaganna hafði skolað honum upp á hina sendnu Barðaströnd, eftir nám og ævintýraríkt líf úti í Dan- mörku. — Hér og þar um Breiðafjörð höfðu áður orðið landföst nokkur kynleg kefli, sem litu sérkennilega út í augum heimsborgarans, og hann hafði gaman af að láta listnæmt auga sitt nema staðar við, leika, stæla og nema af í góðu tómi. Það var skemmtilegra en arga- þras sýslumennskunnar og búsumstang, og nokkur upp- bót á fásinni sveitalífsins, sem aldrei mun hafa verið skáldinu að skapi. Af þeim efnivið — fólkinu í næsta nágrenni Jóns í Breiðafirði — eru gerðar persónumar í skáldsögum hans. Listrænustu og alþýðlegustu skáld- sögunum, sem skrifaðar hafa verið á íslenzku. Af þeirri fágætu íþrótt, mun minning hans lengur lifa en annarra búenda í Haga. í Héraðssögu Borgarfjarðar, er Jón talinn meðal borgfirzkra skálda og rithöfunda (að vísu aðfluttra). Ekkert er fjær sanni. Verk hans öll eru breiðfirzk, að svo miklu leyti, sem hægt er að draga verk þjóð- legra ská'da í dilk einhvers ákveðins héraðs. — Þó svo kunni að vera, að Jón hafi skrifað eitthvað af Manni og konu á Leirá, þá haggar það engu um þá staðreynd, að hann var breiðfirzkt skáld. Efnið er að vestan, aðflutt með skáldinu í Borgarfjörð. — — Nú er verið að reisa nýbýli í landareign Haga, ekld langt þar frá, er Gestsfjós heitir, og sagt er að Gestur Oddleifsson hafi geymt nauta sinna. Heitir pað 300 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.