Heima er bezt - 01.09.1957, Side 14

Heima er bezt - 01.09.1957, Side 14
ÞÆTTIR UR VESTURVEGI eftir Steindór Steindórsson frá Hlöhum SUMARAUKI ATÐ KYRRAHAF. San Francisco. Nú voru komnar veturnætur, og sumarauld íslenzka almanaksins meira að segja upp etinn eftir þrjá daga. En forsjónin gaf mér nú nær fjögra vikna raunverulegan sumarauka vestur á Kyrrahafsströnd. Eru það bók- staflega einhverjir þeir björtustu og sólríkustu dagar, sem ég hefi lifað. Sumaraukinn hófst „þar sem dreymir við syndasjó San Francisco“, eins og Matthías kvað. En aldrei kom hann þangað blessaður og þekkti syndir hennar því einungis af afspum, og margt hefir breytzt síðan, að þar var gullgrafarabær, sem í söfnuðust æfintýramenn frá öllum heimi, og glæpir og hverskyns óreiða vom daglegt brauð. Nú er hún drottning vesturstrandar- innar, stolt borgara sinna, og öllum borgum elskulegri fyrir ferðalanga, hvaðan sem komnir eru. Þegar fyrsta daginn, sem ég dvaldi þar, hafði borgin heillað mig. Ekki gæti ég þó svarað því, hvað það væri sérstaklega, sem gerir San Francisco svo aðlaðandi, enda er það enginn einstakur hlutur. Það er ekki hið fagra um- hverfi, með fjöllum og flóa, eða hið óendanlega haf við ströndina, með svalri hafrænunni, sem dregur úr sterkasta sólarhitanum. Ekki er það heldur borgar- stæðið sjálft, með hæðum og dölum, og meira að segja óbyggðum fjallatindum, ekki era það hinir óvið- jafnanlegu skrúðgarðar eða söfn, né hið marglita mann- haf og Kínaborgin með sínum fáránlegu húsum. Ekki em það skemmtistaðirnir, þótt létt sé yfir þeim, og margt sé þar á boðstólum, og það er ekki einu sinni hið glaðværa og góðlátlega fólk, sem maður mætir hvar- Gullna hliðið og San Francisco. vetna. Heldur mun það vera þetta allt saman, og auð- vitað margt fleira, sem borgin hefir til síns ágætis, sem blandast allt líkt og tónar í mikilli hljómkviðu. Og líkt og músikalskur maður nýtur tónaflóðsins, án þess að draga fram einstaka tóna þess, þannig nýtur ferða- maðurinn dvalarinnar í San Francisco. Borgin liggur á tanga milli San Francisco flóans og Kyrrahafsins. Innsiglingin í flóann er um nálægt mílu breitt sund, Gullna hliðið. Höfðu sjófarendur lengi lagt leiðir sínar framhjá því, áður en það og flóinn fundust. Vom það ferðamenn af landi, sem komu sunnan ströndina, er fyrstir fundu flóann. Á tanga þeim, sem borgin er reist á, verður skarð á strandafjöllin, sem annars liggja óslitin eftir allri vesturströnd Califomíu. Hefjast fjöllin aftur til norðurs, jafnskjótt og Gullna hliðinu sleppir, og eins ná þau inn í suðurenda borgar- innar. Teygir byggðin sig þar inn á milli fjallanna og upp um hlíðarnar. En ekki þykir öruggt að reisa hús sín í hlíðum þessum, því að títt er í stórrigningum vetrarins, að gmnnar, hús og götur rennur allt af stað, og verða tjón af slíku á hverju ári. Inni í sjálfri borg- inni er víða mislent, og sumar brekkumar svo bratt- ar, að litlu leyfir af að bílar dragi upp þær. Einstakir tindar standa upp úr húsaþyrpingunum, Davidson fjall, og er kross reistur á toppi þess, og Tvíburarnir (Twin Peaks), sem eru fullir 300 metrar á hæð. Er hið feg- ursta útsýni yfir borgina af hæðum þessum, sem era óbyggðar hið efra og ósnortnar með öllu, nema vegur hefir verið lagður upp á toppana. Höfnin er flóamegin á tanganum, er þar annríki mikið og margt um að vera, en meðfram Kyrrahafinu era langir, ljósgulir sandar, þar sem menn safnast til sól- og sjóbaða allan ársins hring. Við Gullna hliðið era klettahöfðar, era þar í grendinni skemmtistaðir miklir, einskonar Tívolí, en á skerjum nokkra metra frá ströndinni leika villt sæ- ljón listir sínar. Vegna þess, hve borgarstæðið er að- kreppt, er San Francisco þéttbýlli en margar aðrar amerískar borgir, og kunni ég því vel. Ekki er þó margt um skýjakljúfa þar, enda óvíst að þeir hentuðu, því að jarðskjálftahærta er hér mikil. Enn er mönnum minnisstæður landskjálftinn mikli 1907, þegar mestur hluti borgarinnar brann til ösku, það sem ekki hrundi, en vatnsæðar allar fóru úr skorðum, svo að slökkvistarfið reyndist harla torvelt. Er mjög í minnum haft, hversu vel ráðamönnum borgarinnar fórst úr hendi stjóm öll á þeim hörmungartímum, og ekki síður hitt, hversu skjótlega borgin reis úr öskunni, líkt og fuglinn Fönix. 302 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.