Heima er bezt - 01.09.1957, Blaðsíða 17
handan frá San Francisco. Háskólasvæðið er víðáttu-
mikið, og eru sumar stofnanir skólans, t. d. kjarn-
orkurannsóknastöð, reistar upp á fjallsbrún alllangt
fyrir utan og ofan sjálft hverfið. Nálægt miðju hverfi
rís turn einn mikill, og er þaðan hin bezta útsýn um
hverfið sjálft og yfir flóann til San Francisco og Gullna
hliðsins.
í háskólanum tók Dr. Ralph Chaney prófessor á móti
mér. Hann er jarðfræðingur, og sérgrein hans plöntu-
steingervingar. Sýndi hann mér stofnun þá, er hann
ræður þar í háskólanum, voru þar margir hlutir merki-
legir og girnilegir til fróðleiks af milljóna ára göml-
um steingervingum frá mörgum löndum. Að lokinni
þeirri skoðun bauð hann mér til snæðings í matsal
háskólakennaranna. Þegar við komum inn í salinn, mæt-
ir okkur aldraður maður, virðulegur og bjartur á svip,
enda hvítur fyrir hærum. „Nú bar vel í veiði,“ segir
dr. Chaney, „því að þarna er landi þinn, sem þú áreið-
anlega hefir gaman af að hitta.“ Kynnti hann mig því
næst manni þessum, sem var dr. Sturla Einarsson,
stjörnufræðingur og fyrrverandi prófessor við Cali-
forníuháskóla. Er hann bróðursonur Indriða skálds
Einarssonar. Sturla er 76 ára að aldri, en svo ber hann
aldurinn vel, að vel mætti ætla hann um eða innan
við sextugt. Hann er léttur í spori, enda gengur hann
þrjár mílur á degi hverjum inn til háskólans, en þar
hefir hann vinnustofu og nóg að starfa, þótt hættur sé
kennslu. Meðal annars er hann ritari í stjömufræði-
félagi Californíu, og er það eitt ærið starf. Átti ég
lengi tal við hann eftir að ég hafði kvatt dr. Chaney.
Sýndi hann mér margt og kunni frá mörgu að segja,
og er hann í senn gamansamur og gerhugall. Einkum
fræddi hann mig um háskólann og starfsemi hans.
Kvað hann miklar kröfur gerðar þar til kennara, og
kæmust þar ekki að aðrir en úrvalsmenn, og lærdóms-
og vísindamerki skólans væri haldið hátt. Meðal ann-
ars, er hann sýndi mér, var bókasafn háskólans. Á það
um 2 milljónir binda, og er eitt hinna stærstu háskóla-
safna í Ameríloi. Era salakynni þess mikil og góð, og
er árlega varið um hálfri milljón dollara til bókakaupa.
Áður en ég kvaddi Berldey að þessu sinni, heimsótti
ég litla útvarpsstöð. Hefir hún þá sérstöðu, að hún er
eingöngu rekin sem menningartæki. Flytur hún því
engar auglýsingar, sem bandarískar útvarpsstöðvar
annars lifa á. Útvarpsefni stöðvar þessarar er því ein-
göngu erindi, leikrit, upplestur, tónlist og alls konar
fræðsla í ýmsu formi. Tekna aflar hún sér annarsvegar
með föstum áskriftargjöldum, þannig að menn heita
árlega gjaldi til stöðvarinnar, og fær hún þannig um
helming tekna sinna, en hitt með beinum gjöfum,
aðallega frá einstökum efnamönnum, sem styrkja vilja
þessa starfsemi. Hefir stöðin starfað um nokkur ár og
fer hinum föstu styrktarmönnum stöðugt fjölgandi.
Sagði forstöðumaðurinn mér, að reynsla sú, er þeir
hefðu þegar fengið, sýndi að fólk kysi svona útvarps-
efni, þegar það hefði kynnzt því, jafnvel þótt það
þyrfti að greiða nokkurt gjald fyrir það.
Ekki heimsótti ég grasafræðideild háskólans að þessu
sinni, en áður en ég kveddi San Francisco, barst mér
bréf frá forstöðumanni deildarinnar, dr. Papenfuss,
prófessor, þar sem hann bauð mér að flytja fyrir-
lestur í deildinni um gróður á Islandi. Gat ég eigi ann-
að en þekkst svo virðulegt og vinsamlegt boð, þótt
ég væri lítt við því búinn. Flutti ég fyrirlesturinn
9. nóvember. Þar sem ég vissi að allmargir íslendingar
höfðu, einkum á stríðsárunum, stundað nám í Berke-
ley, tók ég mér það bessaleyfi fyrir þeirra hönd og
íslands, að þakka háskólanum fyrir gestrisni hans við
hina langt að komnu nemendur sína. Þótti prófessor-
unum vænt um þá kveðju. Voru viðtökur allar hinar
vinsamlegustu. Samtímis skoðaði ég líffræðideild há-
skólans, og þá einkum grasafræðideildina. Er hún vel
búin í hvívetna. I grasasafninu þar eru geymd um ein
milljón eintaka af þurrkuðum plöntum, sem safnað hef-
ir verið í öllum álfum heims. Ofurlítið er þar af ís-
lenzkum plöntum, mest fengið í skiptum við Grasa-
safnið í Kaupmannahöfn. Safnið er geymt í stórhýsi
á mörgum hæðum, eru þar salakynni mikil, en salir
allir fylltir skápum með þurrkuðum plöntum, er meira
að segja tekið að þrengjast um starfsfólkið og vinnu-
pláss þess. Var gaman að ganga þarna um garða, og
skoða, og spjalla við starfsmennina, því að þama, sem
annars staðar, reyndist mér, sem ég kæmi í gamlan
kunningjahóp, þar sem grasafræðingar voru fyrir.
St. Std.
VORKOAIA
Langþráða vor, sem blómalífi bjargar,
blæmilda vor, ég fagna komu þinni.
Framsóknar-vor, með frelsisvonir margar,
fjörgjafans vor, í tímans hringrásinni.
Syngjandi vor, með blíða ástaróma,
yngjandi vor, með skrautið þinna blóma.
Bræddu hvert svell í sólareldi þínum,
svellið og klakann þíð úr hjörtum manna.
Græddu hvert sár með geislafingrum þínum,
glæddu hjá öllum trú hins góða og sanna.
Kysstu hvert tár af kinnum þess, er grætur,
hverjum, sem þjáist, veittu heilsubætur.
Flýt þér nú, vor, áð fósturjarðar ströndum,
fjöllin hvar rísa tignarleg úr sænum.
Þar áttu að leysa líf úr klakaböndum,
landið að klæða sumarskrúða grænum.
Ljúfvindar þínir ljóði þar við blómin,
lældr og elfur hefji frelsis róminij.
Höfundur lífs og herra árstíðanna,
heiminum veittu frið og blessun þína.
Tendra þitt ljós á leiðum allra manna,
lýs þeim sem bezt að stunda köllun sína.
Leið oss um heimsins vandrataða vegi,
vorgaðu sál að hinzta ævidegi.
Björn Pétursson, Sléttu í Fljótum.
Heima er bezt 305