Heima er bezt - 01.09.1957, Síða 19
„Sat Signý á stóli sínum á miðju stofugólfi. Bjóst
hún þá um, og lá men hennar hið góða í knjám henni.
Sveinninn Hörður stóð við stokk og gekk út hið fyrsta
sinni frá stokknum og til móður sinnar og rasaði að
knjám henni. Menið hraut á gólfið fram og brast í
sundur í þrjá hluti.“
Signý reiddist mjög og mælti:
„111 var þín ganga hin fyrsta, og munu hér margar
illar eftir fara, og mun þó verst hin síðasta.“
Grímkell, faðir Harðar, heyrði þessa orðræðu. Hann
varð stórreiður, greip upp sveininn og sagði að hann
skyldi ekki lengur vera þar á heimili, og fer samdægurs
með hann til ágætra hjóna og kom drengnum þar í
fóstur.
Þau hjón áttu dreng, ári eldri en Hörður var. Hann
hét Geir. Uxu þeir þar upp saman drengimir og urðu
miklir vinir og fóstbræður.
Signý, móðir Harðar, undi enn verr hag sínum eftir
þetta, og seinna um sumarið bað hún mann sinn leyfis
að fara inn í Reykholtsdal að finna bróður sinn. Úr
þeirri orlofsför kom hún aldrei aftur því að á Breiða-
bólsstað eignaðist hún dóttur og lézt litlu síðar.
Þeir Hörður og Geir vaxa nú upp á sama heimili,
við gott atlæti, og var mikið ástríki með þeim fóst-
bræðrum. Þegar Hörður var 12 vetra, var hann jafn
að afli og hinir sterkustu menn þar í sveit. Geir líktist
Herði um flest.
Líður nú tíminn, þar til Geir var 16 vetra, en Hörður
15 vetra.
Þá lýsir sagan Herði þannig:
„Hann var þá höfði öllu hærri en aðrir menn flestir.
Hann var hærður manna bezt, og rammur að afli. Synd-
ur manna bezt, og um alla hluti vel að íþróttum búinn.
Hann var hvítur á hörund, en bleikur á hár. Hann var
breiðleitur og þykkleitur, liður á nefi, bláeygur og
snareygur, og nokkuð opineygur, — herðibreiður, mið-
mjór, þykkur undir höndina, útlimasmár og að öllu vel
vaxinn. Geir var nokkru ósterkari, en þó voru þá nálega
engir hans jafningjar. Hann var hinn mesti íþrótta-
maður, þótt hann kæmist ekki til jafns við Hörð.“
Þessi tvö ungu glæsimenni ráðast nú til utanfarar.
Hörður 15 vetra, en Geir 16. Gæfan virðist brosa við
þeim. Lífsfjör og æskuhreysti speglast í hverri hreyf-
Heima er bezt 307