Heima er bezt - 01.09.1957, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.09.1957, Qupperneq 20
ingu. Þeir eru fagurskapaðir; eins og grískir goðasynir. Fagnandi leggja þeir út á hafið til fjarlægra landa. — Við yfirgefum nú í svipinn þessa glæsilegu, ungu menn, en hverfum í huganum austur í Eystrasalt. — Skammt undan austurströnd Suður-Svíþjóðar liggur eyja ein, er á sænsku nefnist Gotland, en hét að fomu Gautland eða Gautaland. Fyrir eyjunni réð á þessum tímum jarl einn, sem Haraldur hét. Hann átti tvö börn, sem þá voru á æskuskeiði. Hét sonurinn Hróar, en dóttirin Helga. Var Helga „kvenna vænstu, segir sagan. Eyjan Gotland er gróðursæl og fögur. Þar er veður- far hið blíðasta, sólríkt og hlýtt. Helga var eftirlæti föður síns og allra, er hana þekktu. Að þessari fögm, sólríku eyju koma þeir skipi sínu íslendingarnir ungu, Hörður og Geir. Þeir verða gestir jarfsins og una þar vel hag sínum. Við fyrstu kynni fella þau huga saman, Helga jarlsdóttir og Hörður. Hann, sem var „öllum öðrum“ fremri, — eygur vel og lokkableikur, verður ástfanginn af hinni ungu, glæsi- legu dóttur jarlsins, og hún endurgalt ástir hans og festi ofurást á unga, hrausta, glæsimenninu frá hinni köldu úthafseyju. Hörður er líka svo lánsamur að vinna sér vinátm og aðdáun Hróars bróður Helgu, og vinna það afreksverk, að bjarga lífi hans og sæmd. Að vori vill Hörður fara út til íslands, en þá vilja þeir Hróar og jarlinn helzt ekki sleppa honum. Hörður býðst til að vera kyrr, ef jarlinn gifti honum dóttur sína, Helgu. Jarlinn samþykkti það, og setst Hörður að í Gautlandi, en Geir, fóstbróðir hans, fer til íslands, og setur bú saman í Neðra-Botni í Hvalfirði. Hörður er í Gautlandi í 15 vetur, en þá fýsir hann út til íslands. Var Hörður þá þrjátíu vetra. Helga unni Herði umfram alla menn, og hún hikaði ekki við að flytja með honum til eyjarinnar hans köldu í norður- höfum. Hún yfirgefur fagrar byggingar og skuggasæl skógarrjóður, föður og bróður og fjölda vina. Hún leggur ótrauð út á hafið með Herði, manninum, sem hún elskaði. Davíð skáld Stefánsson lýsir vel gleði hennar og hrifningu, er hún nálgast ísland. Hann legg- ur henni þessi orð í munn: „Upp úr hvítum úthafsbárum ísland reis í möttli grænum. Heilluð grét ég helgum tárum, af hamingju og fyrirbænum. Við mér brostu birkihlíðar, blikuðu fjöll í sólareldi. Aldrei fann ég fyrr né síðar fegri tign og meira veldi.“ Já, vonir hennar voru bjartar, en óhöppin og ham- ingjuleysið ásóttu þessi glæsilegu, ágætu hjón. Hörður, sem var vel vitur og hverjum manni friðsamari, lenti í illdeilum og vígaferlum. Hann lenti einkum í 308 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.