Heima er bezt - 01.09.1957, Side 24
mínir. Við skulum skreppa að gamni okkar út á sjó!“
Hún gekk á undan þeim niður að sjónum, og litlu
krílin fylgdu henni eftir, eins fljótt og þeir gátu. Þeir
hlupu við fót, en voru dálítið reikulir í spori, og stund-
um ultu þeir alveg um koll.
Tveir þeirra voru töluvert minni en hinir og virt-
ust fremur vesaldarlegir. Það gerði ekki betur en að
þeir gætu fylgzt með. Þeir drógust lengra og lengra
aftur úr, og allt í einu duttu þeir niður í sprungu milli
steinanna. Þeir urðu afar hræddir og grétu sáran og
grenjuðu. Perla heyrði einhvern hávaða og leit við.
Hún taldi ungana: „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm! En
hvað gat eiginlega hafa orðið af þeim sjötta og sjö-
unda?“ sagði hún. Svo gekk hún til baka og leitaði,
þangað til hún fann litlu vesalingana og gat hjálpað
þeim upp.
Innan skamms komst allur hópurinn niður að sjón-
um, og síðan lögðu þau öll til sunds. Og nú kunnu
þau heldur en ekki vel við sig! Það var eins og litlu
angarnir sjö hefðu verið á vatni í langan tíma. Þeir
syntu svo léttilega, köfuðu og léku sér á ýmsa lund,
að furðu gegndi.
Þó var augljóst, að tveir minnstu ungarnir voru líka
eftirbátar hinna á vatninu. Perla varð alltaf að fylgjast
vel með þeim. Hún var hrædd um, að stóri, vondi máf-
urinn, sem kallaður var Svartbakur, mundi koma og
taka þá.
„Komdu nú, Pilli minn, og komdu nú, Dilli,“
sagði hún blíðlega. Og litlu vesalingamir lögðu strax
af stað og flýttu sér eins og þeir gátu á eftir þeim
hinum.
„Þið hafið vafalaust verið í eggjunum hennar Fífu,“
sagði Perla. „Ég held ég verði að skíra ykkur eitt-
hvað, því að ég þarf alltaf að fylgjast með ykkur og
kalla á ykkur. Við skulum nú sjá! .... Já, þið getið
heitið Pilli og Dilli! Hinir geta spjarað sig án nafns.“
„Komdu nú, Pilli minn, og komdu nú, Dilli,“ sagði
hún í gælurómi. Og Pilli og Dilli brugðu strax við. Þeir
syntu eins hratt og þeir gátu og notuðu einnig litlu
vængina sína til að flýta fyrir sér. Og samt urðu þeir
langt á eftir.
Perla synti með ungana sína inn í friðsæla og fallega
vík. Fyrir utan var hafið, blátt og heillandi, eins langt
og augað eygði. í fjarska virtist þó hafið úfið og öldu-
gangur mikill.
En inni í víkinni var stafalogn og unaðsleg blíða.
Perla var svo hamingjusöm og hreykin af ungahópn-
um, að hún réð tæpast við sig og tók að rabba við þá
af mikilli mælsku. Og ungarnir tóku glaðlega undir.
Þeir kvökuðu allir af kátínu yfir því að vera til. Sólin
skein skært og yndislega, og þeir áttu allt hið stóra og
bláa haf.
Á steini í fjörunni sat einmana æður. Það var ung-
frú, sem hét Fía. Hún heyrði glaðvært kvak hinnar
hamingjusömu fjölskyldu, en sá hana ekki í fyrstu.
Hún leit í allar áttir.
Svo kom hún auga á hópinn úti á víkinni og flýtti
sér af stað til þess að virða hann betur fyrir sér.
Hún synti margar ferðir í kringum litlu, svörtu
krílin og horfði öfundaraugum á Perlu.
„Heyrðu, Perla, — viltu ekki vera svo væn að lána
mér ungana þína litla stund,“ sagði hún í bænarrómi.
„Nei, því fer fjarri. Ég skal láta þig vita strax, að
ég ætla alltaf að sjá um þá sjálf!“ svaraði Perla.
Fía var spölkom frá þeim, en ef Perla gleymdi sér
um stund, laumaðist hún til unganna og spjallaði við
Þá-
„Æ, viltu ekki lána mér aðeins nokkra þeirra ofur-
litla stund?“ spurði hún aftur í bænarrómi.
„Nei, ég hef þegar neitað því. Þér var nær að eign-
ast sjálf unga, heldur en sýna öðrum svona ágengni
og frekju!“ svaraði Perla miskunnarlaust og synti lítið
eitt fjær.
„Það er hægar sagt en gert!“ svaraði Fía.
Hún var fjarska sorgmædd á svip.
Á hverjum degi undi Perla í víkinni góðu með ung-
unum sínum. Og á hverjum degi synti ungfrú Fía allt
í kringum þau og reyndi að sjá sér færi á að rabba
svolítið við litlu, fallegu ungana.
Pilli og Dilli drógust oft aftur úr hinum, eins og
fyrr. Fía veitti því líka fljótt athygli og var þess vegna
löngum í námunda við þá. „Þið ættuð bara að koma
til mín og búa hjá mér! Ég veit um fjarska góðan mat
í fjörunni þarna,“ sagði hún í bænarrómi. En Pilli og
Dilli þóttust hvorki sjá hana né heyra.
Svo var það loksins dag nokkurn, að Perla sagði:
„Heyrðu, Fía! Ef þig langar svona fjarska mikið til
að fá ungana mína lánaða, geturðu fengið að hafa þá
einn eða tvo daga. Á meðan ætla ég að skreppa út í
skerin og vita, hvort ég get ekki hitt bónda minn.
Hann heldur þar til, skal ég segja þér, og sleikir sól-
skinið með félögum sínum. í rauninni á ég skilið að
fá mér dálítið frí eftir allar setumar við útungunina.“
Fía geislaði af gleði og ánægju. „Þakka þér innilega
fyrir. Þú getur farið fullkomlega róleg. Ég skal vissu-
lega gæta unganna þinna vel! “
„En vertu sem mest hérna inni í víkinni,“ sagði Perla.
„Annars getur Svartbakurinn vondi tekið einhvern
unganna minna. Og gleymdu nú ekki, að þeir em sjö.
Og sjö vil ég fá aftur — og engar refjar! Kannm annars
að telja upp í sjö?“
„Já, það kann ég vissulega. Ég get meira að segja
talið alveg upp í tíu!“ sagði Fía hreykin.
„Jæja, einmitt það!“ sagði Perla. „Þá ætla ég líka að
fara samstundis. Verið þið blessuð og sæl, og líði ykkur
nú vel á meðan.“
Úti á hinum tanganum bjó önnur æður. Það var
líka ungamóðir. Hún var kölluð Trína og hafði oft
verið fjarska vond við vesalings Fíu. Hún hafði kall-
að hana piparkerlingu, og það var ekld hægt að gera
Fíu neitt verra.
Strax og Fía hafði tekið ungana að sér, sagði hún:
„Komið nú allir, krílin mín! Nú skulum við skreppa
í ferðalag út fyrir tangann þarna og leyfa leiðinlegu
kerlingunni, henni Trínu, að sjá okkur!“
312 Heima er bezt