Heima er bezt - 01.09.1957, Blaðsíða 26
„Við skulum nú athuga málið,“ sagði hann upp-
hátt. „Ég sá einn, — tvo, — þrjá, — fjóra, — fimm,
— sex, — sjö!“ Hann kinkaði kolli við hverja tölu, sem
hann nefndi, svo að toppurinn hristist til.
„Sjö ungar? Þá hafa það vafalaust verið mínir. Þakka
þér kærlega fyrir,“ sagði Perla fjarska glöð og synti
áleiðis til víkurinnar.
Og þarna fann hún loksins Fiu og ungana.
„Hvers vegna varstu ekki róleg í víkinni litlu, þar
sem þú áttir að vera?“ sagði Perla. „Þú varst næstum
alveg búin að gera mig örvita af hræðslu. Komdu nú
tafarlaust með krakkana mína!“
„Æ, nei, æ, nei, — taktu ekki ungana mína frá mér,“
sagði Fía í bænarrómi. Hún var alveg komin að því
að gráta.
„Ungana þína, segirðu! Ég hlusta ekki á svona bull,
— þú veizt vel, að ég á þá.“
„Nei, þú átt ekkert í þeim,“ mótmælti Fía. „Þetta
eru ungarnir hennar Trínu. Þínir fóru með Fífu og
ungum hennar, af því að þú varst svo lengi að heim-
an. Þeir eru hinum megin við tangann. Þú áttir líka
sjö unga, en hér eru aðeins fimm. Teldu þá sjálf!“
„Já, vissulega átti ég sjö,“ sagði Perla og fór að telja:
Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm.... Nei, það er alveg
satt, ég átti aðeins fimm. Tvo þeirra átti ég ekki. Ég
fékk þá bara lánaða hjá henni Fífu.... Annars hlýt-
urðu að geta skilið, að ég þekki mína eigin unga!“
Svo kallaði Perla á ungana með sínum gamla gælu-
róm. Rödd hennar hefur hlotið að hafa einhvem annan
hljómblæ en rödd vesalings Fíu, því að ungarnir lyftu
strax höfði og hlustuðu, — og síðan sneru þeir baki
við Fíu og syntu til Perlu.
Svo synti Perla burt, og ungarnir fylgdu henni fast
eftir. Þeir notuðu bæði vængi og fætur, og öðru hverju
var sem þeir hlypu á vatninu, þeir voru svo ákafir og
ánægðir.
Þegar þau komu í litla, friðsæla vík, námu þau staðar
og vörpuðu mæðinni.
„Hamingjunni sé lof fyrir það, að ég fann ykkur
aftur, bömin mín!“ sagði Perla. „Nú skulum við vissu-
lega skemmta okkur og láta okkur líða vel. En emð
þið nú hérna öll? Við skulum athuga málið: Eitt, tvö,
þrjú, fjögur, fimm. Jú, það getur vel verið rétt! Þau
tvö, sem eru horfin, þarf ég ekkert frekar um að hugsa.
Fífa átti þau alveg áreiðanlega, og það var nú raunar
aldrei ætlunin, að ég hefði þau.“
En í djúpa gjótu bak við tangann hafði Fía flögrað
og leitað athvarfs. Hún grét sárt og var fjarska ein-
mana.
„Ó, hvað mér finnst ranglátt, að þetta skuli vera
þannig í þessum heimi!“ sagði hún. „Sumir eiga svo
mikið, að þeir geta ekki einu sinni fylgzt með því öllu,
en aðrir eiga ekki svo mikið sem einn lítinn unga til
að gleðjast við.“
Og svo hélt hún áfram að gráta.
Morguninn eftir var það versta liðið hjá, og þá lagði
hún af stað til þess að leita að nýjum ungum til að
fóstra.
Og þegar kvöldsólin varpaði gullnum geislabjarma
á hafið, synti Fía frænka hreykin fram og aftur með
nýjan ungahóp. Svo sneri hún sér allt í einu við og
taldi: „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex. Já, það stend-
ur heima!“
„Verið nú vænu bömin, og syndið rétt á eftir Fíu
frænku. Svo skreppum við inn í víkina og fáum okk-
ur gómsætan bita áður en við föram að sofa,“ sagði
hún.
Og nú var hún aftur ósegjanlega hamingjusöm.
En, — hvað mundi sú sæla vara lengi?
HEILABROT
eftir Xophonias Pétursson
HÁLSBINDI
Hve mörg hálsbindi er það minnsta, sem hægt er að
komast af með, ef við ættum að ganga með bindi alla
daga mánaðarins.
AÐ KVEIKJA LJÓS
Á hverju ættum við fyrst að kveikja, ef við ættum
eina eldspýtu, en þyrfmm að kveikja í vindlingi, pípu
og á kerti.
AKUREYRI - REYKJAVÍK
Milli Akureyrar og Reykjavíkur er vegalengdin yfir
400 ldlómetrar, en til að gera dæmið einfaldara skulum
við halda okkur við það, að hún sé 400 kílómetrar.
Jón leggur af stað frá Akureyri kl. 1 eftir miðnætti.
Hann ekur með 50 ldlómetra hraða á klukloistrmd.
Sigurður leggur af stað sama morgun kl. 4 frá Reykja-
vík. Hann er með þunglestaða vörubifreið og ekur þó
með 25 kílómetra hraða á klukkustund.
Báðir aka viðstöðulaust.
Hvað var klukkan, þegar þeir mættust?
KINDURNAR
Smalar tveir hittust með nokkrar kindur. Þeir hétu
Ólafur og Jón. Ólafur mælti við Jón: „Láttu mig fá
eina kind, þá á ég helmingi fleiri en þú. Það er hæfilegt,
fyrst ég er helmingi eldri.“ „Nei,“ svaraði Jón, „láttu
mig fá eina, þá eigum við jafn margar.“
Hve margar kindur átti hvor þeirra?
314 Heima er bezt