Heima er bezt - 01.09.1957, Síða 27
Höfundur: TOP NAEFF . Þýðandi STEFAN JONSSON, námsstjóri
eKhJJ
SKÓLASAGA FRÁ HOLLANDI
OG
VIN STÚLKUR
HENNAR
Þau mistök urðu i síðasta hejti, að niðurlag VI. kafla féll
niður, og birtist pað nú hér á eftir.
Jóhönnu var skapþungt, og lá við gráti. Þetta gullúr
hafði hún erft eftir ömmu sína. Hún kveið svo fyrir
að segja mömmu sinni frá þessu óhappi. — Þetta gekk
þó allt betur en hún hafði búizt við.— Mamma hennar
varð þó alveg undrandi, og pabbi hennar hristi höfuðið
og sagði:
„Elsku stúlkan mín litla! Hvemig gaztu verið svona
óheppin?“
En það var eins og foreldrar Jóhönnu væra eitt-
hvað annars hugar. Alveg óvænt hafði Karl sonur þeirra
komið heim.
Þau töluðu saman í lágum hljóðum, en Jóhanna
tók ekki eftir neinu. Hún gat ekld hugsað um neitt
nema sitt týnda gullúr.
„Heyrðu, Jóhanna,“ sagði mamma hennar. „Farðu úr
kápunni og komdu að borða matinn. — Hann er löngu
tilbúinn. — „Hefurðu farið á lögreglustöðina?“
„Já, mamma.“
„Ætla þeir að láta þig vita, ef úrið finnst?“
„Já. — En annars verðum við að auglýsa.“
Á meðan Jóhanna átti þetta samtal við mömmu sína,
hafði hún farið úr kápunni og tekið af sér hattinn. —
Þegar hún settist að borðinu, ráku allir upp skelli-
hlátur.
„Elsku Jóhanna mín. — Hvernig hefurðu farið með
hárið á þér?“ sagði mamma hennar undrandi.
„Ég fór til hárgreiðslukonu,“svaraði Jóhanna hreyk-
in. — Hún vissi alls ekki, hve hlægilega hún leit út.
„Líttu í spegil,“ sagði Karl bróðir hennar hlæjandi.
„Æ, hvað er að sjá þetta,“ sagði Jóhanna örvingluð,
er hún sá þessar uppsltrúfuðu hártjásur.
„Þú hafðir svo fallegt hár, en nú ertu alltof stutt-
klippt, og hárið eins og strý,“ sagði mamma hennar.
„Þetta getur orðið þér lengi til ánægju,“ sagði Sess-
elja. „Hárið er lengi að vaxa.“
„Þetta er heldur happadagur, hjá þér, systir,“ sagði
Karl háðslega. — „Hvað hefur þú misst fleira, en gull-
úrið og hárið?“
„Tuttugu og fimm krónur, því að það skulda ég
hárgreiðslu-konunni. — Og þá veiztu það,“ sagði Jó-
hanna beizkyrt. — Hún leit í kringum sig, til að sjá
hvernig þessari frétt væri tekið. Með sjálfri sér var
hún fegin að hafa haft kjark til að segja frá þessu strax.
„Þú hefðir átt að fá 25 krónur fyrir það sjálf að láta
fara svona með þig,“ sagði Karl bróðir hennar háðs-
lega; en pabbi hennar hleypti brúnum og sagði ásak-
andi:
„Jóhanna mín! Hvaða aulaskapur er þetta? Heldur
þú að mér veitist svo létt, að afla peninganna? Það
er ekki rétt að eyða peningum til einskis. Þú hefur
aldrei eytt eins miklu í snyrtivörur og síðastliðna viku.
Ég veit ekki, hvað gengur að þér. Framkoma þín heima
er heldur eldd eins góð og áður. Við mamma þín höf-
um bæði tekið eftir þessu.“
Jóhanna varð hálf skömmustuleg, en hugsaði þó með
sjálfri sér, hve gaman það væri að trúlofa sig eða gift-
ast, og verða sinn eigin húsbóndi, og þurfa þá aldrei
framar að hlusta þegjandi á ávítur.
Hún ákvað að fresta því að spyrja bróður sinn um
Gelder liðsforingja. En mildð langaði hana þó til að
frétta af honum. — Vel gat hann líka verið veikur.
Jóhanna var fámál við matinn, og dró sig svo í hlé.
Hún veitti enga athygli því, sem fram fór í kringum
hana. — Hún tók alls ekki eftir því, að mamma henn-
ar og Sesselja systir litu hvor á aðra dular-fullar og
hátíðlegar á svipinn. Og hún tók heldur ekki eftir því,
að Sesselja systir hennar kafroðnaði og hélt áfram að
ausa súpu á diskinn sinn, þangað til bróðir hennar
spurði hlæjandi, hvort hún ætlaði að borða þetta allt,
og allir við borðið litu svo skringilega til Sesselju. —
Að lokum fannst Jóhönnu þó, að eitthvað sérstakt væri
á seiði og spurði því hálf undrandi:
„Hvað er eiginlega að ykkur? Af hverju eruð þið
öll svona dularfull, en segið mér þó ekki neitt?“
Pabbi hennar varð fyrir svörum og sagði hlæjandi:
„Já, það er ekki fallegt að móðga stúlku á sextánda
ári. En litla vina mín: Fullorðna fólkið á stundum
ýmisleg leyndarmál, sem börnum kemur ekld við.“
„Börn — barn! Alltaf sama sagan,“ þrumaði Jó-
Heima er bezt 315