Heima er bezt - 01.03.1958, Side 2
Fornar dygáir
Tímarnir breytast, og ásamt þeim mat mannanna á
verðmætum lífsins, rétt eins og' mennirnir breytast
sjálfir. Það, sem kynslóð vor telur eftirsóknarvert og
rétt, getur orðið lítilsvirði í augum næstu kynslóða, á
sama hátt og vér lítum smáum augum á margt af því,
sem afar vorir og ömmur höfðu í hávegum. Þetta á við
bæði um efnislega hluti og andleg verðmæti.
Old vor hefur verið meiri umbrotatími og byltinga
en nokkur önnur. Hefur þar hjálpað til, að samneyti
þjóðanna er miklu nánara og samskipti örari en áður var.
I öllu þessu umróti, tveimur heimsstyrjöldum, þjóð-
félagslegum byltingum, bæði hið ytra og innra og tækni-
legri þróun, stórfelldari en nokkurn hefði dreymt um
fyrr á tímum, hefur sem vænta má margt farizt. Mörg
verðmæti hafa glatazt að eilífu, og nýtt mat á hlutunum
hefur skapað gjörbyltingu hugarfarsins. En allt um óró
og öryggisleysi tímanna mundum vér þó tæplega kjósa
okkur að lifa á annarri öld. Og ef satt skal sagt, hefur
engin öld sögunnar verið þroskavænlegri mannkyninu,
ef það einungis þekkir sinn vitjunartíma.
Naumast hefur þó flóðbylgja hins nýja tíma skollið
með jafnmiklu afli á nokkurri þjóð eins og Islend-
ingum. Framvinda 20. aldarinnar hefur sveiflað oss aftan
úr grárri forneskju í lifnaðarháttum og hugarfari til
nútímans. Og þetta hefur gerzt svo rækilega, að vér
erum um marga hluti nýtízkulegri í lifnaðarháttum en
allur þorri nágrannaþjóða vorra. Og vér njótum á marga
lund meiri lífsþæginda en fjöldi annarra þjóða, sem fyrir
fáum áratugum stóðu oss svo mildu framar, að nam
aldaþróun. Þetta er oss vert að hafa hugfast, þegar vér
skyggnumst um í samtíð vorri.
En jafnframt því, sem margt hefur á unnizt, hefur
einnig margt farið í súginn í þjóðlífi voru. Það er að
nokkru leyti táknrænt fyrir innreið hins nýja tíma á
voru landi, að vér þurfum nú oft að fara um heil byggð-
arlög, til þess að leita að munum eða tækjum, sem hvert
heimili átti og notaði daglega í bernsku þeirra, sem nú
eru komnir á miðjan aldur eða vel það.
En það eru ekki aðeins munimir, sem glatazt hafa.
Aldagamlar siðvenjur hafa farið sömu leið, og hugar-
farið hefur tekið gjörbreytingu. En svo undarlega vill
til, að vér Iátum oss miklu tíðara um að safna fornfá-
legum munum og búa þeim sess í virðulegum salar-
kynnum, heldur en að skyggnast um eftir þeim verð-
mætum hugarfarsins og skaphafnar þjóðarinnar, sem
glataszt hafa eða eru á hraðri leið með að sökkva í sjó
gleymskunnar. En ef til vill kemur það einnig.
Hér er hvorki rúm né færi á að rekja marga þætti
þess máls, enda skal það ekki gert. Aðeins vildi ég
benda á tvennt í fari íslenzku þjóðarinnar, sem mjög
einkenndi líf og viðhorf genginna kynslóða, en nú virð-
ist óðum láta minna og minna á sér bæra. Þessar dygðir,
sem mér finnst rétt að kalla svo, voru: iðjusemi og nýtni.
Enda þótt breyttir tímar krefjist breittra viðhorfa,
þá ætti engum að dyljast það, að þessar tvær dygðir
ættu báðar að standa upp úr ölduróti byltinganna. En
ég hygg, að engum, sem kynnist íslendingum nú, muni
finnast þær bera hátt í fari þeirra.
Ekki verður því að vísu neitað, að mikið er unnið í
landi voru, en allt um það fara óeðlilega margar stundir
til ónýtis, og betur mætti halda á þeim, sem unnar eru.
Alvarlegra er þó hitt, að stöðugt fjölgar þeim flokki
manna, sem leitast við að komast áfram án eiginlegrar
vinnu, og hlutskipti þeirra þykir eftirsóknarvert. Um
alllangt skeið hefur erfiðlega gengið að fá nægilegt
vinnuafl til framleiðslustarfa þjóðfélagsins. Engum ætti
þó að blandast hugur um, að þau störf eru undirstaðan
að lífi þjóðarinnar, þótt fleiri verði að vísu að vinna.
Aukin vinnuafköst, á hverju sviði sem er, hljóta að bæta
hag heildarinnar, og iðjusemin er ein þeirra megindygða,
sem heill hvers þjóðfélags hvílir á. En því má heldur
ekki gleyma, að iðjusemin er andlega þroskandi. Af
henni sprettur starfsgleðin, en fátt gerir manninum lífið
léttara og eykur gildi þess eins og gleðin af starfinu og
ánægjan af vel unnu dagsverki. Og fátt eða jafnvel ekk-
ert skapar meiri -tómleika og er meiri bölvaldur í lífi
hvers og eins en iðjuleysið. Ef það heltekur heila þjóð,
þá er vá fyrir dyrum.
En þótt iðjusemi vor íslendinga hafi hnignað, mun
þó hinni fornu nýtni hafa hrakað enn meira. Segja má,
að nýtni feðra vorra hafi stundum verið öfgum blandin,
en hún var sprottin af lífsnauðsyn, harðri baráttu fyrir
lífinu og fárra kosta völ. Enda var hún ein þeirra dygða,
sem feður og mæður gerðu sér hvað mest far um að
innræta börnum sínum. En svo má kalla nú, að nýtni sé
næstum því orðin ódygð í augum margra. Hún er talin
sama og búraháttur og næstum því lítilsvirðandi fvrir
manninn. Vitanlega er það rétt, að nýtni getur gengið
of langt, hún getur undir sérstökum kringumstæðum
orðið eyðsla og óhagsýni, slíkt verða menn að kunna að
meta hverju sinni. En hér er ekki rætt urn slíka öfgafulla
nýtni, heldur hina, sem hvílir á fullri hagsýni og skyn-
semd. Og vér munum geta sannað það hver og einn, ef
76 Heima er bezt