Heima er bezt - 01.03.1958, Side 6

Heima er bezt - 01.03.1958, Side 6
Tvö I)iéf frá Bertel E. Ó. Porleifssyni til Ólafar á Hlöáum Síðastliðið ár átti skáldið Bertel E. Ó. Þorleifsson ald- arafmæli (f. 3. des. 1857). Snæbjörn Jónsson minntist hans fagurlega með útgáfu dálítils kvers, er flutti nokk- ur kvæði eftir Bertel, ritgerð hans um Henrik Ibsen, og síðast en ekki sízt mjög vel skrifaða og hlýlega grein um hann eftir Snæbjörn, þar sem skáldinu og mannin- um er lýst af samúð og skilningi. Þá var Bertels einnig getið í grein í blaðinu Akranesi og bókinni 1001 nótt Reykjavíkur. Við lestur kvers Snæbjarnar rifjaðist upp yfir mér, að í bréfasafni Ólafar frá Hlöðum, sem er í mínum vörzlum, voru tvö bréf frá Bertel. Þessi brjef birti ég nú hér að öllu eins og bréfritarinn hefur frá þeim gengið. Tvennt virðist mér bréf þessi sýna Ijóslega. í fyrsta lagi hina leikandi léttu hagmælsku höfundarins. Kvæð- in, sem í bréfunum eru, eru vissulega ort samtímis því að þau eru skrifuð; höfundurinn lætur þar í Ijós hugs- anir sínar í bundnu máli jafngreiðlega og aðrir í ó- bundnu. Og í öðru lagi þykir mér, sem þarna komi greinilega fram, að undir hinu ytra borði glaðværðar og glæsimennsku hafi hann borið þungan trega, og þjáðst af vinleysi og einstæðingsskap. Og skyldi ekki sú þjáning hafa að síðustu ráðið örlögum hans. Um fólk það, sem getið er í bréfunum, kann ég fátt eitt að segja. Sigríður mun vera Sigríður Helgadóttir, ráðskona á Friðriksspítala, vinkona Bertels. Hjá henni átti Ólöf athvarf ár það, sem hún dvaldist í Kaupmanna- höfn, og áttu þær bréfaskipti saman um hríð eftir það. Man ég, að ég sá margt bréfa frá Sigríði hjá Ólöfu. En öll voru þau bréf glötuð, þegar bréfasafnið komst í mín- ar hendur. Ef til vill hefur Ólöf eyðilagt þau sakir ein- hverra einkamála, sem í þeim hafa verið. Er skaði, að bréf þessi skuli hafa glatazt, því að Sigríður hefur verið merkiskona, sem fátt er kunnugt um. Sigurður kynni að hafa verið Sigurður L. Jónsson, en af áðurnefndri rit- gerð Snæbjarnar kemur fram, að góð kynni hafa verið með þeim Bertel. Fleira er ekki ástæða til að taka fram um bréf þessi. Ég vona, að þau bæti einum drætti í mynd hins geð- þekka gáfumanns, sem svo allt of fátt er kunnugt um, en var einn þeirra manna, sem boðaði nýjan tíma í ís- lenzkum bókmenntum á síðastliðinni öld, og hefur ekk- ert eftir sig látið annað en það, sem fagurt er og geð- þekkt. St. Std. Kaupmannahöfn 8/10 [ 18]83. Ólöf, heiðraða Ijósmóðir. Jeg hripa yður þessar fáu línur að eins í þeirri von að mjór verði mikils vísir. Þjer eruð jafnan í brjefum til Sigríðar, að því er hún segir, að „rukka“ mig um vísurnar, sem jeg orti til yðar þegar þér fóruð, en þjer aldrei fenguð. Jeg hef aldrei skrifað þær annarsstaðar en á brjefkortið og satt að segja man þær ekki, þótt skömm sje frá að segja, voru víst lífilfj örlegar, ekkert við þær, nema að þær voru vel meintar. Og þó þykir mér illt að hafa gleymt þeim, jeg man að það var eitt- hvað gott í annari og þriðju vísunni, kvæðið byrjaði einstaklega skikkanlega. Bárur beri yður um breiðan íslands sjó, verði á skipi skriður, unz skína lítið snjó. Svo man jeg ekki, það var einhvur1) ósk um að alt yrði eins hreint fyrir yður heima eins og hin fyrsta landsýn, eins og fossarnir kvæðu yður gamalkunnugt vinalag, eins yrði mál mannanna minningamál og vin- legt og þýtt o. s. frv. Eins og þjer sjáið fallegar óskir þ. e. augnabliksóskir, sem alltaf eru einlægastar en eiga sjer skemmstan aldur. Við Sigurður söknuðum yðar stórlega, við höfum aldrei náð í aðra eins manneskju að kíta við, Sigríður er reyndar góð en öðru vísi, hún er svo mikill karakter, sem jeg efast ekki um að þjer sjeuð, að maður er altaf hræddur við, af því að maður finnur þungann í fljót- inu, að stemma svo á að ósi að hún brjóti alla stíflugarða. Jeg get ekkert sagt yður í frjettum, jeg hef ekki svo mikið sem talað við Emelíu Jensen ennþá, en það er ekki öll nótt úti enn, annars líður mér við þetta gamla. Jeg er fluttur út af Garði, geng á spítalann og vonast eftir að komast á Stofnunina, les dálítið meira en áður og er meira fyrir mig einn, og eins og vant er vinalaus. En þótt einn sje og vinlaus jeg uni mjer vel, jeg yrki og þá er jeg kátur, 1) óskýrt í hdr., einhvur sýnist skrifað ofan i eitthvað. 80 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.