Heima er bezt - 01.03.1958, Blaðsíða 7
harmanna skemmtir mjer haglþrungið jel,
í hafróti dansar minn bátur.
Jeg ferst ei þótt haföldur hamist á mjer,
þótt heimsköld lygð um mig næði,
því vonin og fjörið við árarnar er,
og árarnar, það eru kvæði.
Og vonin og fjörið og ímyndaafl
mig aldregi vinsnauðan láta,
við hatur og lygi tefla þau tafl
og trúið mjer, skáka og máta.
Fyrirgefið og svarið yðar
Bertel Þ.
Khöfn 14/1 ’84.
Herra — nei — jómfrú Ijósmóðir Ólöf Sigurðardóttir
— svona byrjuðuð þjer —
Gleðilegt nýjár, það gamla jeg þakka
og gefi yður Drottinn mörg hundruð krakka.
Jeg meina — hann geri yður móður að ljósi
hjá maddömum, griðkum, og stelpum í fjósi.
Fyrirgefið þjer flýtisósk þessa.
Jeg fann ekki annað — en vildi yður blessa,
en ef hann hefur annað til
undan jeg ei vitund skil
af öllu góðu, sem gefast má
og getur yður hrinið á,
gefi hann yður góðan mann
ef getur hann — og vilji hann
og það er að segja, ef þjer ei svarið
„þenna kaleikinn herra sparið“.
Jeg held jeg hætti annars þessum skramba, að skrifa
í ljóðum, mjer fer altaf þegar jeg skrifa í Ijóðum eins og
fola, sem hleypt er út úr hesthúsi á sléttan völl, — jeg
bregð á leik og sest aldrei nema jeg hálsbrjóti mig eður
slái einhvern svo að hann meiðist.
Jeg þakka yður annars fyrir miðann — hann var nóg
ári stífur — og sjerstaklega fyrir næst seinustu vísuna.
Þjer verðið að fyrirgefa, jeg er ekki í humöri í kveld til
þess að skrifa skynsamlega og alvarlega, það verður að
bíða þangað til jeg verð það.
Jeg man vel eftir Þorbjörgu og Guðrúnu systur henn-
ar. Þorbjörg hefur gefið mjer margan kökubita með vel
ofan á, þegar hún bjó í Hákonarbæ, hún er greind kona,
en ekki við alla lund, heilsið þjer henni frá mjer.
Þjer minnist á það, sem þjer kallið litla heiminn yðar,
og talið hlýtt og vinalega um, jeg held jeg geti fullyrt
að það „hverfist“ enginn úr honum nema ef hann bregð-
ur sjer inn í annan heim.
Ekki er jeg kominn á „Stiftelsen“ enn þá, því er ver,
svo ekki þarf að „assurera“ hana enn, nje yður við til
þess að gerast „brandmajor“. Ekki hef jeg enn hitt hana
Emelíu á Nörrebro. Jeg hlakka annars til að komast í
kynningu við læridæturnar, þó jeg í aðra röndina sje
hálfhræddur um mig, þær eru svoddan seiðkonur, og —
Jeg veit ei hvað því veldur
ef við jeg kynnist fljóð
þá er-jeg óðar seldur,
já — ofurselt mitt blóð.
Jeg finn það kvikna og kvikna
og koma upp í mjer,
jeg vona, kvíði og vikna,
og — veit þó hvernig fer,
því sífellt er hinn sári
og sarni endirinn.
Með „trygðarofi11 og „tári“,
jeg — trúi eg — svikarinn.
En þær eru ekki hótinu betri en við.
Sem kæna er kvenmanns hugur
á kvikum ægi blá.
Hún mókir — markar hringa
í mjúkan, gljáan sjá,
sem leikur Ijett við hana
og lætur til og frá
á bárum gljúpum berast
svo blítt og þýtt sem má.
Og hún, er hafið styður —
nei — hafið vefur sig
um hana alla vegu
og eitt það ræður stig.
Og ef það ýfist — hreyfist
og ólga — hvítna fer,
hún skoppar eins og skelin,
sem skip hjá drengjum er.
Hún hneigist — fallega’ að falli
og fleygist öldum með,
og gefi á, fyllist — ferst hún
— svo fara hef jeg sjeð —
Og hve má hún stjórnlaus styðja
hinn sterka, æsta sjá.
Nei — hún getur bara borist,
já borist — hafinu á —.
Nú er örkin búin og jeg skrifa ekki nema örk og þó
á ég margt eftir ótalað við yður, en ég þarf að skrifa
fleirum og er — það er satt — illa upplagður, þreyttur
eftir „Heimdall“, sem jeg vona að þjer takið vel á móti
og hospítalið og fleira. Verið
þjer í guðs friði, — en verið ekki vondar, yðar
Bertel E. Ó. Þ.
Heima, er bezt 81