Heima er bezt - 01.03.1958, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.03.1958, Qupperneq 17
kipast veáur í Iofti Eftir Lú&v. R. Kemp sökum þess, að hagleysur voru, og var því fé, víðast hvar mestallan veturinn á gjöf. Engin sérstök mann- dráps- eða fjárdrápshríð var því þennan vetur. Veturinn 1914 til 1915 var alls ekki harður hér, en stórhríðar komu nokkrar, sem ekki gerðu tilfinnanlegt tjón. Hagar voru ágætir allan veturinn, enda bjargaði það bændum hér, því að sumarið 1914 var hið alversta sumar, sem komið hefir á þessum parti Norðurlands, síðan ég kom hingað. Veturinn 1915 til 1916 er sá mesti snjóavetur, sem komið hefur á milli Héraðsvatna og Blöndu, síðan ég kom hingað. — Þá voru að eins þrír dagar hríðarlausir á þorranum, og fjórir á einumánuðinum. — Stillur voru alla góuna, en hagskarpt og haglaust víðast hvar, þótt þriggja daga hláka kæmi um góubyrjun. Áttum var svo háttað þennan vetur, að frá því miðvikudaginn fyrir þorra, að byrjaði að snjóa, og allan þorrann út, var vest- an og útnorðanátt, og því alt af hægur hér. — Eins og nærri má geta, var færið orðið í þorralok eindæma bölvað. Meira að segja gögnuðu skíði lítt, þar sem þau sukku svo djúpt í lausamjöllina. Einmánuðinn allan og fyrsu sumarvikurnar var austan og norðaustanátt, hvassviðri tíð og fannkoma einhverntíma á sólarhringn- um. — Föstudaginn í fimmtu viku sumars komu fyrstu rigningadroparnir, þá hægur á landsunnan. Hafði þá ekki komið rigningardropi úr lofti síðan þriðja góudag. Margra stórhríða minnist ég frá þessum vetri, en engra, er skaða gerðu á fé í mínu nágrenni. — Ein af þessum hríðum var þó talsvert söguleg fyrir mig, og skal nú skýra frá, á hvern hátt það var. — Stúlka utan af Skaga, hafði verið hjá okkur um tíma, en skyldi nú halda heimleiðis. Ég ætlaði að fylgja henni út í Laxárdalinn, að Hafragili. Morgun þann, er við hugðum til ferðarinnar, var að vísu hríðarlaust, en eindæma ljótt veðurútlit. Upp úr hádegi lögðum við upp í ferðina. Okkur fylgdi grár hundur, sem Kolur hét. Þegar við vorum komin tæpt miðja leið, skellti saman í ofsa norð- anhríð, með frosti og fannkomu. — Seint sóttist ferðin, en kvenmanninum kom ég í hús á Hafragili. Var þá farið að rökkva. Ekld vildi ég stanza þar, en mjólk fékk ég að drekka. Héldum við Kolur nú heimleiðis, þótt veðrið væri brjálað. Kolur var afar loðinn og kunni því illa hríðum, því að það hlóðst svo mikill snjór utan á belginn. — Laxáin fellur eftir gili alla leið framan af Skálahnjúksdal og út fyrir Elafragilsbæ. Er það sums staðar djúpt og varasamt í stórhríðum, mönn- um og skepnum. Gil þetta vildi ég forðast, og hélt mig frá því, þegar ég hugði mig kominn á hlið við það. En ekki var ég nú samt vissari enn það, að allt í einu sá ég í iljar Kols, er hann steyptist fram af hengju, er sprakk um leið. Kallaði ég á hundinn og sigaði, en heyrði hvorki né sá fyrir veðrinu. Varð ég því að skreiðast ofan í gilið og leita að Kol. Eftir stutta leit gaf hann hljóð frá sér, svo ég heyrði. Var hann þar fastur í snjókrapi. Það var létt verk fyrir mig að bjarga Kol, og nú var ferðinni haldið aftur heim að Hafra- gili. Þar stanzaði ég í bæjardyrunum, á meðan Kolur hressti sig á volgum hafragraut og mjólk. Allt gekk vel heimleiðis fyrir okkur eftir þetta. Var þá komið fram um háttatíma, en sama veðrið. Á Ulugastöðum var þá staddur maður, sem Kristján hét Sigurðsson frá Blönduósi. Var hann hætt kominn í þessari hríð, og munaði minnstu að hann yrði úti. Hann hafði gist á Þverá í Norðurárdal nóttina áður, en erindi hans var að gera við Landsímalínuna alla leið að Laxá. Um morguninn hafði hann farið frá Þverá austur yfir Þverárfjall, að Laxá, og hugðist ná að Þverá aftur um kvöldið. — Landsímalínan lá þá yfir Koluga- fjalli og vestur Þverárfjall, tveggja til þriggja kílómetra leið framan við Illugastað. Stuttu eftir að Kristján sneri við hjá Laxánni, skellti saman. Hann hélt þó áfram vestur um stund, en treysti sér ekki, vegna ófærðar og veðurs, að ná vestur í Þverá. — Sneri því við og hugð- ist taka Illugastaði, enda var það miklu styttra. Kristján var dugmikill karl, en var þá orðinn roskinn maður og ókunnur leiðinni frá landsímalínunni og út í Illuga- staði. Hugðist hann því fylgja Laxárgilinu og gerði það. Stutt fyrir sunnan Illugastaði gengur flatlendur tangi að árgilinu, og hverfur því gilið þar á stuttum kafla. Tangi þessi var þá óræktarmóar, en var allur orðinn að túni og frjárhús byggð í honum, þegar ég fór þaðan. í þennan tanga komst Kristján og var þar að sveima aftur og fram, því hann fann ekki árgilið aftur. Um þeta leyti var Júlíus ísleifsson fóstri minn að gefa fé í syðsta húsinu á túninu. Hjá honum var hundur, en þegar karl var að byrgja húsið, tók héppi til að gelta suður eftir, hljóp smám saman suður, en kom aftur að vörmu spori. Fóstra minn fór þá að gruna, að hundur- inn vissi af einhverjum stutt frá, og leggur af stað, og hundurinn með. Sigaði hann héppa og kallaði sjálfur. Stuttu seinna bar þetta árangur, því þarna rakst hann á Kristján, og héldu þeir samstundis heimleiðis. Hefði ég verið heima þennan dag, myndi örugglega löngu búið að gera öll útiverk. Kristján hefði því tvímælalaust legið þarna úti um nóttina, og alls ekki lifað af óskemmdur, roskinn maður, enda versta hríð daginn eftir. Nokkr- um árum áður en ég kom í Illugastaði, hafði maður leg- ið þarna úti í stórhríð. Lenti hanrt þarna í tanganum, alveg eins og Kristján. Þetta var ungur maður, hörku- duglegur, enda sakaði hann ekki. Það var mikil mannaferð og hrossa þarna um og yfir fjöllin á þessum árum, og eiginlega fram til 1923. Heima er bezt 91

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.