Heima er bezt - 01.03.1958, Síða 18
Flest af þessu fólki voru Húnvetningar. Bar margt til
þess. Þá var Sauðárkrókur mestur verzlunarbær á milli
Héraðsvatna og Blöndu. Þar var og kona, er hélt uppi
saumanámskeiðum, virðuleg mjög og vel liðin (Ingi-
björg Pétursdóttir, föðursystir Pálma rektors). Þá var
fvrir stuttu komin til Sauðárkróks Jónas læknir Krist-
jánsson, og vann hann sér álit sem fyrirmyndar læknir
strax í byrjun. Konur og karlar vestan að sóttu mjög
til hans. — Frá nýári til páska 1916 gistu á Ulugastöð-
um 72 menn, karlar og konur. Sumt af þessu fólki kom
illa til reika þangað af fjöllunum. Þá varð ég að bjarga
nokkrum til byggða, sem fylgdarmennirnir gengu frá.
Aldrei varð dauðaslys, en lá oft nærri.
Veturinn 1916 til 1917 var yfirleitt góður hér um
slóðir. Fáar stórhríðar. Þó kom eftirminnileg hríð um
páskana, og skal nú skýrt frá henni. Laugardagsmorg-
uninn fyrir páska var ágætis veður, frostlítið og fann-
komulaust, austanátt auðsæileg og all þunbúinn í norð-
austrinu. Ég átti þá mikinn rekavið út í Sævarlands-
vík, sem ég var að smá-flytja heim. Þennan morgun
lagði ég upp í eina slíka ferð með þrjá hesta og sleða
aftan í hverjum. Með mér var Júlíus fóstri minn. Færi
var fremur gott. Allt gekk ágætlega að binda á sleðana,
og var þá enn bezta veður, en genginn meira í hafið,
þó kvikulítið og logn. Við héldum samstundis heim-
leiðis og sóttist ferðin greiðlega. Þegar við komum
fram um Hafragil, þá brestur á með norðaustanstormi
og hríð. Við héldum þó vitanlega ótrauðir áfram, og
um rökkursbyrjun náðum við heim með ækin og hest-
ana. Þá var veðrið orðið bandvitlaust, sérstaklega veður-
ofsinn. Fannkoma var talsverð en frost lítið en iðu-
laus hríð vegna veðurofsans. Heimaféð hafði allt verið
á beit þennan dag um 2ja km. leið suður frá bænum.
Um það leyti er byrjaði að hvessa, sendi kona mín
unglingsdreng, þá um fermingu, eftir fénu. Ég átti þá
tvær fyrirmyndar-forustuær, aðra svarta en hina svart-
flekkótta, og var hún kollótt. Strákur hafði hitt féð í
einum hóp. Var það á heimleið á móti veðrinu, og for-
usturnar á undan. Hljóðaði hann og argaði til þess að
koma sem mestri styggð að fénu. Gekk honum sæmi-
lega fyrst, en allt af herti veðrið, og að lokum varð
strákur að staulast áfram, stundum skríðandi. Forustu-
ærnar héldu sínu striki heim að fjárhúsum. Kona mín
var þar fyrir og kom fénu í hús eftir harða baráttu.
Strákur hjálpaði henni eftir mætti, úr því hann náði
húsum.
Veðráttum var svo háttað um þessa hríð, að á páska-
daginn var norðaustanátt, ekki ýkjamikil fannkoma, en
hvass og stórhríð. Annan páskadag var greinileg norð-
anátt (réttnyrtur). Ekki hvass, ekki mikil fannkoma,
en gekk á með sortaéljum. Þriðja páskadag var enn skipt
um átt. Þá greinilega útnorðan (norðvestan) og ausandi
fannkoma. Fjórða daginn var áttin aftur orðin rétt
norðan (ágönguhríð), en miklu vægari en annan páska-
dag. Enginn vafi virðist vera á því, að nákvæmlega
sama veðurlag hefir verið yfir þessa hríð, og gamlir
menn skilgreina veðurlagið í „jMaíhríðinni 1887“.
Veturinn 1917 til 1918 hafa hríðarnar tvímælalaust
orðið harðskeyttastur, síðan ég kom á Norðurland. Það
gerði vitanlega frostharkan, sem allt af fylgdi þeim.
Þó bar ein af öllum. Hún stóð yfir 19. jan.
Kvöldið fyrir kom maður í Illugastaði utan úr Lax-
árdal. Hann var með hest og sleða, sem séra Arnór
í Hvammi átti. Erindið var, að biðja mig að fara inn
að Heiði í Gönguskörðum og sækja þangað 1200 pund
af mat, sem séra Arnór átti geymd þar. Hafði Árni
bóndi á Sjávarborg Daníelsson ekið þangað fyrir hann.
Ég vildi allt fyrir séra Arnór gera, enda áttu þau hjón,
Ragnheiður og hann, það margfaldlega skilið af mér.
Ferðin var því ákveðin, um leið og maðurinn stundi
upp erindinu. Gisti hann hjá mér um nóttina. Um
morguninn var rosaljótt veðurútlit. Hafði snjóað mikið
um nóttina og áframhaldandi fannkoma. Þegar tók að
birta af degi, stytti upp fannkomuna og varð stilli-
logn, hægur í loft, en þoka í fjöllum. Ég var alltaf að
gá til veðurs. Þorði ekki að leggja upp í ferðina undir
auðsæilega stórhríð. Að vísu ætlaðist séra Arnór til,
að maðurinn færi með mér þessa ferð, en ég þóttist ei
að hólpnari, þótt ég hefði hann. Loks ákvað ég að
fara ekki. Var þá klukkan um 11 fyrir hédegi. Vorum
við þá búin að borða miðdagsmat, sökum þess að allt-
af sat í ihér að fara inneftir. Ég vendi þá mínu kvæði í
kross og legg á stað að sækja mó, er ég átti í móbyrgi
um eins kílómetra vegalengd sunnan við bæinn. Maður
sá, er sendur var frá séra Arnóri, fór með mér. Við
vorum með 26 tóma poka og ætluðum að selflytja tvær
ferðir, því færi var afleitt fyrir menn og skepnur. Þegar
við vorum rétt að skreppa suður úr túnfætinum, brast
á með norðaustan stórhríð, algerlega brjálað veður. Ég
var með sjóhatt á höfðinu, og sleit hann af mér í fyrsta
bylnum, og hef ég ekki séð hann síðan. Ekki var
ég nú á því að snúa við. Tók ég einn mópokanna af
sleðanum og batt hann í skýlu um höfuðið, og dugði
sá höfuðbúnaður til kvölds. Áfram var haldið og alltaf
verið að, mórinn látinn í pokana og tvær ferðir farnar
með hann heim, síðan borinn inn og allir pokar tæmdir.
Var þá komið langt fram á kvöld. Eftir að við höfð-
um borðað, varð sendimaður prests veikur. Kvennfólkið
reyndi öll möguleg húsráð við hann, en lítt dugði. Varð
sú sjúkdómsgreining ofan á hjá þeim að lokum, að mað-
urinn hefði ekki þolað kuldann. — Þar við sat. Daginn
eftir var skárra veður, þá meira genginn í norðrið.
Birti smám saman betur í lofti, eftir því sem á dag-
inn leið. Sendimaður séra Arnórs var í rúminu og bar
sig illa. Eftir miðdaginn kom Baldur póstur Eyjólfsson
innan yfir Kolugafjall. Hafði hann gist á Breiðstöðum
hríðarnóttina, komið neðan af Sauðárkrók um kvöldið.
Á Breiðstöðum bjuggu þá Daníel Davíðsson og iMagnea
Magnúsdóttir. Hafði þar verið ónæðissamt þessa nótt,
því að seinnipart nætur komu þar tveir menn með níu
hross. Var ekki um annað að gera en hýsa hrossin og
mennina, þótt húsakostur væri þröngur. Voru allir
þessir gestir hálfilla til reika að sögn Baldurs, sem von-
legt var, í svona hörkuhríð. Mennirnir voru Sveinbjöm
bóndi á Skíðastöðum Sveinsson og Magnús bóndi á
Framhald á bls. 106.
92 Heima er bezt