Heima er bezt - 01.10.1958, Blaðsíða 2
„Su rödd var svo föguréé
í síðasta mánuði minntist íslenzka þjóðin 100 ára af-
mælis eins mesta Ijóðsnillings síns, Þorsteins Erlingsson-
ar. Þá mættist þjóðin öll í þögulli aðdáun og hlýrri
þökk til hans fyrir þær unaðsstundir, sem ljóð hans hafa
fært henni um tvo aldarþriðjunga, og fyrir þá lærdóma,
eggjanir og ádeilur, sem ljóð hans fluttu á sínum tíma.
Sjaldan eða aldrei hafa íslenzk ljóð valdið meira um-
róti, aðdáun og hatri samtímis og ljóð Þorsteins Erlings-
sonar gerðu á fyrstu árunum eftir að hann kom fram
á ritvöllinn. Sunnan frá Kaupmannahöfn kom Sunnan-
fari og síðar Eimreiðin með söngva hans og kvæði, sem
voru furðu nýstárleg í íslenzkum bókmenntum og fóru
eldi um hugina. Þar var ráðizt hlífðarlaust að þeim mátt-
arvöldum, sem menn tignuðu mest á himni og jörðu.
Þar var hiklaust fluttur sá boðskapur, að „kóngar að
síðustu komast í mát, og keisarar náblæjum falda, og
guðirnir reka sinn brothætta bát á blindsker í hafdjúpi
alda“. Tæpast var hægt að kveða skýrar að orði. En
hvern skyldi hafa grunað það, að hér væri svo spá-
mannlega mælt, að innan aldarfjórðungs yrðu allflestir
konungar og keisarar, sem mestur Ijómi stóð af um þær
mundir, sem kvæðið var ort, raunverulega mátaðir. En
þótt Þorsteinn Erlingsson beindi skeytum sínum að
þessum mektarbokkum, voru það vitanlega ekki þeir
sjálfir, sem stefnt var að persónulega, heldur það ófrelsi,
sem þeir voru táknmynd fyrir í þann tíma. Og sú er
trúa mín, að ef hann hefði mátt taka til máls á vorum
dögum, þá hefði hann ekki reitt svipuna með minni
þunga að þeim einræðisherrum, sem troðið hafa sér í
valdastóla keisaranna undir yfirskyni mannréttinda og
frelsis, sem þeir hafa fótum troðið verr en nokkur
hinna gömlu valdhafa. Því að þess skulum vér minnast,
að Þorsteinn Erlingsson hyllti ekki kennisetningar,
heldur sannleikann og mannúðina.
En þótt samtíðarmönnum Þorsteins hnykkti við á-
deilur hans á hin veraldlegu máttarvöld, tók þó út yfir
í augum þeirra, er hann réðst á kirkjuna, og að því
er virtist sjálfan kristindóminn. En þar var í raun réttri
sömu sögu að segja og áður. Árásirnar voru á hið ytra
form en ekki kjarnann sjálfan. Þegar Þorsteinn Erlings-
son talar um að dómurinn gangi yfir Krist og Jehóva,
þá er þar stefnt að þeirri Kristsmynd og þeirri Guðs-
mynd, sem kennisetningar kirkjunnar höfðu skapað um
aldaraðir, og enginn fær neitað að sú Kristsmynd var
oft furðu fjarri Kristi guðspjallanna. En þegar Þorsteinn
kvaddi sér hljóðs, gerðu menn lítt greinarmun á þessu
tvennu.
En harðast og óvægilegast reiddi hann vopn listar
sinnar að auðvaldi og rangsleitni þess.
En söngvar hans voru ekki einungis baráttu- og á-
deiluljóð. Sunnan yfir sæinn bárust einnig unaðsleg ásta-
Ijóð, ættjarðarljóð, þrungin söknuði og ást á „brúðinni
blárra fjalla“, og ljóð svo full af mildi og mannúð, að
jafnvel hjarta úr steini hlaut að klökkna. Svo margvís-
lega hljóma seiddi Þorsteinn úr strengjum hörpu sinnar.
Og söm var snilldin, hvern strenginn sem hann hrærði.
Hagleikur ljóðs og ríms var meiri en menn höfðu áður
kynnzt, nema ef til vill hjá sjálfum Jónasi Hallgríms-
syni. Og naumast verður um það deilt, að vandvirkni
Þorsteins í Ijóðagerðinni skapaði nýtt tímabil í íslenzkri
ljóðlist. Hvergi þurfti að brjótast um myrkviðu tor-
skilinna orða né moldviðri óskýrrar hugsunar, eins og
sumir telja aðal skáldskapar. En af þeim sökum hittu
ádeilurnar í mark, og ljóðin náðu til hjartans. Og víst
er um það, að enginn, sem þau las, gat verið hlutlaus.
Hann varð annaðhvort með eða móti, og því risu deil-
urnar oft hátt, þegar rætt var um Þorstein Erlingsson.
En nú eru þær deilur löngu hjaðnaðar. Breyttir tímar
hafa sorfið sárasta broddinn af mörgum þyrnum hans.
Þróun sögunnar hefur látið margar hugsjónir hans ræt-
ast og sýnt oss, svo að ekki verður um deilt, að hann
hafði rétt fyrir sér. Þorsteinn var um margt spámaður
síns tíma, en um leið og hann beindi þjóð sinni braut-
ina inn í fyrirheitna landið, þá þurfti hann einnig að
refsa samtíð sinni. Og nú sameinast þjóðin í þökk og
aðdáun.
Vér, sem fylgjum öldinni að árum eða þar um bil,
eigum mörg vora sögu um samskiptin við ljóð Þorsteins
Erlingssonar. Mér verður ógleymanlegt, þegar ég í
fyrsta sinni las Örlög guðanna. Ég var að blaða í „Þyrn-
um“ og rakst þar á kvæðið, las það og varð í senn undr-
andi, hræddur og hrifinn, en sleppti þó ekki bókinni
fyrr en ég kunni kvæðið allt. Síðan voru „Þyrnar“ mín
kærasta kvæðabók. Og þótt með aldrinum ýmis önnur
kvæði skipi nú æðri sess en Örlög guðanna, þá á ég því
ef til vill að þakka, hversu handgengin Ijóð Þorsteins
urðu mér og tiltæk síðar meir. Og Þorsteinn hefur aldr-
ei skilið við mig síðan. Harpa hans hefur hljómað í vit-
und minni á hinum fjarlægustu stöðum og við hin ólík-
ustu skilyrði. Ég hef heyrt hann kveða við raust í fá-
tækrahverfum erlendra stórborga, á málþingum stjórn-
328 Heima er bezt