Heima er bezt - 01.10.1958, Side 4

Heima er bezt - 01.10.1958, Side 4
Gu&mundur Jósafalsson: GUÐMUNDUR Á FOSSUM ónas Hallgrímsson kvað: Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur; eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur. Óvíst er, að þessi látlausa játning eigi slíkan hljóm- grunn í hugum Islendinga nú og á dögum hans. Þó mun það svo, að sveitaæskan hlakkar til gangnanna enn í dag, þó að trúlegt sé, að sú tilhlökkun sé með nokkuð öðrum blæ. En hvað sem um það verður sagt er víst, að enn fýsir hugrakka og ævintýragjarna æskumenn að fara í göngur. Enn heilla öræfin. Enn er þar vina að leita af mörgum, er þangað sækja, og enn una þar „hátt í hlíð- um hjarðir á beit með lagði síðum“. Og þótt matarbragð kunni að þykja að því, þá eru það sannindi samt, að á öræfum okkar sannast það, sem haft er eftir bóndanum, að áin væri falleg þegar vel veiðist, leitin lánast, — hjörð- in stór og fögur, sem heim er rekin. En göngurnar, þ. e. fyrstu leitir, eru ekki hin einu erindi ungra sveitamanna inn á öræfin. Vorleitir og eftirleitir — svo ótrúlega fjar- rænar sem þær þó eru — eiga líka sín skylduerindi þangað. Eiga þar enn sín ævintýr. Sá unaður, sem hin „nóttlausa voraldar-veröld, þar sem víðsýnið skín“ býð- ur þeim, er slíkum erindum fara inn á íslenzk öræfi, er dýpri en svo, að honum verði brugðið fyrir á blaðsnepli, að þó ógleymdu erindinu: glímunni við frjálshuga og fjör. Þótt þær, sem við skyldi etja og illræmdastar voru, hétu á máli leitarmanna fjallafálur, styggðargálur og Guðmundur á Fossum og höfundur greinarinnar. Guðmundur á Fossum hjá gamla bœnum. öðrum slíkum ónefnum, var — og er — sú gleðin ósvik- in að sigra þær, gjarnast til þess að þær mætti lifa lífinu og njóta þess, teyga dásemdir öræfanna af enn fyllri bikar en ella myndi. Þótt öræfi haustsins séu ærið önnur — viðhorfin til þeirra fjarlæg því, sem við blasir að vorinu, er fjarri lagi að þau eigi ekki sína fegurð. En þá eiga þau lika sitt miskunnarleysi — sína grimmd. Grunlaust er mér ekki, að.mörgum nútíma unglingnum þyld það óskáld- legt ævintýr, að ráðast til fangs við öræfin slíkra erinda, fáliðaður og varbúinn, þótt nú sé talsvert í tízku að leita þangað dægradvalar. Þó mun heimanbúnaður allur í dag mjög ólíkur því, sem aldamótakynslóðin þekkti, enda ekki hún ein, heldur allar kynslóðir íslandsbyggð- ar til þessa dags. Því er ekki að neita, að það sem við horfði til lífsnautna, var oft af skornum skammti. Þegar leita skyldi hvíldar eftir 12—16 klst. göngu — og til að það yrði drjúgum betur — enda það eitt, sem freðinn malur og fenntur skáli gátu boðið. En þrátt fyrir erfið- ið og áhættuna — og ekki sízt hið ískalda miskunnar- leysi, voru — og eru — til menn, sem þarna áttu sér ævintýri — sígilt tilhlökkunarefni. Vonin um að finna og vissan um að bjarga því, sem fannst, var sá gleðigjaf- inn, sem einn nægði til endurgjalds fyrir erfiði og van- líðan. Það mun hafa legið í fari íslendinga að skoða húsdýrin sem vini. Var þá förin farin í vinarleit — vinar í nauð. Þrátt fyrir heima ævintýranna — hina sígrænu dali útilegumannanna — vissi almenningur fullvel um harðleikni öræfanna. Förin var því — og er — meir björgun þess lífs, sem í hvert sinn er leiksoppur þess mis- kunnarleysis en verndun þess verðmætis, sem oft er um að ræða. Björgunin ein er því sígildur gleðigjafi og oft litlu minni, þótt fátt bjargaðist. En þetta mun ekki bund- ið athöfnum og sögu Islendinga einna. Það mun sameign hjarðmennskunnar á öllum öldum. En þótt þessi sameign sé svo rík, sem raun gefur vitni, er hún ekki jafn ríkur þáttur í fari og athöfnum allra, frekar en aðrar þrár eða kenndir. Hún á að sjálfsögðu sínar andstæður. Þar, sem annars staðar, kemur fram hin margslungna sundurgerð mannkindarinnar, teygð og dregin á ýmsa lund af uppeldi, umhverfi, samtíð og þó síðast en ekki sízt eigin rækt og innræti. Þegar um þann mann er að ræða, sem hér verður getið, 330 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.