Heima er bezt - 01.10.1958, Page 8

Heima er bezt - 01.10.1958, Page 8
sjer skiljast að það sje alt náttúrlegt eingu síður enn í daglega lífinu, og ef menn skilja það, því á maður þá ekki að segja það? Auðvitað get jeg verið illa undir bylinn búinn og farist í honum, enn hvurs sök er það nema sjálfs mín? Bölfunin er að menn hafa einga hugmynd um hvað þeir vilja, ef menn gerðu sjer ljósa hugmynd um af hvurju þettað saman stendur, sem þeir kalla sælu, er það auður? er það maður eða kona? og hvurnig eiga þatjg að vera? Á hann að vera stilltur, rólegur, dug- legur, vel að sjer, fríður og hvumig fríður? Á hann að vera ástríkur? hvað á hann að elska hjá mjer? Þegar jeg hef spurt svona, þá hefur svarið oftast ver- ið einhvur vitleysa, t. d. „hann á að elska mig af því að jeg elska hann“, og annað þaðan af verra og vit- lausara, þeir halda nefnilega að það sje hægt að taka viðmót, umhyggju, trúfesti, umgeingni, gáfur (það er að skilja andlega atgerfi til þess að stýra líkam- legum hlutuin eða andlegum auði), geðslag, stiltleik, prúðmensku og alt annað þettað halda þeir að megi skilja við ástina, og svo megi dæma hana sjer á parti, og gæta ekki að því, að hún er eins og mann- gæðin og illmenskan, að hún kemur einmitt fram í þessum hlutum öllum og er ekki til fyrir utan þá. Ástin verður að koma í ljós til þess að jeg sjái hana, hvurnig get jeg vitað að sá maður elski mig, sem alt- af er síbölfaður og önugur? þar kemur viðmótið. Svo ef menn hafa skilið að ástin er ekkert ósýnilegt eða óskiljanlegt, þá er að velja sjer þá persónu, sem maður veit að hefur þá kosti, sem ástin getur átt heima í og jeg get haft ást á. Geri jeg ekki þettað, þá má jeg kenna sjálfum mjer. Svona skil jeg ástina, og sama má segja um vonina og trúna nema hvað þær búa á alt öðrum jörðum, þó þær fari oft allar þrjár sömu lángferðina og farist oft í sama óveðrinu, minsta kosti 2 þær fyrstu. Jeg er illur og gramur yfir öllum þeim helvítis leirburði sem búið er að dýngja ofan á ástina, og mjer er þeim mun verr við haugana sem betri menn og vitrari hafa akað þeim saman, það er þeim að kenna að megnið af öllum mínum æskuhugsunum er mjer blindónýtt og til bölfunar. í stað þess að sýngja eftir eigin hjarta og sál á þær nótur, sem heilbrigð skynsemi gat kent mjer, þaug lög, sem dagleg reynsla og mannlegt líf, bæði mitt og annara kendi mjer, í stað þessa hef jeg lært með móðurmálinu að sýngja þessi ómögulegu og rammsviknu lög þeirra, á þessar rammfölsku nótur, sem þeir og einginn annar getur nokkurntíma botnað í, og sem hefur spilt og eyðilagt allan ótölulega grúa úngra sálna, sem á þær bækur hafa lært og gert þær sjúkar og gefið þeim ramm- skakka hugmynd um mannlegt líf og mannl. tilfinn- íngar, og kent þeim að skoða það sem guðdómlegt og yfirnáttúrlegt, sem er í rauninni ekki annað enn óumflýjanlegar og eðlilegar fylgjur líkama þess sem við höfum og hugsanaheims þess, sem við lifum í. Mjer líður aldrei illa, mjer getur ekki liðið illa. Jeg get orðið vondur og reiður við sjálfan mig og heimsku rnína, og annað böl mætir mjer tæplega. Peníngakröggur eru reyndar óþægilegar og gera mjer oft lífið súrt, enn það er tæplega það sem þú skilur við að líða illa í brjefi þínu. Enn það er nú spursmálslaust mitt mesta böl, þar næst vildi jeg gjarnan vera hraustari og þolnari við að lesa, og ef jeg hefði þettað hvorttveggja, þá hefði jeg þá sælu, sem þessi heimur getur veitt mjer forelöbig. Jeg er óánægður með lífið yfir höfuð að tala, jeg er óá- nægður yfir því hvað vitlausar hugmyndir menn hafa um margt, og jeg er jafnóánægður yfir því á hina síðuna hvað nauðalitla sælu þekkíngin hefur í för með sjer. Mjer er hálfilla við alla þekkíngu og allan lærdóm, enn vil þó ekki vera án hans. Mjer er nauðailla við húmbúgið og hálfkákið í manneskjun- um í kríngum mig, enn sje eingin ráð á til að ráða bót á því. Sjálfur á jeg í sjálfum mjer ekkert böl til að berjast við, jeg er fyrir laungu búinn að róta þar til í hvurjum krók og kima, og veit hvað jeg gét feingið og veit hvurs jeg verð að vera án og sætti mig við hvorttveggja... Bréfaskiptin halda enn áfram um nokkur ár, en síðan hætta þau með öllu, og ekki var þráðurinn aftur tekinn upp fyrr en nokkru eftir aldamót. Ólöf var þá að brjót- ast í útgáfu ljóðasafns og leitaði til síns gamla vinar, Þorsteins, um ráðleggingar og gagnrýni á ljóðunum. Þor- steinn brást vel við og lagði mikla vinnu í að fá útgef- anda að dálitlu ljóðasafni, sem hann byggi undir prent- un, en allt kom fyrir ekki um það, en það er önnur saga. Eftirfarandi bréfkafli er frá þeim bréfaskiptum. Reykjavík 17. mars 1907. Nú er jeg búinn að lesa öll ljóðin þín, Ólöf mín góð, og þakka þjer kærlega fyrir skemtunina og sama mundi Guðrún kona mín gera ef hún næði til þín. — Svo þakka jeg þjer um leið fyrir alt gamalt líka. Jeg hef stundum verið að hugsa um að skrifa þjer, en letin hefur altaf unnið sigur. Þó var jeg búinn að byrja á brjefi, þegar þú kallaðir á mig í fóninn og þótti mjer vænt um að jeg var slóði þá, því jeg hafði gaman af þessum fáu orðum, sem við töluðunt saman. Rómur þinn var eins og ofurlítið ókennilegur á fyrstu orðunum, en svo þekti jeg hann glögt. Þetta var nú inngángurinn. Nú kem jeg að kvæðun- um. í rauninni hefðirðu eingan mann þurft að láta lesa þau til umsagnar. Þau mætti öll sómasamlega prenta, hvert og eitt. Hitt er annað, ef þú hefðir aðeins hugsað þjer að gefa út úrval, þá getur verið vandi að velja. Það mundi fyrir minni tilfinníngu sem næst svara til þess, sem jeg hef táknað með mjög gott, ágætt eða þaðan af betra, og væri arkatal takmakað, þá mætti hafa þá aðferð, en jeg teldi það stórskaða og skemd á kvæðun- um, að skilja hitt alt frá, því þar yrði í rauninni höggv- ið sundur en ekki leyst. í því besta eru sumstaðar dauf erindi, og í hinu, sem jeg hef rnerkt með gott eru Ijóm- andi línur og víða heilar vísur og þar getur eins manns smekk hæglega skeikað, einkum þegar fljótt er lesið. ‘134 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.