Heima er bezt - 01.10.1958, Blaðsíða 17
sem pabbi hafði séð um fyrir mig á meðan ég var í skól-
anum. Nú var hann orðinn fjögurra vetra. Þeir kvöddu
mig á Akureyri undir kvöldið, Friðrik og faðir minn.
Ég settist að á Akureyri. Þá voru þær báðar, Ingibjörg
og Þórdís Torfadætur frá Ólafsdal, á Akureyri. Þær
tóku mér ágætlega og veittu mér beztu góðgerðir. Ég
sá þá ekki veikleikamerki á þeim systrum, en ekki leið
mjög langt, þar til þær voru báðar dánar. Ég heimsótti
fleiri kunningja mína á Akureyri, og tóku þeir mér
mjög vel. Nú þurfti ég að fara að hugsa mér fyrir nátt-
stað. — Ásgeir Ingimundarson, skólabróðir minn, hafði
útskrifazt frá Ólafsdalsskólanum. Hann var nú giftur
Ketilríði Einarsdóttur frá Tannstaðabakka, og voru þau
flutt til Akureyrar. Ég hitti þau nú og bað þau ásjár.
Tóku þau mér mjög vel. Gekk Ketilríður úr rúmi og
lét mig sofa hjá Ásgeiri. Við vöktum langt fram á nótt
og vorum að spjalla um hitt og þetta.
Hvítasunnudagur 18. maí. Veðrið var heldur gott,
en samt var mjög hvasst af norðri, og um kvöldið kom
harða frost. Um morguninn heimsótti ég gamla frænd-
konu mína og spjallaði við hana alllengi og drakk hjá
henni sætt kaffi. Ég hafði átt hina beztu nótt hjá Ásgeiri
og Ketilríði. Þegar klukkan var tvö um daginn kvaddi
ég gestgjafa mína. Ásgeir gaf mér vel í staupinu að
skilnaði. Nú átti ég eftir að komast austur yfir fjörðinn.
Þá var ferjað yfir Eyjafjarðará undan Ytra-Gili. Ekki
var ferjutollurinn þá nema 10 aurar fyrir manninn, en
engir 10 aurar höfðu komið í peningabuddu mína síðan
ég tæmdi hana á Öxnadalsheiði á fimmtudagskvöldið.
Einnig tafðist ég við að labba suður að Gili, því að ég
ætlaði austur í Fnjóskadal um kvöldið. Auðvitað hefði
Ásgeir gefið mér 10 aura, ef hann hefði vitað vandræði
min. Þau hjónin voru nú búin að gera svo vel við mig,
að ég gat alls ekki sagt honum frá þessu. — Ég tók því
það ráð að vaða yfir á Leirunni. Þegar ég kom suður
hjá kirkjunni, lagði ég af stað austur yfir fjörðinn með
dót mitt á bakinu. Eins og áður er sagt, var mikil norð-
angola og þar við bættist, að nokkuð var farið að falla
að. Bylgjurnar skullu því oft á mig um mittið. Þegar ég
var kominn nálægt því miðja vegú sá ég, hvar maður
kemur ríðandi á gráu hrossi utan með firðinum að aust-
an. Þegar hann er kominn suður á móts við mig, þá fer
hann af baki og bíður. Þegar ég kom í land, þá heils-
umst við. Hann segir mér svo, að þegar hann hafi séð
til mín á Leirunni, þá hafi hann haldið, að þetta hlyti
að vera vitlaus maður, sem hegðaði sér svona og því
beðið eftir mér til að vita, hver þetta væri. Við þekkt-
umst, en ekki man ég, hver þetta var. — Ég hélt svo suð-
ur Kaupangssveitina. í Fífilgerði bjuggu þá hjónin Sig-
fús Davíðsson og Aðalbjörg Hallgrímsdóttir. Ég hafði
verið þeim samtíða á Sörlastöðum áður en ég fór í skól-
ann. Bað ég þau nú ásjár. Ekki stóð á aðhlynningunni.
Ég fékk þar beztu góðgjörðir, og Aðalbjörg þurrkaði
vel af mér fötin. Ég lagði svo af stað austur yfir Vaðla-
heiði. Sigfús gekk með mér austur í Fjósatungu. Á
heiðinni var harðahjarn og bezta akfæri. Þegar kom aust-
ur á heiðarbrúnina, sást blessaður Fnjóskadalurinn, sem
mun vera með fegurstu dölum landsins, einkum suður-
dalurinn. — Ég settist að í Fjósatungu hjá þeim gömlu
hjónunum þar, Guðmundi Davíðssyni og Guðfinnu
Gísladóttur. Var þessum, ef til vildi, týnda syni dalsins
mjög vel tekið af öllu fólkinu þar. Ég var nú orðinn
svo slæmur í fætinum, sem ég hafði stundum fundið til
í síðustu daga ferðarinnar, að ég sá, að ég myndi ekki
komast fótgangandi síðasta áfangann daginn eftir. Sig-
fús í Fífilgerði fór heim til sín um kvöldið.
Mánudagur 19. maí. Gott, kyrrt og bjart veður.
Þennan dag var messað á Illugastöðum. Þar var margt
fólk, og hitti ég þar margt af frændfólki mínu og kunn-
ingjum. Ég varð Sörlastaðafólkinu samferða heim þang-
að. Hest féklt ég til reiðar. Við töfðum á Belgsá og
drukkum þar kaffi. — Ekki fékk ég farangur minn frá
Ólafsdal fyrr en seint um sumarið, sem stafaði af því,
að það var svo mikill hafís fyrir Norðurlandi langt fram
á sumar.
Andaður og upp aftur risinn
Framhald af bls. 337. ------------------------------
botnar ekkert í því, að merin er farin, úrið týnt og allt
vitlaust orðið.
Hann hefur þó ekki mjög lengi staðið í þessum erf-
iðu sporum, þegar hann sér menn með lausa hesta fara
þar hjá. Þar þekkir hann Rauðku sína, og hrópar af
öllum mætti: „Hvern fjandann ætlið þið með merina
mína. Ég vil fá hana strax!“
Það tók nú víst ekki langan tíma fyrir Einar að sann-
færa þessa menn um það, að hann væri enn í tölu lifandi
manna, því að þeir þekktu hann allir vel. Þeim þótti
þetta líka allt auðveldara, að láta hann nú ríða hryss-
unni bráðlifandi, en að styðja hann á henni liðið lík,
og þurfa ekki að sjá eftir góðum félaga svona fljótt yfir
landamærin.
Stuttu eftir að farið var að sækja líkið á heiðina, var
Steindór gamli Hinriksson póstur, sem oft var kenndur
við Dalhús, fenginn til að fara norður í Hafrafell að
tilkynna þar lát Einars og segja frá aðgerðum manna
að ná líkinu.
Einar mætir Steindóri utan við Ekkjufellssel, þegar
hann er á leiðinni austur aftur. Steindór var farinn eitt-
hvað að tapa sjón. Hann setur hönd fyrir augu og horfir
fast á Einar og segir: „Er það sem mér sýnist? Er þetta .
ekki, satt að segja, maðurinn, sem ég var að tilkynna að
dauður Iægi austur á Fjarðarheiði? Þú hefur risið býsna
fljótt upp frá dauðum aftur, drengur minn.“
Ævintýri þetta skráði ég eftir Einari sjálfum í vetur.
Síðan hef ég talað við Björn Sveinsson, bónda á Ey-
vindará, sem tók að sér að ná hinum látna af heiðinni.
Hann segir, að konurnar hafi komið niður að Eyvindará
en ekki í Miðhús. Hann fór við þriðja mann að sækja
Iíkið og segir þetta hafa skeð 1926. — G. H.
Heima er bezt 343