Heima er bezt - 01.10.1958, Qupperneq 29
TÍUNDI HLUTI
Það hýrnaði heldur en ekki yfir gömlu konunni.
„Það verða víst engin vandræði að koma því upp,“ sagði
hún með sælubrosi. „Hún á vél, hún tengdadóttir mín,
sem á heima niðri í víkinni. Hún telur það ekki eftir
sér að prjóna það fyrir mig.“
„Svo þætti mér vænt um, ef þú vildir stytta peysu-
pilsið mitt, svo að hún geti fengið önnur peysufötin
mín. Það er nóg, að eiga ein peysuföt í sveitinni,“ sagði
Rósa við Laugu.
„Það á svo sem að gera mig vel úr garði, þegar ég
legg af stað,“ sagði gamla konan á leiðinni fram göngin
og hélt fast utan um handlegginn á Laugu, sem ætlaði að
hjálpa henni upp á loftið. „Hún hefur verið mér góð,
og ég sakna þess að þurfa að fara, og ég .veit að hún
saknar mín. Ég hef verið henni til mikillar skeinmtunar
þessa daga, sem stúlkurnar hafa verið við sviðamennsk-
una. Annars hefði henni sárleiðzt, aleinni í bænum. En
Kristján minn býst við, að það geti ekki orðið lengri
dvöl okkar hér en þangað til næsta sldp kemur í kaup-
staðinn. Ég er hrædd um, að henni Rósu falli ekki alls
kostar við Hartmann. Og hann er þá ekki mjög hrifinn
af henni heldur. Það er ekki varið í neitt að hans dómi,
nema dugnaðinn og vinnuna. Hann er nú ekki mjög
ánægður, þegar hún situr við garganið og Kristján
syngur með.“ Hún skríkti af hlátri, „Ég veit þú segir
henni ekki þetta, sem ég er að rugla við þig, þú ert svo
góð stúlka. Og þakka þér nú fyrir að þú ert búin að
koma mér upp á loftskörina,11 bætti hún við.
Lauga sagði henni að kalla til sín, ef hún treysti sér
ekki ofan hjálparlaust.
„Þá er ég búin að hjálpa tengdamóður þinni upp á
loftið,“ sagði Lauga við Rósu, þegar hún kom inn í
eldhúsið aftur. „Henni þykir ósköp vænt um þig, aum-
ingja manneskjustráinu.“
Rósa stundi hátt: „Þú getur ekki trúað því, hvað ég
verð fegin, þegar þau fara héðan. „Þetta er ekkert heim-
ili, síðan þau komu,“ sagði hún raunalega.
„Eru þau svona leiðinleg? “ spurði Lauga. „Ég hef
stundum verið að óska þess, að tengdaforeldrar mínir
gætu komið til okkar og verið hjá okkur um tíma. En
kannske er bezt að þau séu í dálítilli fjarlægð frá manni.
Annars finnst mér kerlingarstráið hún Arndís ósköp
meinleysisleg.“
„Já, ég býst við að hún sé það. En hún er hræðilega
leiðinleg. Talar allan daginn uffl veikindi. Mér finnst ég
vera orðin sárlasin af því að þurfa að hlusta á hana,“
sagði Rósa.
„Ekki er nú hægt að segja, að það sé upplífgandi
umtalsefni,“ sagði Lauga. Hún fór nú að stytta peysu-
pilsið handa Arndísi gömlu. Rósa sagðist ætla að láta
hana fara í eldri kápunni sinni. Það yrði þó skárra, út-
litið á henni, en þegar hún hefði riðið í hlaðið í víðu
reiðfötunum af kaupakonunni. En þá varð að stytta
hana líka, og auðvitað varð Lauga að gera það.
Það var komið fram í myrkur þegar þessu var lokið.
Feðgarnir komu heim á hlaðið, þegar þær ætluðu að
fara út, og gamla konan hóaði uppi á loftinu, eins og
hún væri að leggja af stað í smalamennsku. Þær gátu
ekki annað en hlegið upp úr. Lauga flýtti sér inn eftir
ljósi. Svo hjálpaði hún þeirri öldruðu ofan stigann.
Hún var með fulla svuntu sína af bandi og hnyklum.
N’aðallinn í Hartmanni gamla yfirgnæfði öll önnur
hljóð. Það leit út fyrir að hann væri reiður: „Hvað
svo sem skyldi klárfjandann muna um að bera mig,“
gall í honum.
„Þú getur verið á gráa klárnum,“ sagði Kristján.
„Rósa getur ekki liðið, að Bleikur sé notaður svona dag
eftir dag. Hann er óvanur slíku.“
„Ef þú ætlar að hlaupa eftir öllu því, sem henni
þóknast, þá gef ég ekki mikið fyrir þig. Ég sé, hvað
hún ætlar sér, sú drós, að verða bæði bóndinn og hús-
freyjan, eins og sagt cr að móðir hennar hafi verið, þó
að hún geti aldrei verið húsmóðir og því síður hitt,“
sagði Hartmann. „Það verð ekki ég, sem tek slíkt til
greina.“
„Þér dettur þó ekki í hug að ég ætli að búa eins að
henni og þú hefur búið að mömmu. Látið sem þú
heyrðir ekki, þegar hún lét í Ijós óskir sínar eða skoð-
anir,“ sagði Kristján.
Feðgarnir fjarlægðust dyrnar, ekki ólíkt því að þeir
færu inn í skemmuna. Vinkonurnar biðu í dyrunum
eftir því, að þeir færu inn.
Heima er bezt 355