Heima er bezt - 01.10.1958, Page 33
ur maður. Allt eintómir ,kvartvitar‘. Það hefði ekki
verið hann Hartmann Arason, sem hefði látið flá sig
svona án þess að láta eitthvað til sín taka. Það lítur bara
út fvrir að hann ætli að láta hana auðmýkja sig, þetta
stelputryppi. Eins og það sé ekki sama, hvort þeirra
keypti ærnar, þar sem þau eru nú hjón.“
„Jæja, svo það var rauði klárinn, sem var það eina,
sem hann átti af bústofninum,“ sagði Leifi. „Skyldi það
geta haldið á því, fólkið hérna í nágrenninu,“ bætti
hann við og hló illgirnislega.
„Það varðar víst ekkert um það,“ sagði gamli mað-
urinn og þaut út.
Leifi hélt áfram að hlæja.
„j\lér lízt ekkert á þetta allt saman,“ sagði gamla
konan. „Þau, sem eru alveg nýgift.“
„Það verður varla langt, hjónabandið þetta,“ sagði
Leifi.
Rósa vissi ekki, hvort hún ætti að skammast sín fyrir
framhleypni sína eða ekki. Hún sá, að maður hennar
var jafn þungbúinn og inn við borðið, þar sem hann
var að tala við Leifa og föður sinn suður við hlöðu.
Hún sá, að karlinum var eitthvað mikið á höndum.
Hann potaði út í loftið og talaði öll ósköp. Það gerði
hann náttúrlega alltaf.
Svo gengu þeir allir suður að Garði.
Þeir komu heim til að borða morgunmatinn og fóru
strax aftur. Rósa talaði ekkert við þá.
Geirlaug var, eins og fyrri, illa haldin af forvitn-
inni og spurði Sigga að því, hvað þeir væru að gera
þama suður frá. Hann vildi ekkert um það segja.
Þegar miðdegismaturinn var borðaður, komu þeir
heim, og Rósa sá, að karlinn var ákaflega kátur og það
sem meira var, hún sá hann tala einslega við konu sína
og verða samstundis eitt ánægjubros.
Rétt á eftir hvarf Arndís úr bænum.
Geirlaug sagði, að hún hefði áreiðanlega farið suður
að Garði. — En hvað gætu mennirnir verið að gera
þama í Garði.
„Kannske það sé einhver tyllidagur þar, afmælisveizla
eða eitthvað þess háttar, og þess vegna hafi Gerða ekki
getað verið í sviðunum,“ sagði Rósa. „Ég verð fegin
að þurfa ekki að hlusta á rausið í karlinum.“
Svo leið þessi dagur og sá næsti líka.
Leðgarnir voru einnig í Garði þann dag.
Rósa spurði þá einskis.
Kristján var fátalaður við alla, en ef hann talaði til
konu sinnar, þá var hann ákaflega hlýr og blíður.
Hartmann gamli gekk nú hreint til verks og spurði
hana, hvort hún væri öskubullandi reið við sig.
Hún sagði, að svo væri ekki.
Þá skellihló karlinn: „Ég get hugsað, að þú gætir
búið við mig árekstralítið, telpa mín. Ég hef náttúrlega
aldrei lært neinn penpíutalsmáta. Slíkt þekkist ekki í
mínu plássi. Líklega félli mér einna verst við gólið í
garganinu, ef ég kæmi í hornið til þín. En það kemur
nú ekki til þess, á meðan kerlingin skrimtir.“
Loks kom hann, sá langþráði þriðjudagur, þegar
tengdaforeldrarnir stóðu ferðbúin á hlaðinu..
Gamla konan var í peysufötum og kápu af tengda-
dótturinni, með bleikt yfirsjal um höfuðið.
Hartmann rausaði: „Það er aldrei að þú sért búin
að hressa þá gömlu við. Hún hefur yngzt um mörg ár.
Ég efast um, að það þekki hana heima. Heldur líklega,
að ég hafi klófest einhverja nýja. Það yrði þá saga til
næsta bæjar.“
Svo kyssti hann Rósu tvo rembingskossa, sem særðu
hana svo, að hana logsveið í varirnar lengi á eftir.
Gamla konan kvaddi Rósu grátklökk og bað guð að
launa henni öll gæðin við sig.
Rósa fann til samvizkubits. Hún átti ekki þetta þakk-
læti skilið.
Leifi í Garði reið á undan með tvo hesta undir klyfj-
um. Sláturtunnan var öðrum megin á öðrum klárnum
en hinum megin var önnur ný tunna. Hana átti Leifi
sjálfsagt. A hinum hestinum var eitthvert drasl.
Kristján fylgdi foreldrum sínum til skips.
„Ég kem heim með slátur á hestunum aftur, ef ég
get,“ sagði hann, þegar hann kvaddi konu sína.
Hún hugsaði um það, hvenær kindurnar hefðu verið
reknar til slátrunar. Siggi var heima, svo að ekki hafði
hann getað farið með þær.
Geirlaug fór að láta slátrið og sviðin niður í tunnur.
Rósa stóð hjá og horfði á. Hún var eins og hver
annar lærlingur. Hún hafði aldrei tekið eftir svona
löguðu hjá móður sinni, og það lítið sem kennt var á
skólanum hafði lærzt illa. Hún varð að fara að hafa
hugann við búskapinn, fyrst hún hafði verið svo heimsk
að verða sveitakona.
Nú heyrðist gengið inn í bæjardyrnar og boðið góð-
an daginn, og lengra inni í göngunum var svo spurt,
hvar allt fólkið væri.
„Það er nú ekki orðið margt, Stína mín,“ kallaði
Rósa. „Við erum hérna í búrinu tvær, það er allt og
sumt.“
„Ojá ójá, öðruvísi mér áður brá! Heldur fleiri slátur
suðu drósirnar á Stóra-Hofi. Enda var handa fleirum
að sjóða. Hefurðu ekkert frétt nýlega af þinni myndar-
legu móður?“ rausaði Stína frammi í göngum. „Hvern-
ig skyldi henni hafa litizt á, ef hrossakjötsbræla hefði
læðzt á milli býlanna hérna í torfunni?“
Stína var komin inn á gólfið með tifandi og glamr-
andi prjónana eins og vanalega, og skimaði upp um
allt rjáfur og út í hvert horn, en þar var allt eins og
áður, hreint og sópað.
„Ekki að spyrja að Geirlaugu skepnunni... Þið eruð
nú kannske að koma fyrir slátrinu. Það er ekki mjög
Ijótt hjá vkkur; auðséð, hvar þið hafið lært að laga
það.“
„Settu þig inn í maskínuhúsið, Stína mín. Þar er ylur.
Við erum nú rétt að Ijúka við þetta, og þá fáum við
okkur kaffisopa,“ sagði Rósa. Henni fannst kerlingin
eitthvað svo nornarleg á svipinn, að hún vildi helzt fjar-
lægja hana.
Framhald.
Heima er bezt 359