Heima er bezt - 01.04.1959, Síða 2

Heima er bezt - 01.04.1959, Síða 2
Flestir menn eiga einhverjar tómstundir. Stundir, sem ekki eru fylltar af önn dagsins, og þeir mega eða geta helgað hvíld eða hugðarefnum sínum. Það er og stað- reynd, að slíkar stundir eru mönnum líkamleg og þó einkum andleg nauðsyn. Eitt af mörgu, sem breytzt hefir í þjóðfélagi voru síðustu áratugina er vinnutíminn. Hann hefir stytzt furðu mikið, og um leið hefir tómstundum fjölda manna fjölgað að miklum mun. Og að því er stefnt, að hann megi styttast enn meira. Hér verður það ekki rætt hvort slíkt sé æskilegt eða kleift, enda um margþætt mál að ræða, sem skoða þarf frá ýmsum sjónarmiðum. En hitt er ljóst, að styttum vinnutíma fylgja fleiri og lengri tómstundir en áður, enda þótfþær oft á tíðum séu gripnar til starfa í baráttunni fyrir daglegum þörf- um. Þegar svo er, þá þýðir raunveruiega styttur vinnu- tími fyrst og fremst bætt laun. Þess verður ekki dulizt, að enn eru þeir margir, sem fáar og smáar tómstundir eiga, ekki sízt um sveitir landsins, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að tóm- stundirnar eru viðfangsefni, sem krefst lausnar. Hvers vegna eru tómstundir nauðsynlegar? í fyrsta lagi má segja, að starfsorku mannsins séu takmörk sett, svo að hann þarfnist hvíldar, en þó er hvíldin ekki aðaiatriði tómstundanna, heldur hitt, að gefa mann- inum færi á að fást við önnur verkefni en hið daglega strit, gefa honum lcost á að afla sér þekkingar, skemmt- unar eða sinna áhugamálum, sem ekki er tóm til í annríki dagsins. Það er staðreynd, að öll slík tóm- stundaiðja gerir mönnum lífið léttara og jafnvel lengir það, ef rétt er á haldið. Það eitt að skipta um störf, þótt ekki sé nema stutta stund, eykur mjög á starfs- gleði og vinnuafköst. Þorri manna á einhver hugðar- efni, sem þeir fá lítt eða ekki sinnt í meginstarfi sínu. Þeir lenda að einhverju leyti á rangri hyllu í lífinu. En þá geta hæfilegar tómstundir oft bætt þeim upp það, sem þeir hafa farið á mis við. Og þeim eru tómstundir lífsnauðsyn til að halda andlegri heilsu sinni og starfs- þreki. Stephan G. kvað ljóð sín á andvökustundum, sem hann rændi frá nætursvefni sínum. Um tómstundir slíkra manna er óþarft að ræða. Þeim háir meira skortur tómstunda en viðfangsefna, til að fylla þær. En svo eru allir hinir, sem hlotið hafa tómstundir, en eiga ekki hugðarefni til að fylla þær með, eða eru óráðnir í, að hverju þeir skuli gefa sig. Einkum verður þetta vandamál æskufólks, og þá sérstaklega í kaup- stöðum og þéttbýli. Að vísu má segja, að ungt fólk þurfi ekki að vera í vandræðum með tímann, það stundi nám, íþróttir og skemmtanir. En þótt þetta allt sé gott að tilteknu marki, þá er það ekki nóg út af fyrir sig, og því miður virðist oft niðurstaðan verða sú, að skemmtanirnar, stundum misjafnar og ætíð kostnaðar- samar, verði helzti ríkur þáttur í tómstundaiðju unga fólksins. Og stafar ekki margt það los og upplausn, sem svo mjög er kvartað um í þjóðlífi voru, einkum af því, að einmitt æskufólkið vantar viðfangsefni í tóm- stundum sínum. Viðfangsefni, sem eru því í senn skemmtandi og þroskandi, og geta verið góður bak- hjarl á efri árum. Hér skal farið nokkrum orðum um nokkur hin al- mennustu viðfangsefni tómstundanna. Frá fornu fari hefir lestur bóka verið ein hin vinsælasta og almenn- asta tómstundaiðja, og svo mun enn verða lengi fyrir þeim, sem kjósa kyrrð innan veggja heimila sinna. Að vísu gerist nú útvarpið skæður keppinautur bókanna, en það gefur einnig þeim, sem hljómlist unna nokkuð í aðra hönd. Sumir hafa ánægju af að fást við skáldskap eða önnur ritstörf í tómstundum, sér til hugarhægðar. Veitir það í senn ánægju, og getur, ef vel er á haldið, skapað aukinn þroska og skilning. Margir una við tón- list eða íþróttir, sem allt er gott á sína vísu. En svo eru þeir einnig margir, sem ekki geta eða vilja fást við neitt af þessu. Ef til vill eiga þeir haga hönd, og skapa sér hugðarefni við föndur eða smíðar, dráttlist eða myndamótun. Vafalaust gætu fleiri en nú er skapað sér varanlega tómstundaiðju á einhverju því sviði. Það er kunnugt víða erlendis, að margir menn hafa skapað sér ekki aðeins ánægjustundir heldur einnig drjúgar aukatekjur með slíkri tómstundaiðju. Þá hafa tómstundirnar í senn orðið þeim andleg endurnæring og tekjuauki. En um flesta þessa hluti á það sama við. Mönnum er oft erfitt að finna viðfangsefnið, og þá skortir leiðbeiningu til að komast af stað, eða jafnvel tæki og húsrúm til að iðka hugðarefni sín. Einkum má ganga að því vísu, að unglingum sé oft torvelt að að finna sjálfa sig í þessum efnum. Og á þessu sviði verður hjálpin að koma utan frá. Nokkrar tilraunir hafa þegar verið gerðar hér á landi með tómstundaheimili fyrir unglinga. Þá starfsemi þarf að auka, og hun þarf einnig að ná til fullorðinna, sem áhuga hefðu á að kynna sér eitthvað slíkt. Og ef vel 114 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.