Heima er bezt - 01.04.1959, Page 6
Böðvar Magnússon.
þálifandi íslendingar geti rakið ætt sína til þeirra hjóna,
ef ekki brestur kynsældina.
III.
Hvert þjóðfélag, sem reist er á fjölskylduskipan, er
fjölskylduþjóðfélag. Talað er um þjóðfélagsbyggingu.
Traust er sú bygging talin, sem reist er á traustum horn-
steinum og kjörviður kosinn í hverja máttarstoð.
Hjón, sem búa við bjargálna hag í sveit eða við sæ,
eru konungur og drottning í sínu ríki. Þegar sambúð
þeirra er góð, samvinna og samábyrgð fjölskyldunnar
einlæg, verður hollur heimilisbragur. f slíku andrúms-
lofti dafnar jafnan þjóðleg menning og andleg reisn.
Þess háttar heimili eru á hverjum tíma menningarstöðv-
ar og hornsteinar síns þjóðfélags, þó að brimsúgur ald-
arfarsins kunni að vera geigvænlegur og refskák stjóm-
málanna líkleg til þess að ranga lýð á húsgang, þá verða
slík heimili óhagganlegir máttarviðir.
Meðal þeirra mörgu heimila á íslandi, er svo var farið
um aldamótin 1900, ætla ég heimili þeirra Ingunnar og
Böðvars á Laugarvatni hafi verið.
ÍV.
Ég, sem þennan þátt rita, hef ekki haft persónuleg
kynni af heimili Ingunnar og Böðvars. Hugmyndir mín-
ar um heimilisbrag þar hef ég skapað af kynnum mínum
af kunnugu fólki og orðspori góðu.
Þó að orðstír sá, er heimilið á Laugarvatni hefur notið
í tíð þessara góðu hjóna, sé manna á meðal mjög tengd-
ur við nafn Böðvars, þá vita allir kunnugir, að hlutur
Ingunnar húsfreyju er mikill og góður og að mínu viti
merkilegri. Sjálf er hún gædd ró og rausnarbrag, þrek-
lyndi og þýðlyndi. Má öllum ljóst vera, hversu slíkt
skaplyndi er farsælt á barnmörgu heimili, þar sem ann-
ríkið er óþrotlegt. Starfssvið Ingunnar og heimur var
heimilið og börnin. Þar naut hún sín, þar gerðist hennar
saga. Verkefni móður á stóru heimili er mikið og marg-
slungið. Reynir þá jafnan til þrautar á mannkosti og
manndóm húsfreyjunnar. Heimilisbragur sá, er mjúk-
lynd móðir og munarík skapar, veldur mestu um far-
sæld barnanna og þegnskap. Sú kona, sem hefur auðn-
azt að rækja vel fóstur barna sinna, hefur stundað mann-
rækt, sem skapar heimilinu farsæld og þjóðinni hagsæld.
Hún hefur þá unnið afreksverk á sínu sviði, sem aldrei
verður fullþakkað.
Um uppeldi barna Ingunnar og Böðvars veit ég það,
að þeim var snemma kennt að vinna og haldið mjög til
starfa. En jafnframt var þeim séð fyrir fræðslu. Kenn-
arar voru teknir á heimilið til að kenna venjuleg, bókleg
fræði, svo og hljóðfæraslátt. Eftir að Laugarvatnsskólinn
Ingunn Eyjúlfsdóttir.
118 Heima er bezt