Heima er bezt - 01.04.1959, Síða 8
Hjónin á Laugarvatni, ásamt nokkrum barnabörnum sínum.
mikil. Lagði Eyvindur af stað gangandi og hugðist fara
Lyngdalsheiði á Þingvöll. Böðvar rak fé sitt á haga þann
dag vestur með fjallinu. Kom hann þar að Eyvindi
þrotnum og dauðvona, og bar hann til bæjar. Lifði Ey-
vindur við harmkvæli í tólf vikur og dó þar.
Jórunn Ólafsdóttir hét kona, greind gæðakona og
dugmikil. Þegar spánska veikin geisaði haustið 1918, var
Jórunn griðkona í Austurey. Lagðist þá allt heimilis-
fólkið nema hún. Varð Jórunn nú að annast öll heimilis-
störf innan og utan og sinna líka sjúklingunum. Fékk
hún hvorki hvíld né svefnfrið. Lagðist þessi þrældómur
svo þungt á hana, að hún sturlaðist á geðsmunum. A
heimili sínu gat hún ekki verið, og ekki var unnt að
koma henni fyrir á Kleppi. Veikin geisaði í sveitinni,
eins og áður segir, og lagðist þungt á mörg heimili. Nú
hafði Jórunn óskað þess, að hún mætti dveljast hjá hjón-
unum á Laugarvatni. Þá var svo komið högum Ingunnar
húsfreyju, að hún myndi barn ala á jólum. Þegar þessi
ósk Jórunnar var flutt við Böðvar, svaraði hann, að Ing-
unn yrði að sjálfsögðu að svara þessari málaleitun. Þegar
leitað var álits Ingunnar, taldi hún sjálfsagt að verða
við þessari ósk Jórunnar og kvaðst ekki óttast afleiðing-
arnar gagnvart sér. Var Jórunn flutt á kviktrjám til
Laugarvatns á Þorláksmessu. En Ingunn lagðist á sæng
aðfangadag jóla og ól sitt þrettánda barn. Var það mey-
barn og heitið Svanlaug, f. 24. des. 1918. Það er af Jór-
unni að segja, að svo nærfærna aðbúð fékk hún á Laug-
arvatni, að henni smábatnaði. Fór hún heim albata í
byrjun einmánaðar og kenndi sér einskis meins síðan.
Þessi atvik segja sína sögu. Þarf ég þar engu við að
bæta.
Að endingu vík ég að drengskap og fulltingi þeirra
Ingunnar og Böðvars við skólamál Sunnlendinga. Eðli-
legt er að gera sér í hugarlund, að Ingunni húsfreyju
hafi löngum verið efst í huga að láta Magnús son sinn
taka við ættleifðinni, þar sem forfeður hennar höfðu
búið öldum saman við góðan hag og mannheill mikla.
Mun henni hafa verið ríkt í huga að ættargarðurinn yrði
til langframa nytjaður af niðjum hennar, vel minnug
þess, að þar hafði hún unað ævi sinnar daga alla, með
sama hugarfari og Jónas Hallgrímsson hugði hafa búið
í brjósti Gunnari á Hlíðarenda forðum. Er því einsætt,
að Ingunn Eyjúlfsdóttir hefur alið þá bjargföstu trú í
brjósti, að á þeim ættvígða reit hlyti og hennar fólki að
vera búinn vegur og velfarnaður. Mörgum mun því hafa
þótt sú ráðstöfun athygli verð af hálfu Ingunnar og
Böðvars, að láta Laugarvatn af hendi með öllum gögn-
um og gæðum til þess að þar mætti vera menntasetur
um alla framtíð. Sala fór að vísu fram. En aðalfjárhæðin
var lánuð kaupanda með 5% vöxtum. Kaupverðið var
lágt, þegar litið er á landkosti og hagnýt auðæfi í jarð-
hita. Væri því öllu réttara að kalla þessa jarðarsölu gjöf.
í þessum skiptum ræður ekki efnishyggja og auðhyggja
heldur hugsjón. Munu margir líta svo á, að hér hafi
hagsmunum barnanna og ættarinnar verið fómað fyrir
hagsmuni komandi kynslóða. Ætla ég, að þetta sé ein-
stæð ráðsmennska á þessari öld efnishyggju og véla-
mennsku, þegar efnið er að leggja andann í læðing. Hér
hefur ráðið göfugmennska, góðhugur og stórhugur.
Er hald manna, að Ingunn húsfreyja hafi verið þessa
mjög fýsandi. Er þá hennar hlutur í þessu máli að sama
skapi betri.
Er maldegt, að sagnamenn íslenzkir minnist lengi
þessara ágætu hjóna, sem brugðu kyndli hugsjóna svo
hátt á loft, að bjarma brá yfir gjörvalla byggð íslands
á fyrsta þriðjungi 20. aldar. Virði eg svo, að þau Ingunn
og Böðvar hafi goldið með skörungsbrag sinn skatt-
pening í aldanna sjóð.
120 Heima er bezt