Heima er bezt - 01.04.1959, Síða 12
JÓHANN MAGNÚS BJARNASON:
ÁRNl LÖGMAÐUR ODDSSON
1a l l u r hét maður Oddsson, Hildibrandsson-
ar í Meðalnesi í Fellum. Hann var mörg ár á
lausum kih hér í sveitinni eftir að hann lét af
búskap. Hann vann útivinnu vor og sumar,
en innanbæjar á vetrum, tók ofan af ull, tvinnaði band,
þæfði plögg og fleira. Hann fór bæ frá bæ til starfanna.
Hallur var barngóður mjög og var því aufúsugestur á
barnaheimilum. Hann tók lítil börn á kné sér, ruggaði
þeim og kvað við þau vísur og kvæði. Rödd hans þótti
ekki fögur, en börnin undu þessu hið bezta og sóttust
eftir því að komast á kné karlsins.
Oftast söng Hallur eða kvað kvæði Jóh. Magnúsar
Bjarnasonar um Árna lögmann Oddsson, og byrjaði
jafnan á þessu erindi:
Árni ríður þá löngu leið,
sem liggur að Jökuldal.
Er það 31. erindi kvæðisins. Með þessum hætti barst
kvæðið út. Sumir skrifuðu það upp, en aðrir lærðu
meira eða minna af því.
Ég þóttist sjá, að eitthvað myndi vanta framan við
kvæðið, en Hallur hélt því fram, að það væri ekki lengra.
Svo var það á seinni stríðsárunum, að Árni Eylands
fór til Ameríku, ég held á vegum ríkisstjórnarinnar.
Heimkominn sagði hann af för sinni í útvarpinu meðal
annars það, að hann hefði heimsótt hinn góðkunna rit-
höfund Jóh. Magnús Bjarnason, sem þá var orðinn há-
aldraður. Árni kvað menn gera vel í Fellurn og Eiða-
þinghá að senda Magnúsi línur, því honum myndi þykja
gaman að heyra eitthvað frá æskustöðvum sínum.
Ég tók þegar penna og páraði Jóh. Magnúsi línur,
sem hann endurgalt fljótt. Síðan höfðum við bréfasam-
band meðan hann lifði, sem var raunar stutt eftir þetta.
Einhvern tíma spurði ég Jóh. Magnús um kvæði hans
um Árna Oddsson og hvort það hefði aldrei birzt á
prenti. Ég sagði honum frá Halli, en mig grunaði, að
hann hefði ekki kvæðið allt.
Nú kemur hér svar Jóh. Magnúsar. Ég set hér kafla
úr bréfinu, sem snerta kvæðið, en það er dagsett 5. maí
1945:
„Ég hafði sérstaka ánægju af að lesa þann kafla bréfs-
ins þíns, sem segir frá hinum yfirlætislausa, barngóða
manni, sem kvað við börnin vísur úr kvæðinu mínu um
Árna lögmann Oddsson. Þú segir svo frábærlega vel og
skilmerkilega frá, að unun er að lesa.-------
Þá vík ég aftur að kvæðinu um Árna lögmann Odds-
son. Ég setti það kvæði saman skömmu eftir að kvæða-
kver mitt kom út á ísafirði 1898. Það var Skúli Thor-
oddsen, sem gaf það út. Kvæðið um Árna Oddsson er
91 erindi. Fyrsti kafli þess kom út í jólablaði Heims-
kringlu árið 1900. Tveir næstu kaflarnir birtust í jóla-
blaði Heimskringlu 1901, en hitt var prentað í 18. tölu-
blaði 14. árgangs Heimskringlu.
Þegar ég var drengur í íslenzku nýlendunni í Nýja-
Skotlandi, sagði móðir mín mér ævintýrið eða þjóðsög-
una um Árna lögmann Oddsson, og ég man það, að ég
varð mjög hrifinn af þeirri frásögn, eins og flestum þeim
sögum af íslenzkum mönnum, sem hún sagði mér á þeim
árum. En þá er ég setti saman kvæðið, var móðir mín
löngu dáin. Að líkindum hef ég sett í kvæðið eitthvað,
sem eltki er til í sjálfri þjóðsögunni, einkum að því leyti,
sem varðar hestinn. Ég var líka í mikilli óvissu um vega-
lengdina frá Vopnafirði til Þingvalla.
Ég veit, að mörg missmíði eru á þessu kvæði.----
Ég hafði hvorki tíma né krafta sökum veikinda til að
lagfæra það, áður en það lagði af stað heim til íslands.“
Ég birti nú ekki meira af bréfi Jóh. Magnúsar, sem
er alllangt. Raunar gæti verið fróðlegt að birta það allt,
því að það varpar skíru Ijósi yfir síðustu árin, sem þessi
merkilegi maður lifði, og gefur hugmynd um, hvílíkt
feiknastarf liggur eftir hann á ritvellinum.
Hann sagði Árna-kvæðið komið heim ásamt fleiri
verkum sínum, og myndi Árni Bjamarson á Akureyri
gefa þau út. Vinur minn einn útvegaði mér svo afritið,
sem ég sendi nú „Heima er bezt“.
Gísli Helgason, Skógargerði.
ÁRNI LÖGMAÐUR ODDSSON
I.
Kaupmannahafnar hann bíður í borg,
en brýn er nauðsyn að hverfa heim.
Því dómþingi íslands nú dregur að,
þar dæmt skal í málum hans tveim.
íslandsför era nú haldin í haf,
og Herlúff Daa er í geði kátt.
Hann veit það, að Árni í tæka tíð
ei tekur í málum þátt.
Hygginn og slægur er Herlúff Daa,
hann hefur þeim skipherrum boðið fé,
sem neita Árna um far til Fróns,
svo fjarri hann þinginu sé.
Svo gengur nú Árni um götur og torg,
og gremja ríkir í huga ’ans ströng.
Hann gengur með búðum á bryggjur fram,
og biðin nú finnst honum löng.
124 Heima er bezt