Heima er bezt - 01.04.1959, Side 13

Heima er bezt - 01.04.1959, Side 13
Hann finnur þar kaupmenn og farmannalýð, og fé hann býður og hundruð í jörð hverjum, sem flytur hann vestur um ver. En veðrin æ geisa þar hörð. Og kaupmannalýður í kampinn þá hlær og kveður nú djarft, því að pyngjan er full: Við getum en viljum ei sigla þann sjó, þó silfur þú bjóðir og gull. Árni gengur með fjörunum fram og finnur og mælir við gamlan hal: „Flytjir þú mig yfir íslands ál, ég auðugan gjöra þig skal.“ Hinn gamli halur sín greiðir net og gefur svar mjög þurrlegt og stutt: „Á kugg, slíkan mínum, um íslands ál fær enginn sig lifandi flutt.“ Þá mælir hann Árni við þreklegan þul, og þrá sér lýsir í máli og raust: „Flytji mig enginn til Fróns þetta vor, er faðir minn öreigi í haust.“ Hinn gamli halur sín greiðir bönd og gefur svar — og er styggur við: „Gakk þú til hinna, sem góð eiga för. Ég get ekki veitt ykkur lið.“ Þá mælir hann Árni við þreklegan þul, og þungt er honum um mál og raust: „Flytji mig enginn til Fróns þetta vor, er faðir minn liðinn í haust.“ Hinn gamli halur sín greiðir bönd og gætir að rám og hverjum streng: „Væri ég yngri, ég vogaði þá með vöskum og huguðum dreng.“ Þá mælir hann Ámi við þreklegan þul, og þreki lýsir nú raustin hans há: „Eg stýra skal sjálfur í stormum þeim kugg og ströndum á íslandi ná.“ Hinn gamli halur nú glottir við tönn. „Gæfunnar,“ segir hann, „freista ég vil, og halda skal með þig á hafið í kvöld, ef hefurðu atorku til.“ II. Snekkjan með Árna er haldin í haf, hún heldur út Norðursjó. Og suðaustan vindur í seglin blæs, en siglt þykir Árna’ ekki nóg. Og Árni heldur um hjálmunvöl og hrópar á skipsins menn: „Hefjið þið seglin húnum að og herðið á strengjunum enn.“ Og suðaustan vindur í seglin blæs, og siglt þykir hásetum nóg, því siglur bogna með köflum í keng, og kulborði er hátt yfir sjó. Á borðum snekkjunnar beljar sjór, það brakar í stokkum og rá... Þeir draga uppi skip, þegar Færeyja fjöll í fjarska hefjast úr sjá. Fólkið á eyjunum horfir til hafs, svo hrópar það allt í senn: „Væri það ekki svo fáskrúðugt far, þá færu þar kóngsins menn.“ Fólkið á eyjunum horfir til hafs og hrópar og bliknar við: „Væri það ekki svo fáliðað far, þá færi þar Hund-Tyrkjans lið.“ Á borðum snekkjunnar beljar sjór, það brakar í stokkum og rá. En hitt skipið hverfur, þá Færeyja fjöll í fjarskanum hníga í sjá. Og átta daga er hann Árni á sjó, þá eygir hann hólmann sinn og stýrir í gegnum boða og brim á breiðan Vopnafjörð inn. Hann kallar á skipsins kappa þrjá: „Komið, og eigið nú gott. Með hendur tómar og hrygga lund þið héðan ei farið á brott.“ ) III. Til dómþingsins eru nú dagar þrír, en drjúg er leiðin að Almannagjá. Samt hyggur ’ann Árni í tæka tíð að takist sér þangað að ná. Hann stígur nú fæti á fósturjörð... er fyrirmannlegur á velli að sjá. Hjá kaupmönnum hittir hann bóndann Björn og biður hann hest sér að Ijá. Og Árni mælir við bóndann Björn: „Þig bresta skal aldrei framar seim, ef fák þú mér Ijær, sem mig flytur til þings á fjórum dægrum og tveim.“ Heima er bezt 125

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.