Heima er bezt - 01.04.1959, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.04.1959, Blaðsíða 14
Björn er dulur og seinn til svars, en segir að lokum: „Það er mín trú, að bráð sé mjög lundin þín, biskups son, því barnslega talarðu nú.“ Þá mælir hann Arni við bóndann Björn: „Eg bið þig um hest en ekki ráð. Þá skemmstu leið yfir fjöllin ég fer, því framgjörn er lund mín og bráð. Þingmanna-leið ekki þræða ég mun, en þreyta vil reið yfir öræfin há. Frá konungi vorum ég kveðju ber til kempunnar Herlúff Daa.“ „Hest veit ég neinn,“ segir bóndinn Björn, „ei betri — en þolið reyna skal — en Högna, folann hans Höskuldar á Hákonarstöðum á Dal. Svo Rauð minn nú tak þú og reiðtygin góð, og ríddu í dag yfir Smjörvatnsfjöll. Og hnakkinn ef leggurðu á Högna í nótt, þá heppnast þér ferðin öll.“ IV. Og Árni ríður þá löngu leið, sem liggur að Jökuldal frá Vopnafjarðar verzlunar-búð, og vakur ber fákur þann hal. Hann heldur frá búð um hádegismund. Svo hörð er og mikil hans reið, að jóreykinn greina þeir glöggt á Dal, er gengur að náttmálaskeið. Og reynd eru lungu Rauðs til fulls, þó rétt sé hann hesta val: Hann hnígur niður við hlaðvarpann á Hákonarstöðum á Dal. Bóndi stendur við bæjardyr, brýnir hann hása raust: „Hví ríður þú, maður, svo geyst um grund sem glópaldi — og miskunnarlaust?“ Þá mælir Árni við gildan garp: „Ég greið vil að för mín sé, því tíðin er naum og leið mín löng, en liggur við mannorð og fé.“ Bóndi stendur við bæjardyr, bermæltur er hann við gest: „Aldrei þótti það flýta för að fara sem þræll með hest.“ Þá mælir Árni við gildan garp: „Greið þú nú för mína í kvöld og seldu mér færasta fákinn þinn, og fyrir hann þrenn tak gjöld.“ Bóndi mælir, hann brá er yggld: „Bið þú um annað mig, því ei á ég, gestur, svo frískan fák, að fær sé að bera þig.“ Árni mælir: „Þú átt þann hest, áðan þú rakst hann heim, sem þolir að bera mig þingsins til á þremur dægrum og tveim.“ % „Folinn hann Högni er ungur enn; enginn hann hjá mér fær, þó boðin sé fyrir hann bezta jörð,“ og bóndinn í kampinn hlær. „Fáttu mér falan folann þann fyrir þær jarðir þrjár, sem biskupinn á hér austanlands.“ Og Árni er fölur sem nár. „Hvert er nafn þitt og hver þín ætt? Hvaðan í dag komst þú? Þú búinn ert líkt og biskupsson.“ Og bóndi sig hneigir nú. Árni tekur nú tygin af Rauð, svo talar hann lágt um hríð. Og bóndi hlýðir og hlustar á, en heldur er brún hans síð. Árni hvíslar í annað sinn, og all-löng er bóndans þögn. Hann breytir litum en bærist ei, og brún hans léttist ögn. Og Árni þylur í þriðja sinn við þrýstinn hal sína bón. Þá hrópar bóndi á húskarl einn: „í hlaðið rek folann, Jón.“ Og jór er rekinn í hlaðið heim, hýrnar nú lögmanns geð, því aldrei hefur hann áður neinn svo ólman gæðing séð. Á Högna leggja þeir léttan hnakk, því löng skal nú hafin reið. Og Árni heldur frá Hákonarstað þá hallar af náttmálaskeið. 126 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.