Heima er bezt - 01.04.1959, Side 15

Heima er bezt - 01.04.1959, Side 15
V. Á Efridal Árni ríður, en örðug þykir sú leið, og fólkinu á bæjunum blöskrar, því blöskrar sú ógnar-reið. Draugslega bergmála björgin, beljandi er Jökulsá, og órótt er hjartað í Árna, en eygló er risin úr sjá. Já, órótt er hjartað í Árna, og áköf þar ríkir þrá, því lengi er ei tíminn að líða, en langt er að Almannagjá, Rétt eftir miðjan morgun, til mjalta er ganga hjú, á klár sínum kemur hann Árni að kvíunum fremri á Brú. Kerling við kvíamar situr, kveður hún gamlan brag: „Högni minn, hví ertu móður, og hvert áttu að fara í dag?“ Og Ámi hann svarar og segir: „Síðan við lögðum á Dal hefur hann Högni minn stokkið, hlaupa þó lengur hann skal. Kom þú með fötuna fulla, svo fái hann góðan drykk, því yfir um til Almannagjáar einum við höldum í rykk.“ Kerling frá kvíunum gengur, kemur hún aftur brátt. Með nýmjólk hún fötuna fyllir, og fákurinn gneggjar þá hátt. Og fötuna fákurinn tæmir, þá færir sig kerling nær og smjörsköku talsverða tekur úr trogi og hestinum fær. Hestinum kerling klappar * og klórar og mælir lágt: „Gott hef ég gefið þér áður, og guggna nú ekki þú mátt. Márgsinnis mjólk hjá mér drakkstu og mjölköku og smjörbita fékkst. Ég breiddi á þig brekán á vetrum, í búrinu mínu þú gekkst. Allt var það öðrum að kenna, að ungur þú barst frá mér. Því skálkur um skuld mig krafði, og skuldin var borguð með þér. Berðu nú biskupssoninn á burt yfir holt og mel. Flyt þú hann heilan á húfi heim til sín. Farðu nú vel.“ Gullpening gefur hann Árni gamalli rausnar-frú, og hæverskur hattinum lyftir. Svo heldur hann vestur frá Brú. VI. Og Árni hann ríður á öræfin beint, sem örskot hann ber yfir fold. Og hamstola þeysir hinn þreklegi jór, en þyrlast upp sandur og mold. Og Árni hann ríður um holt og um hraun, hann hamranna þræðir um skeið. Og aldrei fór nokkur á íslenzkum jó svo ógreiða og torsótta leið. Og Árni hann ríður um skriðjöklaskörð, þar skúta fram þverhnípin há, hann fer eftir börmum á gínandi gjám og gljúfrunum hörfar ei frá. Svo fer hann með köflum um eldhraunaurð, þar örðug finnst tóunni leið. Hann sundríður jökulsins válegu vötn, sem veltast fram, straumhörð og breið. Hann áir hjá Brunnum um örskamma stund, því uppsprettulind er þar tær og grösugur bali við grávíðis-runn, sem grandað ei jökullinn fær. Og austan við Bláfell hann áir um hríð, og eru þá full dægur þrjú síðan hann klárinn sinn keyrir á stökk frá kvíunum fremri á Brú. Hann stutt á að Skjaldbreið í dögun þess dags, sem dómþingið íslands skal sett. „Högni minn,“ segir hann, „hertu þig nú og hlauptu þinn síðasta sprett. Því náirðu á Þingvöll um nónbil í dag, svo nauðunga eg losist úr kví, þá skal ég ei bera þér bitil í munn né beita þig sporum úr því.“ Heima er bezt 127

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.