Heima er bezt - 01.04.1959, Page 18
um, og nærri samtímis var bílhurðin þrifin opin og einn
svertinginn kallaði til mín, auðsjáanlega mjög æstur:
„Simpansinn hefur ráðizt á son þinn.“ Samtímis heyrði
ég Mikael hrópa: „Pabbi flýttu þér, Roger er að ryðj-
ast út úr búrinu.“ „Hefurðu ekki bareflið?“ kallaði ég
á móti, en hið óða dýr hafði svipt bareflinu úr höndum
Mikaels og reyndi nú að ná til hans með því gegnum
rimlagötin á búrinu. Vopnlaus gat ég ekkert aðhafzt,
svo að ég hljóp út af veginum í von um að ná í eitthvað
til að berja apann með. Ég var svo heppinn að rekast á
bambusgirðingu, og úr henni reif ég nokkrar stangir,
og komst þannig vopnaður aftur upp á bílpallinn.
Roger hafði náð einum járnrimlinum úr fari sínu og
sveigt hann til hliðar, svo að hann gat rétt handlegginn
út um gatið upp að öxl, og á þann hátt náði hann til
Mikaels. Hann hafði náð prikinu úr hendi drengsins,
og enginn gat tálmað því að hann sveigði fleiri rimla
til hliðar. Brátt tókst honum líka að troða haus og
herðum út úr búrinu. Þótt Mikael væri vopnlaus, reyndi
hann að ýta apanum aftur inn. En í þeim stimpingum
hafði Roger glefsað í hönd hans og rifið þar hold frá
beini. Ég gat ekki sinnt sári Mikaels, en sveif að apanum
og lét höggin dynja á höndum hans, þar sem hann var
að reyna að sveigja rimlana til hliðar. Roger var hams-
laus af vonzku. Hann henti sér á rimlana og reyndi að
beita öllu afli skrokksins til að sveigja þá til hliðar, svo
að hann kæmist út. Aður en ég vissi af, seildist hann í
bambusstöngina í hendi mér og svipti henni af mér. Ég
hafði aðra viðbúna og hélt áfram að lumbra á honum,
en ég varð að gæta mín að vera í hæfilegri fjarlægð, svo
að hann gæti ekki seilzt til mín og dregið mig að sér,
því að þá var voðinn vís.
Allir svertingjarnir höfðu haft sig á brott meðan á
þessu stóð. Jói, þjónninn minn, var sá eini, sem ekki
hafði flúið. Hann hélt sér þó í fjarlægð, en nógu nærri
samt til þess að lýsa mér með vasaljósi sínu. Roger öskr-
aði og- urraði. Aftur tókst honum að hrifsa stöngina úr
hendi mér og loks þá þriðju. Eg gat ekki annað gert en
að fylgjast með hreyfingum hans, og um leið og hann
reyndi að rífa síðustu rimlana í brott, að berja þá mis-
kunnarlaust á krumlurnar á honum.
Bíllinn hafði numið staðar, og ef til vill hefur Roger
eitthvað róazt við það. Eins mun hann hafa sviðið sárt
undan höggum mínum. Að minnsta kosti stilltist hann
smám saman lítið eitt. Mér gafst þá færi á að reyna að
sefa hann með orðum. Hann tók því vel, reiði hans
hjaðnaði, og hann rétti fram hendumar, eins og hann
bæðist hjálpar. Þegar slík reiðiköst simpansa hefur lægt
á annað borð, láta þeir venjulega vel að stjórn og hlýða
vinsamlegri meðferð. Þegar hann var orðinn rólegur,
reyndi ég að koma rimlunum aftur í samt lag og binda
þá ásamt þverslám til styrktar með reipi og vír, sem ég
fann í farangri svertingjanna.
Að því loknu gat ég fyrst farið að huga að Mikael og
sárum hans. Hönd hans var hræðilega útleikin. Skinnið
af handarbakinu og fram á fingur hékk í flygsum og
blóðið lagaði úr sárinu. Ég gerði að sárinu til bráða-
birgða með hreinum klútum, sem ég náði úr farangri
okkar, og svo var aftur lagt af stað.
Mér var harla órótt innan brjósts. Fyrir fimm ámm
hafði simpansi bitið mig í höndina. Þótt bitið sýndist
engan veginn alvarlegt í fyrstu, hafði þó ein aflsinin
skaddazt, svo að ég varð að leita læknis samdægurs.
Síðar var tvisvar skorið í hendina, og lá við sjálft, að
hún yrði tekin af mér, og enn var langatöngin staur-
fingur. En mér varð það áreiðanlega til hjálpar, að ég
naut læknishjálpar ágæts sérfræðings á fullkomnu
sjúkrahúsi. En hvernig myndi fara með Mikael hér
mitt inni í Afríku, þar sem hvorki voru til læknar né
sjúkrahús? Ég taldi mílurnar og fannst bíllinn vera óra-
tíma að mjakast frá einu merki til annars, og það var
hann í rauninni, enda náðum við ekki til Bouaké fyrr
en eftir tvær stundir. Þar gat ég loksins hreinsað sár
Mikaels, gefið honum penicillin og bundið sómasam-
lega um hönd hans.
Næstu dagana var ég önnum kafinn við að útbúa
nægilega sterk búr handa dýrum okkar og búa undir
framhald ferðarinnar. Það var engan veginn nokkurt
skemmtistarf í 100° F hita, að saga sundur járnstangir
eða telgja til afríkanskan harðvið, sem svo er illharður,
að nagli verður naumast reltinn í hann. En allt tókst það
að lokum.
Ég lét Mikael ferðast sjóleiðis með dýrin en flaug
sjálfur beina leið til Frankfurt. Bæði Mikael og Roger
veiktust á heimleiðinni. Mikael lýsir hinni raunalegu
heimkomu á þessa leið:
„Loksins komumst við til Hamborgar. Þar tók faðir
minn á móti okkur ásamt hóp af blaðamönnum, sem
vildu frétta um ferðalagið. Vesalings Roger, sem mér
var farið að þykja innilega vænt um, var fárveikur.
Samt fagnaði hann föður mínum innilega, og hann rétti
fram hendurnar eins og til að bjóða hann velkominn.
Við fengum hitaðan járnbrautarvagn handa dýrunum
til Frankfurt, og hraðlestin flutti okkur þangað sam-
dægurs.
En daginn eftir að við komum heim dó vesalings Ro-
ger. Hann er elskulegasti simpansinn, sem ég hef kynnzt.
Silfurgrátt faxið á herðum hans var hans höfuðprýði.
Hann var gáfaður, bráður í skapi en göfuglyndur.
Honum voru gefnar sprautur og alls konar meðul, ef
unnt væri að bjarga lífi hans. Þótt hann væri svo veikur,
að hann gæti naumast staðið, reyndi hann samt til að
ráðast á dýralækninn, sem hann þoldi ekki að sjá. Þegar
við feðgarnir hins vegar komum til hans, brölti hann
á fætur og faðmaði okkur að sér. Og hann tók því með
þolinmæði, þegar ég stakk í hann nálinni, til að gefa
honum meðalið.
En öll okkar fyrirhöfn varð árangurslaus. Við björg-
uðum honum frá því að fyrri eigandi hans skyti hann,
áttum í ótrúlegum erfiðleikum með að koma honum alla
leið til Þýzkalands, til þess eins að hann dæi daginn eftir
heimltomu okkar. Ef við einungis hefðum getað veitt
honum fullkomna læknishjálp 4—5 dögum fyrr, var
Framhald á bls. 145
130 Heima er bezt