Heima er bezt - 01.04.1959, Side 22

Heima er bezt - 01.04.1959, Side 22
Höskuldsstaðir, Hjarðarholt sést i baksýn til vinstri. gerður, sem nefnd var „langbrók“, en frá heníii er aðal- lega sagt í Njálu. Höskuldi þótti bær sinn ekki nógu vel húsaður og ákvað því að sigla til Noregs og afla sér húsaviðar. Það var eitt sinn í þeirri utanför, að Höskuldur gengur út snemma morguns. Hann kom þar, sem tjald stóð mikið og skrautlegt, en úti fyrir tjalddyrum stóð maður einn í sérkennilegum klæðum með gerskan hatt á höfði. Hös- kuldur spurði hann að nafni. Hann kvaðst Gilli heita, og kannaðist Höskuldur við hann, því að hann var auð- ugur kaupmaður, sem víða hafði verið í förum. Hös- kuldur spurði, ef hann hefði nokkra góða hluti að selja og kvaðst vilja kaupa ambátt, ef hann hefði nokkra, en á þeim tímum voru herteknar konur seldar eins og bú- peningur nú manna á milli. Sama máli gegndi um her- tekna menn. Gilli gekk þá að tjaldinu. Var því skipt í tvennt með tjaldi þvert yfir. Gilli lyfti upp þvertjaldinu, og sá Höskuldur tólf konur sitja þar á hekk innan við þver- tjaldið. Sat ein konan utast við tjaldskörina. Var sú kona illa klædd, en Höskuldi þótti hún fríðasta kona synum. „Hversu dýr skal kona sú, ef ég vil kaupa?“ mælti Höskuldur. „Þú skalt greiða fyrir hana þrjár merkm silfurs,“ svar- aði Gilli (silfur var þá vegið en ekki slegnir peningar, og var þetta mikið fé). Höskuldur kvað þetta vera þriggja ambátta verð. Gilli svaraði þá, að hann gæti fengið hverja eina af hinum ellefu fyrir eina mörk silfurs. Ekki vildi Höskuldur þekkjast það boð en fór nú að athuga, hve mikið silfur hann hefði í sjóði við belti sér, og reyndist það nóg til greiðslu. En áður en kaupin voru að fullu ger, mælti Gilli: „Þetta mál skal fara óvélt af minni hendi, því að á er ljóður mikill um ráð konunnar. Vil ég að þú vitir það, Höskuldur, áður við sláum kaupi þessu.“ Höskuldur spyr, hvað það væri. Gilli svarar: „Kona þessi er ómála. Hef ég marga vega leitað máls við hana, og hef ég aldrei fengið orð af henni. Er það að vísu mín ætlan, að þessi kona kunni eigi að mæla.“ Kaupunum var síðan að fullu lokið, því að Höskuld- ur lét upplýsingar Gilla ekkert á sig fá. Fór hann með ambáttina með sér og gaf henni góð klæði. Var það allra manna mál, að henni samdi vel góð klæði. Var konan fögur og tiguleg.“ Er Höskuldur kom heim til sín úr þessari utanför, spurði Jórunn kona hans, hver sú kona væri, er hér væri í för með honum. Höskuldur sagði, að þótt henni þætti það ef til vill ótrúlegt, þá vissi hann ekki nafn hennar, þar sem hún væri mállaus. Ambáttin dvelst nú um sinn að Höskuldsstöðum og enginn heyrir hana mæla. Snemma vetrar elur ambáttin sveinbarn mikið og frítt, og sýnist Höskuldi, sem hann hefði eigi séð vænna barn né stórmannlegra. Höskuldur nefndi sveininn Ólaf eftir Ólafi feilan, móðurbróður sínum. Var sveinninn bráðþroska og snemma afbragð annarra barna. Lagði Höskuldur mikla ást á sveininn. Þegar Ólafur var tveggja ára, var hann svo stór sem aðrir drengir fjögurra ára. Rann einn saman og var al- talandi. Það bar til tíðinda einn morgun á Höskuldsstöðum, að Höskuldur var úti staddur. Veður var gott og sól nýrisin. Lækur fellur um túnið á Höskuldsstöðum, og eru hvammar og brekkur meðfram læknum. Heyrði Höskuldur þá mannamál niðri í lækjarbrekk- unum. Hann gekk á hljóðið og sá þar ambáttina og sveininn Ólaf og heyrir þá, að ekki er hún mállaus, því að hún talaði þá margt við sveininn. Höskuldur gekk til hennar og spurði hana að nafni og kvað henni ekki duga að dyljast lengur. Hún kvað svo vera skyldu, og setjast þau þar í brekk- una og taka tal saman. Þá mælti ambáttin: „Ef þú vilt nafn mitt vita, þá heiti ég Melkorka, en Mýrkjartan, konungur á írlandi, er faðir minn, og var ég þaðan hertekin fimmtán vetra gömul.“ Höskuldur kvað hana of lengi hafa þagað yfir svo göfugri ætt. Fyrir þremur áratugum kom ég í fyrsta sinni að Hös- kuldsstöðum. Þá var mér sýndur staður sá í lækjar- brekkunni, þar sem þau mæðginin, Melkorka og Ólafur, voru, er Höskuldur heyrði á tal þeirra. Þarna myndast í brekkunni ofurlítil dæld eða hvammur, er veitir skjól. Er talið, að þar hafi þau setið. Ég hef borið þessa minningu mína undir Kristján Kristjánsson borgarfógeta, og hefur hann staðfest, að ég muni þetta rétt. Kristján borgarfógeti er uppalinn á Höskuldsstöðum, og man hann vel eftir þessari dæld í brekkuna. Enn hefur ekkert verið við þessari brekku hreyft, enda segist Kristján muna eftir því, að móðir sín hafi viljað vernda þennan stað. Saga Melkorku er undurfögur í ljótleik sínum. Fimni- tán ára gömul er hún hertfumin úr föðurgarði, hámennt- 134 Hcima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.