Heima er bezt - 01.04.1959, Síða 27

Heima er bezt - 01.04.1959, Síða 27
— Ég þakka yður fyrir frú Hildur. — En hvert er svo ferð þinni heitið? Ásta horfir niður fyrir sig um hríð og hikar við að svara. Eiginlega veit hún það ekki sjálf, hvert halda skal, en hún vill ekki viðurkenna það fyrir frú Hildi og segir því djarft og hressilega: — Eg fer til Reykjavíkur til að byrja með. — Það er ágætt. Ég held það sé á morgun, sem áætl- unarbifreiðin til Reykjavíkur á leið hérna um sveitina. Viltu ekki að ég hringi fyrir þig fram á afgreiðsluna og tryggi þér farmiða suður á morgun? — Jú, ég þakka yður fyrir. Það þætti mér vænt um. Frú Elildur hraðar sér fram úr eldhúsinu og inn að símanum, en Ásta andvarpar létt af Ijúfsárum feg- inleik. Valur vaknar af stuttum svefni og rís úr rekkju. Nóttin hafði rænt hann öllum svefni, og hann hafði ekki fest blund fyrr en undir morgun. Nú má hann ekki bregðast köllun starfsins lengur, því ótal verkefni bíða óleyst, og hann er ekki vanur að vanrækja skyldur sínar. Hann gengur fram úr herbergi sínu og ætlar út, án þess að koma við í eldhúsinu og fá sér þar einhverja hressingu, þótt hann hafi þess fulla þörf. En dagstofu- dymar eru opnar, og frú Hildur stendur við símann. Valur heyrir móður sína hringja og biðja um farseðil með áætlunarferðinni til Reykjavíkur. Hann nemur skyndilega staðar við dagstofudyrnar, og óljós kvelj- andi grunsemd læðist inn í huga hans. Einhver hlýtur að vera á förum frá Ártúni suður í Reykjavík, fyrst móðir hans biður um farseðil þangað. En hver skyldi það vera? Um það verður hann að fá fulla vimeskju, og það nú strax. Frú Hildur leggur frá sér talnemann og ætlar að ganga út úr dagstofunni, en nemur staðar við dyrnar, þegar hún sér son sinn standa þar, og segir blíðlega: — Góðan daginn, Valur minn. — Góðan daginn, mamma. Frú Hildur ætlar að halda áfram sína leið, en Valur stöðvar hana og segir: — Fyrir hvern varstu að panta farseðil til Reykjavíkur? — Fyrir hana Ástu. Hún fer héðan á morgun, eftir eigin ósk. — Frú Hildur horfir athugul á son sinn, og hún sér glöggt áhrifin af orðum sínum í augum hans, en aldrei fyrr hefir hún mætt slíkum geðbrigðum í djúpum og fallegum augum drengsins síns, frá því fyrst er hún leit þau. Og ný, ásakandi rödd brýzt fram í sál hennar. Hvað hefir hún gert? En engin orð koma Val til hugar. Ásta er á förum frá Ártúni, og það eitt rúm- ast í vitund hans þessa stundina. Valur snýr sér frá móður sinni án þess að segja neitt og gengur út úr húsinu. í dag verður hann að vera einn og reyna að komast sem lengst inn í faðm óbyggðanna. En aldrei þessu vant eru allir hestarnir frammi í Græna- engi að einum hálftömdum fola undanskildum, en hann er á beit suður á árbakkanum rétt við túnið. Valur setur það ekki fyrir sig, þótt reiðskjóti hans verði ekki sem bezt taminn á þessu ferðalagi, því skap hans sjálfs er æst og heitt eins og hálfvilltar hvatir hestsins, sem á að bera hann burt, eitthvað langt inn í þagnarheim einver- unnar. Hann tekur með sér hnakk og beizli og gengur suður á árbakkann. Þar söðlar hann ótemjuna og stígur á bak og þeysir hratt í hvarf upp með ánni. Frú Hildur stendur við gluggann í svefnherbergi sínu °g fylgist með ferð sonar síns. Hún sér hann söðla þennan hálfvillta fola og hverfa á honum upp í auðnir heiðarinnar. Hvert ferð hans er heitið, veit hún ekki. Sársaukafull ólga sem svellur í sál hennar, blandast óstjórnlegum kvíða og eirðarleysi. Hún er hrædd um Val á þessu ferðalagi, hrædd um að eitthvað skelfilegt kunni að koma fyrir hann á torsóttum leiðum óbyggð- anna. Augun sem mættu henni við dagstofudyrnar fyrir stundu, opinberuðu henni að fullu þann óvelkomna sannleika, sem hún’ vildi ekki viðurkenna áður, ekki einu sinni fyrir sjálfri sér. Að líklega skipti það Val töluverðu máli, hvort Ásta verður kyrr í Ártúni eða fer þaðan. Hún veit það fyrir víst, að drengnum hennar líður illa núna, og ef til vill á hún mesta sökina á því, en hún vildi honum aðeins vel. Hin þunga rödd hennar eigin samvizku brýtur af sér alla fjötra, hávær og miskunnarlaus, og sýslumanns- frúin verður að beygja sig fyrir valdi hennar. Hún er móðir fyrst og fremst, hvað sem öðrum skyldum líður. Hið kveljandi eirðarleysi knýr frú Hildi takmarkalaust áfram, og hún getur hvergi haldist við né haldið kyrru fyrir. Hvergi finnur hún frið. XXT. Dagurinn líður, og kvöldið færist yfir í hljóðlátri kyrrð. Valur er á heimleið. Aftur hefir hann náð full- komnu jafnvægi í sál sinni og tekið fasta ákvörðun úm algert einlífi í framtíðinni, fyrst Ásta vildi ekki þiggja ást hans. Viðkvæmt hjarta sýslumannssonarins et djúp- sært, en hann er jafnframt karlmenni, sem hlvtur að bera sorgir h'fsins og vonbrigði í þögulli ró, án þess að aðrir fái nokkru sinni að skyggnast inn í þann helgi- dóm hjarta hans og sálar. Valur ríður hratt niður með ánni og athugar lítið ógreiðan veginn, sem framundan er. Hestur hans er ólmur og æstur, og Valur á fullt í fangi með að stjórna hálfvilltum kröftum hins unga gæðings. En ferðalagið gengur þó nokkum veginn að óskum niður árbakkann, og þeir em komnir að vaðinu á ánni. Þar beygir Valur fram af árbakkanum og ætlar að ríða yfir ána. Skyndilega flýgur smáfugl upp úr götunni rétt við fætur hestsins, og tálftamdi villingurinn fælist og tekur snöggt viðbragð og kippir taumunum úr höndum Vals í ofsalegum tryllingi. Valur áttar sig ekki nógu snemma, því folinn er þotinn eins og örskot út í ána, svo Valur missir brátt jafnvægið í hnakknum og kastast af baki niður í ána. Höfuð hans kemur harkalega niður á stein í ánni, um leið og vatnið lykur yfir hann, og hann missir Heima er bezt 139

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.