Heima er bezt - 01.04.1959, Qupperneq 30
„Jú, hann er orðinn fallegur drengur núna,“ sagði
frúin.
Svo kvöddust þær.
Karen greikkaði sporið inn melana. En hvað allt kom
henni kunnuglega fyrir sjónir!
Hún var komin heim að túngirðingunni, áður en hún
vissi almennilega af. Þetta var nú meiri girðingin! Sú
hafði víst kostað nokkrar krónur. Líklega hafði hún
verið skammarlega stirðbusaleg, þegar hún neitaði hon-
um um að leggja til vírinn í hana, en það var engin
hætta á að hann hefði ekki haft vit á að reikna, hvað
hún hefði kostað hann, þegar hann skilaði jörðinni.
Hún opnaði hliðgrindina og lokaði henni aftur. Nú
var hún komin heim á algrænt túnið sitt. Hvernig skvldi
svo heimkoman verða?
Hún gekk heim á hlaðið. Það var enginn úti við.
Hún sá, að hlaðið var vel sópað. Það voru bæjardyrn-
ar líka. A snúrunni fyrir sunnan bæinn blakti þvottur.
Hann var hreint ekki Ijótur.
Maddaman var að hugsa um að ganga fyrst suður í
kirkjugarðinn en hætti svo við það. Það var bezt að
sjá hvernig Rósu liði fyrst.
Kristján var nýkominn inn til konu sinnar. Hann
hafði vTerið að rangla við lambféð. Strákurinn, sem hjá
honum var, var alveg ómögulegur. Þekkti ekki nokkra
skepnu, sem varla var heldur von, þar sem hann var ný-
kominn á heimilið.
Kristján spurði konu sína, hvernig hún hefði það, og
hún svaraði eins og vanalega, að sér liði þetta svipað og
vant væri. Það leit ekki út fyrir að það ætlaði að verða
breyting á því. Hún hafði sagt þetta sama marga daga
og vikur.
Kristján stundi þreytulega og sagði: „Ég veit ekki,
hverslags þetta er, það komast allir á fætur nema þú.
Stelpan á Bakka, sem fór þó svo illa út úr mislingunum,
þýtur út um allar mýrar og móa.“
Rósa anzaði þessu engu. Hún var orðin svo vön raus-
inu úr honum. Það var engu líkara en hann héldi, að
hún lægi í rúminu að gamni sínu og væri að reyna að
hvetja hana til að hafa sig á fætur. Hana sársveið undan
orðum hans oft á dag.
Nú kom Bogga inn með því óskaplegu írafári að hún
steypti um koll stól, sem varð á vegi hennar við hús-
dyrnar að framanverðu. ,^Það er gestur á ferðinni
hingað! sagði hún lafmóð, og augun ætluðu að springa
út úr augnatóftunum.
„Hver ósköp ganga eiginlega á fyrir þér?“ sagði
Kristján stygglega. „Náttúrlega er það ekki vanalegt,
að gesti beri að garði nema þegar messað er, en samt
þarftu ekki að láta eins og þú hafir séð draug.“
„En það er engin önnur en maddaman, sem var hér
einu sinni. Ég þekkti hana strax, því það er engin kona
eins falleg og hún,“ sagði nú Bogga.
Rósa hafði legið með lokuð augu í algerðu sinnuleysi,
en nú leit hún spurnaraugum til manns síns: „Getur
það verið, að hún mamma sé komin?“ sagði hún. „Hef-
urðu skrifað henni að ég sé dauðvona?“
„Það er heldur ótrúlegt að hún sé komin norður, þar
sem hún hefur aldrei gefið sér tíma til að skrifa þér í
öll þessi ár, síðan hún fluttist héðan.“
„Víst hefur hún skrifað mér,“ sagði Rósa.
„Ég kalla ekki svoleiðis skeklda bréf,“ sagði hann,
„og ekki þarftu að ímynda þér að ég hafi farið að
skrifa henni.“
Svo hraðaði hann sér fram úr húsinu.
Þau Karen mættust í bæjardyrunum. Þau hikuðu
bæði eitt andartak. Hann var undrandi yfir því að sjá,
að hún var komin. Hún undraðist á hinn bóginn, að
þessi maður skyldi vera fyrrverandi ráðsmaður sinn og
maður sem hún hafði dáð. Nú var hann órakaður, úfinn
á svip og útþrælkaður.
Hann varð fyrri til að rétta henni hendina og bjóða
hana velkomna. „En þú sækir ekki rétt vel að,“ sagði
hann.
„Ég hef frétt það,“ sagði hún og hélt áfram inn
göngin og inn í baðstofuna.
Geirlaug var ennþá í rúminu. Hún bað fyrir sér, er
hún sá, hver komin var.
Karen heilsaði henni með kossi: „Sæl og blessuð,
Geirlaug mín,“ sagði hún óstyrkri röddu. „Það fór svo,
að ég átti eftir að koma að Hofi, þó að ég ætlaði mér
það ekki, þegar ég kvaddi. Þar var erfitt að fara, en nú
er lítið betra að koma aftur. Ertu ekki dálítið að hress-
ast?“
„Ojú, ólíkt er nú heilsufarið eða það var, bæði hjá
mér og Rósu,“ sagði Geirlaug.
Þá gekk hin stórláta móðir inn til dóttur sinnar.
Rósa gaf frá sér hljóð, þegar hún sá móður sína:
„Mamma, elsku mamma mín! Ertu þá loksins komin?“
sagði hún.
Karen Iaut yfir hana og þakti andlit hennar í kossum,
en tárin runnu niður kinnar hennar: „Já, loksins er ég
komin til þín,“ sagði hún. „Það hefði átt að vera fyrr.
Ég hef verið hræðilega umhyggjulaus um þig, eísku
barnið mitt. Ég hef ekki fundið það, fyrr en ég frétti
að þú lægir veik. Guð fyrirgefi mér harðýðgi mína og
kaldlyndi. Því baðstu ekki Laugu í Þúfum að skrifa
mér um það, hvað þú ættir bágt.“
„Ég hef alltaf verið að vona að ég færi að hressast,
en það gengur svo seint. Nú er ég svo glöð yfir því,
að þú ert kornin, að ég held að mér hljóti að fara að
batna,“ sagði Rósa.
i „Það er hræðilegt að sjá, hvað þú ert orðin mögur.
Hefurðu enga matarlyst?" spurði Karen. Hún var nú
orðin harðleg á svipinn, því að hún heyrði að Kristján
var kominn inn í húsið.“
„Ég er ákaflega lystarlítil," sagði Rósa.
„Það eru meiri vandræðin, hvað henni gengur seint
að batna,“ sagði Kristján. „Það eru allir orðnir frískir
hér í sveitinni af þessum andstyggðar mislingum nema
hún og svo Geirlaug, ef það hafa þá verið nokkrir misl-
ingar að henni.“
142 Heima er bezt