Heima er bezt - 01.04.1959, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.04.1959, Blaðsíða 31
„Er nokkur vafi á því?“ sagði Karen. „Hefur læknir ekki verið sóttur á þetta heimili?“ „Jú, hann hefur kornið nokkrum sinnum og látið meðul, sem þær nota daglega, en það hefur lítið að segja,“ sagði Kristján. „Rósu batnar sjálfsagt seint hér, fyrst enginn eða lít- ill batavottur sést enn,“ sagði Karen. „En hinu trúi ég ekki, að hún nái ekki fullum bata, ef hún kemst á gott sjúkrahús. Hún hefur líklega heldur litla aðhlynningu hér,“ bætti hún við. „Það hefur nú verið reynt að láta henni líða vel hér. Sigurlaug í Þúfum kemur hingað á hverjum degi til að búa um hana og greiða henni, síðan Geirlaug lagðist,“ sagði nú Kristján, talsvert móðgaður. „Og þó að hún hefði ekki gert það, býst ég við að það hefði verið gert af stúlkunum hérna.“ „Það lítur út fyrir að ekki sé mikils að vænta af þeim, þessum vinnukonum þínum, eftir því sem þær koma fyrir sjónir,“ sagði Karen. Hún sat á stóli við rúm dóttur sinnar og hélt tærðri hönd hennar milli handa sinna. „En Þúfnamæðgur veit ég að eru ágætismanneskj- ur. En það þarf meira að gera en að búa um veikar manneskjur einu sinni á sólarhring. Hvaða hjálp fær Rósa, ef hún þarf einhvers með að nóttu til, þar sem hún sefur hér alein með barnið.“ „Hún þarf ekki annað en að banka í borðið, þá heyra stúlkurnar til hennar,“ flýtti Kristján sér að svara. „Ég kom hingað norður til að sækja Rósu. Skipið fer í fyrramálið. Það verður að koma henni út eftir í kvöld. Ef þú vilt ekki flytja hana, þá fer ég suður að Þúfum til að fá þar hjálp til þess.“ Nú var málrómur Karenar búinn að ná sama kuldanum og seinustu vikurnar, sem hún hafði verið heima fyrrum. Kristján kannaðist vel við þann málróm. Hann ræskti sig erfiðlega áður en hann sagði: „Það er ótrúlegt, að sú manneskja, sem getur ekki einu sinni greitt sér eða stigið í fæturna nema milli rúma, geti nú farið alla þessa leið, eða viltu taka þá ábyrgð á þig, að henni versni ekki við það?“ „Það er ekki gott að ábyrgjast neitt,“ sagði hún, „eða villt þú kannske taka ábyrgð á því að hún nái heilsu hér, þar sem hún er nú búin að vera í rúminu næstum mánuð án þess að nokkuð gangi?“ „Nei, það geri ég ekki,“ sagði hann, „en ég var að vona, að þú værir komin til þess að hlynna að henni hér heima. Það finnst mér að hefði verið það skynsamleg- asta. En það er meiri fásinnan að fara að flytja hana á kviktrjám út í kaupstað. Eða hvað leggur þú sjálf til málanna, Rósa mín?“ Kristján leit vonaraugum til konu sinnar. Hún virtist vera orðin svo frískleg eftir að móðir hennar hafði birzt í dyrunum, að hann var alveg undrandi á þeirri breyt- ingu. Ég vil endilega reyna að fara,“ sagði hún, „en það þarf ckki að srníða nein kviktré handa mér. Ég hlýt að gcta sctið í söðli þessa stuttu leið í svona indælu veðri. Ég verð bara að koma boðum til hennar Laugu minnar í Þúfum. Hún hefur alltaf verið mín hjálparhella.“ „Ég skrepp suður eftir bráðum,“ sagði Karen. „Ekki kem ég svo í nágrennið, að ég heilsi ekki upp á þá góðu nágranna.“ „Ég á nú bara ekkert orð til yfir þessa fásinnu. Að láta sér detta í hug að drífa manneskjuna fárveika fram úr rúminu,“ sagði nú Kristján. Þá kom ráðskonan inn. Það var Jóhanna frá Efri-Hól. Hún heilsaði maddömunni og sagðist vera búin að bera kaffi fram í stofuna handa húsbóndanum og gesti hans. En Kristján sagðist ekki hafa nokkra lyst á kaffi og flýtti sér fram úr húsinu og út úr bænum. „Það er ekki hægt að segja annað, en að það sé held- ur skemmtilegur gestur, sem kominn er,“ hugsaði hann sárgramur, þegar hann kom út á hlaðið. Þá heyrði hann allt í einu að einhver bauð góðan dag og sá, að Grímsi gamli á Bala kom sunnan fyrir bæinn. „Hvernig er heilsan hjá þér, garnli minn?“ spurði nú Kristján og reyndi að tala í venjulegunt málróm, þótt honum væri þungt í skapi. „O ég hjari ennþá,“ sagði karlinn. Kristján tók eftir því, að karlinn var nýrakaður og í bezta jakkanum. „Ég þykist skilja að þú hafir fcngið gest,“ sagði gantli maðurinn broshýr. „Það er nú víst ekki hægt að neita því,“ svaraði Krist- ján kuldalega, „en ég hefði viljað gefa mikið til, að sá gestur hefði ekki komið á mitt heimili." „Mig langar til að heilsa henni, blessaðri maddöm- unni,“ sagði Grímsi. „Þá skaltu bara fara inn í bæinn. Þar færðu sjálfsagt þá ósk uppfvllta,“ sagði Kristján. „En hvernig líður henni Rósu? Það var verið að geta þess til, að hún væri eitthvað lakari, fyrst hún móðir hennar er komin,“ sagði gamli maðurinn. „Hún er við sömu heilsu,“ sagði Kristján og hljóp við fót út túnið, til að losna við karlinn og kerlinguna og allt illt, sem af heimsókn hennar myndi leiða. Nú rölti gamli maðurinn inn í bæinn og hitti ráðs- konuna í maskínuhúsinu og sagðist ætla að heilsa bless- aðri maddömunni, fyrst hún væri nú komin aftur. Og vonandi myndi hún ekki flýta sér burtu í annað sinn. Rétt í þessu kom maddaman fram. Hún heilsaði Grímsa gamla með handabandi og spurði, hvemig hann hefði það. „O ég er nú orðinn einn í kofunum, eins og þér hafið líklega frétt. Konan mín dó núna fyrir nokkrum vikum,“ sagði hann dauflega. „Kaffið bíður frammi í stofunni,“ sagði ráðskonan. „Þú gerir svo vel að drekka mcð maddömunni," sagði hún við Grímsa. Þau fylgdust að fram í stofuna, og ráðskonan kom á eftir þeim með kaffikönnuna. Grímsi gamli drakk úr bollanum, sem húsbóndanum hafði verið ætlaður. Þetta var þá öll viðhöfnin sem henni var sýnd, þegar hún kom aftur að Hofi, að setja Grímsa gamla til Heima er bezt 143

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.