Heima er bezt - 01.04.1959, Síða 32
borðs með henni! En við hverju mátti ekki búast af
svona matseljum? hugsaði maddaman.
5 Já, ég er nú orðinn einn í kofunum á Bala og þykir
þar heldur tómlegt,“ sagði nú Grímsi.
„Ætlið þér að verða þar áfram?“ spurði hún.
„Ég veit ekki. Maður veit alltaf, hverju maður slepp-
ir en ekki hvað maður hreppir. Hann Kristján hefur
verið að segja mér að koma hingað heim að Hofi og
vera smali hjá sér í sumar, en ég held ég verði svifa-
seinn á eftir rollunum.“
„Nu, á það að verða ellihvíldin yðar að gerast smali?
Það þótti alltaf heppilegra að þeir væru léttir upp á
fótinn. Ég held þér ættuð að reyna að koma yður fyrir
einhvers staðar annars staðar, Hallgrímur minn,“ sagði
Karen.
„Ég kvíði nú engu, ef þér ætlið að taka að yður
heimilið," sagði hann og brosti í skeggið.
„Hverjum dettur það í hug?“ spurði maddaman.
„Ja, það var nú þetta: hún Gerða, sem var í Garði
einu sinni, kom til að hreinsa túnið þar og kragann
hjá mér. Hún sagði mér, að þér hefðuð komið með
skipinu í morgun. Annars hefði ég ekki vitað neitt.
Hún gerði ráð fyrir tvennu, sem orsakað gæti það, að
þér hefðuð tekið yður upp. Annað hvort væri dóttir
yðar lakari eða þér ætluðuð að taka við bústjórninni
héma. Þá væri hægt að segja að Kristján væri Iáns-
samur,“
„En sannleikurinn er nú sá, að ég fer héðan eins fljótt
og ég get komizt burtu og tek þau mæðginin með mér.
Rósa þarf að komast á spítala og hefði átt að vera kom-
in þangað fyrir löngu, ef nokkur hugsun hefði verið
í kollinum á þessum manni hennar,“ sagði hún.
Maddaman kvaddi gamla manninn, þegar hún hafði
lokið úr bollanum. Hann rölti síðan heim í kotið sitt.
En sjálf gekk nú maddama Karen suður að Þúfum.
Kristján var lengi að ná í hrossin. Bleikur Rósu hafði
flækzt frá hinum hrossunum, en hann bjóst við að hún
vildi sitja á honum í síðasta sinni sem hún riði úr hlaði
á Hofi. Kristján var vonlaus um, að Rósa kæmi þangað
aftur, fyrst móðir hennar var komin í spilið. Ferðalagið
fannst honum hreinasta feigðarflan, en það yrði Iíklega
eins og fyrri daginn, að hún hlyti að ráða, sú kona.
Hann hafði orðið að láta í minni pokann fyrir henni og
hennar hyski fyrr!
Bogga kom út að réttinni, þegar Kristján var að
beizla hrossin. Hún var óvanalega dauf í bragði.
„Er eitthvað að inni?“ spurði hann. „F.r kerlingar-
flagðið að umsnúa öllu heimilinu?“
„Já, það ætlar hún víst að gera, þó að hún sé falleg,"
svaraði Bogga mcð kjökurhljóði. „Þær eru að láta fötin
hans Jóns litla ofan í koffort og rúmfötin hans ofan í
poka. Þær ætla með hann líka.“
„Hverjar eru að troða sængurfötunum í poka? Varla
er Rósa orðin svo spræk?“ spurði hann.
„Nei, það cr Lauga í Þúfum. Hún kom mcð mad-
dömunni. Það á ekki að hreyfa Rósu úr rúminu fvrr
en hrossin eru komin og allt er til. Hún er ósköp góð
við Jón litla, blessuð maddaman,“ sagði Bogga.
„Hverjum skyldi svoleiðis íshella vera góð?“ sagði
Kristján svo lágt, að Bogga heyrði ekki til hans. „Það
var svo sem auðvitað, að það þyrfti að komast inn í
þetta tilstand, fjandans Þúfna-hyskið. Líklega er það
allt úr því, þetta írafár í þeirri öldruðu,“ bætti hann
við í huganum.
Þá kom Jón litli út að réttinni í nýju matrósafötun-
um sínum, þveginn og greiddur, með sólskinsbros á
andlitinu. „Pabbi!“ kallaði hann, áður en hann var
kominn alla leið. „Ég á að fara með mömmu og ömmu
til Reykjavíkur með stóra skipinu.“
„Þú mátt ekki yfirgefa pabba, elsku drengurinn minn.
Þá verð ég einn eftir. Þú átt líka eftir að sjá fallega litla
folaldið undan henni Gránu hennar mömmu þinnar.
Það er svo ósköp fallegt!"
„Ég kem aftur á morgun, og þá get ég farið með þér
til að sjá það,“ sagði drengurinn yfir sig hrifinn.
„Við sjáum nú hvað setur,“ sagði Kristján og fór að
leggja reiðtygin á hestana. „Ég veit nú varla, hvaða
reiðtygi hæfa svo tiginni frú. Eða vilt þú kannske Iána
henni nýja sögulinn þinn, Bogga?“
„Já já! Þú mátt víst leggja hann á,“ svaraði hún.
Þá kom maddaman heiman frá bænum, virðuleg í
fasi og með sinn vanalega þóttasvip.
„Jæja, þarna ertu þá loksins kominn með hrossin,”
sagði hún, þegar hún hafði litið yfir hrossahópinn. „Ég
hélt, að ég yrði að fá lánuð hross í Þúfum.“
Kristjáni fannst maddaman tala við sig eins og vika-
strák og það bætti ekki skapsmuni hans: „Það var víst
engin ástæða til að láta sér detta í hug að ég kæmi ekki
með hrossin. En Bleikur var ekki með þeim, en ég bjóst
við að Rósa vildi helzt sitja á honum. Það þarf víst ekki
að hlaupa eftir hjálp að Þúfum í þetta skipti," sagði
hann, allt annað en hlýlega.
„Mér finnst það vera óþarfi fyrir þig að gera þig
mjög merkilegan í garð þess fólks, svo vel hefur hún
Sigurlaug reynzt þér, núna þegar mest lá á og allflestir
aðrir eru farnir að sniðganga heimilið hér,“ sagði hún.
„Eða hefur þér aldrei dottið í hug, að það væri neitt
alvarlegt, sem gengi að konunni þinni?“
„Hvað áttu við?“ spurði hann.
„Mislingar eru vanalega afstaðnir eftir hálfan mánuð,
en þú veizt, hvað hún er búin að vera lengi í rúminu.
Þess vegna eru flestir eða allir sveitungar ykkar sann-
færðir um að það séu berklar, sem að Rósu eru. Þú ert
víst sá eini, sem ekki hefur látið þér detta það í hug, og
svo kannske heimilisfólkið hérna. Svo þú getur séð á
því, að hún hefur tekið talsverða ábyrgð á sig, hún
Sigurlaug, að koma hingað á hverjum degi og búa um
Rósu.“
„Þctta getur ekki verið satt,“ sagði Kristján. Það sló
út um hann svita af skelfingu. „Læknirinn hefði sjálf-
sagt sagt mér það, ef einhver hætta væri á ferðum.“
„Hann sagðist hafa talað um það að þú létir sig vita,
144 Heima er beit