Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1959, Qupperneq 33

Heima er bezt - 01.04.1959, Qupperneq 33
ef hitinn minnkaði ekki, en þú hefðir ekki vitjað sín, svo að hann hélt að hún væri á batavegi, en mér sýnist nú annað,“ sagði hún. „Læknirinn er nú, eins og maður þekkir, heldur hægfara.“ „Þetta er ekki nokkur læknir,“ sagði Kristján. „Sama, hvort hann er hér eða enginn. Sagði hann þér þessa berklasögu?" „Nei, það gerði hann nú ekki. Hallgrímur gamli á Bala sagði mér, að það hefði ekki þorað að koma inn í bæinn, messufólkið, núna þegar fermt var.“ „Varla er nú Hallgrímur gamli orðinn læknir,“ sagði hann, og honum létti talsvert við að heyra, að það var ekki læknirinn, sem hafði sagt þetta. „Ég býst við að það hafi stafað af því, að messufólkið kom ekki inn, að það hefur ekki búizt við að fá kaffi, þegar Geirlaug var komin í rúmið líka. Þú mátt vera viss um, að Ró'su batnar ekki síður hér heima en við að fara alla leið til Reykjavjkur, og hvað sem þú segir, þá tek ég það ekki í mál að drengurinn fari.“ „Það er nú ekki nema það sem sjálfsagt er, að hann fari líka. Ef móðir hans er með berkla, þá er ekkert lík- legra en að barnið hafi tekið þá. Það þarf að rannsaka. Hann hefur sofið inni hjá henni og allir vita, hversu náið er samband móður og barns. Við vonum, að þau eigi eftir að koma aftur að Hofi albata.“ „En ég get ekki hugsað til þess að missa þau bæði frá mér. Þú hlýtur að skilja það, Karen,“ sagði Kristján. „Já, það er erfitt, en það er þýðingarlaust að tala um þetta. Það mega allir hafa að skilja við ástvini sína.“ „En getur ekki læknirinn héma rannsakað barnið?“ spurði hann. „Hann hefur engin tæki til þess, og svo er það jafn sárt fyrir hana og þig að skilja við barnið. Líklega þó ennþá viðkvæmara. Og svo yrði nú líklega heldur lítil aðhlynning, sem hann hefði hér, þegar hún væri farin og Geirlaug í rúminu.“ „Drengurinn er svo mikið úti með mér. Einhvem veginn hefur þetta komizt af þennan tíma, síðan Rósa fór í rúmið,“ sagði hann og hafði nú veika von um að sigra í málinu. „Hún hefur líklega reynt að líta eitthvað eftir honum, blessunin hún mamma hans,“ sagði maddaman ísköld- um málrómi, sem kæfði þann veika vonarneista, sem vaknaður var hjá Kristjáni. Það var engu líkara en að Karen hefði séð og heyrt það, sem hér hafði gerzt, þó að fjarlægðin væri talsvert mikil. Kristján hafði oft séð Rósu staulast ofan úr rúm- inu á náttkjólnum og yfir að þvottaskápnum og leita að hreinum fötum handa drengnum. Hann hafði mátt stilla sig um að hrópa ekki til hennar, þegar hún fór upp í rúmið aftur, hvort hún ætlaði að hjúfra sig undir sæng það, sem eftir væri ævinnar. Þetta hlyti að vera ímyndunarveiki eða kjarkleysi, sem að henni gengi. En hann hafði, sem betur fór, ekki sagt ncitt. — Rósa hafði verið þetta skynsamari en hann, enda fundið til vanmáttar síns. — Nú blygðaðist hann sín fyrir ónær- gætni sína. Skipsstrandið við Skeiðarársand 1667 Framhald af bls. 123 ------------------------------- ur verið sagt frá, bjó í Skaftafelli bóndi, er Einar hét Jónsson. Einar þessi var afi Einars Jónssonar í Skafta- felli, hagleiksmanns þess, er um getur í Ferðabók Egg- erts Ólafssonar. Einar eldri mun og hafa verið vel met- inn bóndi. Gengið hafa tröllasögur, er gerast áttu um hans daga og samtíðarmanna hans, og segir sagan, að hann hafi verið í vinfengi við tröllkonu eina. Eru þær, að undantekinni þessari, skráðar í þjóðsagnakveri Magn- úsar frá Hnappavöllum, og skal vísað til þess, sbr. og Þjóðsögur og munnmæli Jóns Þorkelssonar, þar sem getur þessarar sögu. Sagan af því, er Einar reiddi skess- una yfir Skeiðará, er þó líka sögð lítið eitt öðruvísi, þannig að hún hafi setzt á bak fyrir aftan hann yfir ána, og bar ekki á að hesturinn sligaðist. Þakkaði skessan greiðann og gaf Einari síðan mörg heilræði. Meðal ann- ars það, að aldrei skyldi hann veiða sel á Skaftafellsfjör- um, ncma að hún segði honum áður. Skyldi hann þá skilja eftir þrjá vænstu selina handa sér. Fylgdi Einar ráðum hennar og heppnaðist vel. Nú er það til að taka, að fréttist um blámann ógur- legan úti á Skeiðarársandi. Ætlaði hann sér ekki minna en að leggja undir sig landið og gereyða íbúunum. Þetta barst skessunni til eyrna. Lét hún orð falla um það, að hún hygðist finna blámanninn og Iáta auðnu ráða um þeirra samfundi. Labbaði hún síðan suður á Skeiðarársand, fann blámanninn, og varð fátt um kveðj- ur. Hófu þau sviptingar miklar, er stóðu lengi dags, en svo lauk þeirra viðureign, að skessan sigraði. Hjó hún svo af honum höfuðið og til frekara öryggis líkamann allan í smáparta. Var þannig miklum voða afstýrt, en ekki er þess getið, að skessan hafi heimt skattgjald fyrir landvöm sína, eins og sjóliðsforinginn, er einmitt þetta haust var að hressa upp á varnarvirki Bessastaða. Úr myrkviðum Afríku Framhald af bls. 130---------------------------- mikil von til þess, að lífi hans hefði verið bjargað. Við krufningu kom í ljós, að hann var með orma í lungum. í hlýindum Afríku koma þeir ekki að sök. En þegar hann kvefaðist á skipinu og kom í hráslagaloft hinna norðlægu Ianda, blossaði sjúkdómurinn upp. En sú er þó nokkur bót í máli, að dauður er hann samt sem áður stolt og prjál dýrasafnsins í Freiburg. ÖIl hin dýrin lifðu af sjóferðina við beztu heilsu. Apabörnin Aka og Lulu vom boðin velkomin af Katr- ínu, sem við höfðurn átt í meira en ár. Fyrst í stað vora að vísu smáerjur milli þeirra, en innan skamms voru öll orðin beztu vinir. Og nú er það svo, að erfitt er að sjá fvrir ókunnuga, hverjir era börn fjölskyldunnar, við bræðumir eða þessir svörtu og loðnu náungar.“ Heima er bezt 145

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.