Heima er bezt - 01.04.1959, Síða 34
VIsncikeppni barnannci
Krakkar mínir!
Nú ætla ég að segja ykkur frá bréfaskiptum, sem
ég hef átt við yngismeyjuna Kolfinnu Guðmundsdóttur
á Kirkjubóli í Onundarfirði, og hvaða árangur hefur
orðið af þessum bréfaskiptum. Kolfinna er 8 ára og er
systurdóttir Guðmundar Inga skálds á Kirkjubóli. Hún
skrifar vel og sérstaklega rétt, svo að ég hef aðeins
fundið eina réttritunarvillu í bréfum hennar.
Upphafið á bréfaskiptunum var það, að Kolfinna
vann bókina „Tómstundir“ eftir Vald. V. Snævarr í
getraunakeppni „Heima er bezt.“ Um leið og bókin
var send, skrifaði ég henni eftirfarandi bréf:
6. marz, 1958
Ungfrú
Kolfinna Guðmundsdóttrr
Kirkjubóli, Önundarfirði.
Sæl og blessuð Kolfinna mín.
Nú varstu svo sannarlega heppin. Þú vannst reyndar
þriðju verðlaunin í bamagetrauninni í janúarblaði
„Heima er beztu. En þriðju verðlaun er bókin Tóm-
stundir eftir Valdimar Snævarr.
Mér sjálfum þykir bókin skemmtileg. En nú langar
mig til þess að vita, hvort þér finnst hím ekki líka
skemmtileg. Viltu nú ekki senda mér nokkrar línur,
þegar þú ert búin að lesa bókina og segja mér hvort
þér finnst ekki gaman að henni.
Kannske ertu líka skáld eins og pabbi þinn. Voðalega
væri gaman, ef þú gætir btiið til visu handa mér til
þess að birta t „Heima er beztu.
Eimvt hundruð og sextán krakkar tóku þátt í get-
rauninni, og nú kenni ég svo t brjósti um alla litlu
krakkana, sem ekki fá verðlaun, því að þau verða fyrir
vonbrigðum. Þess vegna ætla ég að hafa hundrað verð-
lattn t marzblaðinu.
Ég bið að heilsa pabba þ'tnimt og mömmu og óska
þeim til hamingju, að eiga svona dttglega dóttur.
Viltu spyrja pabba þinn hvort hann geti skrifað fyrir
mig frásöguþátt fyrir „Hcima er beztu?
Vertu svo blessuð og sæl, Kolfitma vún.
Heima er bezt
Sigttrðttr O. fíjömsson.
Kirkjttbóli, 1. apríl 1958.
Sæll og blessaðttr.
Ég þakka þér fyrir bréfið. Mér þótti mjög gaman að
bókinni. Ég las hana tvisvar. Mér þótti mest gaman
að leikritinu Sjúklingamir. Það fór eins og ég hélt, að
þút tókst Guðvmnd Inga fyrir pabba minn.
Mér þykir gaman að vístim, en ég get ekki búið til
nema fyrripartana. Halldór* botnar oftast.
Verttt sæll.
Kolfinna Guðmundsdóttir.
Ég svaraði svo bréfi Kolfinnu með þessu bréfi:
Ungfrú 10. apríl, 1958.
Kolfinna Guðmundsdóttir
Kirkjubóli, Önundarfirði.
Kolfinna mín.
Þakka þér kærlega fyrir bréfið þitt, sem ég fékk í dag.
Já, satt að segja hélt ég að Guðmtmdur IngÍ væri
pabbi þinn, og ég var nærri búinn að geta rétt, því að
hann er þó móðurbróðir þinn.
En stálheppinn var ég, að þú skyldir skrifa mér aftur,
því að nú fékk ég fína hugmynd.
Við skulum leita að skáldum vteðal krakkanna á ís-
landi. Og svona skulum við fara að því: Þú býrð til
nokkra fyrriparta fyrir mig og ég birti þá í „Heima er
bezt“, síðan skorum við á aðra krakka að senda botna.
Svo veitum við verðlaun fyrir beztu botnana.
Ég gæti tríiað, að við fengjum heilmikla skemmtun
af þessu, og kannske gætum við líka gert svolítið gagn
með því að fá krakka til að hugsa um vísnagerð og gera
þau Ijóðelsk.
„Heima er bezt“ er keypt hér um bil á öðrum hverj-
um sveitabæ á íslandi, svo að við náuvt til margra krakka.
Ég bið að heilsa pabba þínuvi og mövtmu þinni og
Guðmundi Inga og Halldóri frændum þínum. Kannske
líka að Halldór frændi þinn gæti sent mér skemmti-
legati frásöguþátt af Vestfjörðunum. Hann er svo vtarg-
fróður.
Farðu nú að hugsa um fyrripartana og vertu svo
blessuð og sæl.
Heima er bezt
Sigurður O. fíjörnsson.
Nú leið og beið og ekki kom svar frá Kolfinnu, svo
að ég hélt að hún hefði gefizt upp við vísnagerðina.
Það þótti mér samt ekki gott, því að ég var búinn að
hlakka til að láta ykkur glíma við að botna fyrri part-
ana hennar.
En hérna um daginn varð ég heldur en ekki glaður.
Kemur reyndar ekki bréf frá Kolfinnu með átta vísna-
upphöfum. Og bréfið er svona:
Kirkjubóli, 30. jan. 1959.
Komdu sæll.
Ég þakka þér kærlega fyrir bréfið.
Ég sendi þér þessi upphöf þó það sé seint. Þrjú fyrsttt
* Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli.
146 Heima er bezt