Heima er bezt - 01.04.1959, Side 35

Heima er bezt - 01.04.1959, Side 35
upphöfin gerði ég í fyrra. Hin gerði ég ekki fyrr en á sunnudaginn var, þegar fólkið fór á þorrablótið og ég var ein heima hjá ömmu allan daginn. Öll upphöfin eru um dýrin hérna á bænum. Kraki er reiðhesturinn loans Guðmundar Inga og hann er uppáhalds hesturinn minn. Ef þií getur notað eitthvað af þessu, má ég þá senda botna ef ég get gert þá sjálf? Mamma biður að heilsa þér. Vertu sæll. Kolfmna. Og að lokum sendi ég Kolfinnu þetta bréf: Yngismær 27. febniar, 1959. Kolfinna Guðmundsdóttir Kirkjubóli, Önundarfirði. Kolfinna m'm. Þakka þér kærlega fyrir bréfið þitt með vísnaupp- höfunum. Ég varð mi heldur betur glaður, þegar bréfið kom frá þér, því að ég var satt að segja farinn að haldayað yngri sveinn og fallegri væri kominn í spilið, og þii værir búin að gleyma mér, og þar með væri vísna- keppnin lir sögunni. En nú er bezt að hefjast handa og láta keppnina byrja í apríl-blaðinu. Auðvitað er sjálfsagt að þii, eins og allir aðrir krakkar á „Heima er beztíl-heimilum, hafir rétt til að senda botna. Viltu gefa mér leyfi til að birta í „Heima er bezt“ bréfaskipti okkar, til þess að skýra það, hvernig þessi þáttur varð til. Og viltu líka segja mér hvað þú ert gövnd? Og í þriðja lagi, viltu skrifa mér strax til baka, því að vegna póstferða verðum við að prenta apríl- blaðið fyrir páska. Ég bið að heilsa mömmu þinni og vertu svo blessuð og sæl. Heima er bezt Sigurður O. fíjömsson. Og fékk þetta svar frá henni: Kirkjubóli, 11. marz 1959. Komdu sæll og blessaður. Ég þakka þér kærlega fyrir bréfið, ég fékk það í gærkvöldi. Ég er 8 ára og fædd 1. ágiist 1950. Þú mátt vel birta bréfin mtn í blaðinu. Það eru 8 hestar héma, ef ég tel með bæði tryppin, þau heita Jörp og Fönn, 4 og 3 vetra í vor og þær stela oft bandspottum, sem einhver leggur frá sér þar sem þær ná því. Hinir hestamir heita Fjöður, Fön, Jarpur, Kraki, Mön og Valur. Mamma á Fjöðttr, hún verður 20 vetra í vor. Ég var að reka hestana áðan og þá var ég á Kraka og það fannst mér ósköp gaman. Vertu svo blessaður og sæll. Kolfinna. Og svo konia hér vísnaupphöfin hennar Kolfinnu, sem þið eigið að glíma við að botna. 1) Elskulegir eru þeir alltaf hesta greyin. 2) Ljósa-Pera lagleg kind labbar götu sína. 3) Hérna koma kálfarnir með köst og læti. 4) Labba, þú ert lagleg tík, ljós er stutta rófan þín. 5) Ljöður gamla er fallegt hross fjörug eins og vindur. 6) Llekka litla er fráræk ær, frísk og létt í spori. 7) Skjalda litla er kosta kýr kát er hún á vorin. 8) Komdu hérna Kraki minn kjass og roð að þiggja. REGLUR 1. Allir krakkar og unglingar á „Heima er bezt“-heim- ilum hafa rétt til þess að senda botna, og láta fylgja nafn sitt, aldur og heimilisfang. 2. Ykkur er í sjálfsvald sett, hvort þið sendið einn botn, fleiri eða alla átta botnana, en það er nægilegt að senda einn. 3. Botnarnir þurfa að hafa borizt „Heima er bezt“, Akureyri, fyrir 1. desember 1959 og mega sendast í sama umslagi og svör við barnagetraun, sem vænt- anlega verður á sama tíma. 4. Það er leyfilegt og nauðsynlegt að börn njóti að- stoðar fullorðna fólksins við að botna vísnaupphöfin, þannig, að fullorðnir útskýri fyrir börnunum hvern- ig réttur botn á að vera. Þegar barn hefur lokið við botn, þá er bezt að fara til fullorðna fólksins og spyrja hvort þetta sé réttur botn. En ef gallar eru á botninum, þá þarf fullorðna fólkið að útskýra í hverju gallinn er fólginn og benda á rétta leið. 5. Veitt verða verðlaun fyrir tíu beztu botnana, hundr- að krónur fyrir hvern botn. En 1. verðlaun verða dularfullur pakki, sem sendur mun verðlaunakrakk- anum fyrir jólin. Pakkann má ekki opna fyrr en búið er að borða á aðfangadagskvöld. Svo óska ég að ykkur gangi vel í þeirri hörðu raun, sem nú bíður ykkar, krakkar mínir. Látið ekki hug- faliast þó fyrstu tilraunir mistakist, en hefjið glímuna á nýjan leik, með þeim fasta ásetningi að sigra, en falla ekki. Verið svo öll blessuð og sæl, Sigurður O. Björnsson. Heima er bezt 147

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.