Heima er bezt - 01.04.1959, Page 36

Heima er bezt - 01.04.1959, Page 36
306. Allt í einu heyri ég að einhver kemur hlaupandi á eftir mér. Ég sný mér snöggt við. Einhver dökk mannvera kemur til mín í rökkrinu. Hver getur þetta verið? Skyldi það vera Perlberg? Nei, svo var ekki. Þetta var Nikulás. 307. Hvað skyldi hann vilja mér? Hann kemur alveg til mín og hvíslar: „Perl- berg er kominn að sækja þig. Þú verður að flýja í skyndi. Hann ætlar að koma í veg fyrir að þú getir fundið foreldra þína. Taktu seglbátinn! Vertu sælll“ 308. Nikulás stingur nokkrum seðlum í hendina á mér og segir: „Leitaðu uppi gömlu frú Thomson á Vestaralandi. Ég heyrði Perlberg einu sinni nefna hana, þegar talað var um þig. Reyndu að finna hana. Vertu nú blessaður og sæll, Óli!“ 309. Ég þakka Nikulási kærlega fyrir. Hann hefur verið ágætur félagi, alúðleg- ur og skemmtilegur síðan hann hætti að drekka. Eftir augnablik sigli ég á báti Nikulásar frá Svörtuey, og Mikki liggur við fætur mína. 310. Eigi líður á löngu að upp kemst um flótta minn. Ég er aðeins kominn stutt frá landi, er ég sé Perlberg vera kominn fram á kletta niður við sjó. Hann kreppir hnefana og veifar hand- leggjunum og hótar mér öllu illu. 311. Og nú sé ég Perlberg þjóta ofan á bryggjuna, en þar bíður hans sjómað- ur í vélbát sínum. Mér skilst, að þeir muni ætla sér að elta mig uppi, og ég tek þá i skyndi alldjarflega og háska- lega ákvörðun. iiMWlWI’ 'SBl 312. Ég stefni bátnum fyrir stinnum bcitivindi inn milli margra smáhólma og skerja rétt hjá Svörtuey og vel þannig hættulegustu siglingaleiðina í skcrja- garðinum. Hér er ég vel kunnugur. 313. Nú kernur kunnugleikinn að góðu haldi. Ég smeygi mér gegnum skerja- garðinn. Vélbátsverjunum tckst þetta miður. Innan skamms renna þeir bátn- um á grunn. Hann stendur blýfastur! 314. Nú léttir mér heldur en ekki! Ó- vinirnir losna ckki af skerinu Jjví arna í bráð! Ég sný stefni i átt til lands og sigli nú fyrir blíðum byr frá Svörtuey og á ný ævintýri í vændum!

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.